Stærsta flutningaskip heims var vígt í Suður-Kóreu í síðustu viku. Í frétt IHS Maritime segir að pláss sé fyrir 19 þúsund gáma á skipinu.
Fyrirtækið China Shipping Coinatiled Lines, CSCL, vígði skipið og er áætlaður kostnaður metinn um 17 milljarðar króna. Skipið er 400 metra langt, 58 metra beitt og getur alls flutt farm sem er 183.800 tonn að þyngd.
Skipið, CSCL Globe, er útbúið sérstökum búnaði sem gerir það að verkum að skipið nýtir 20 prósent minna eldsneyti á hvern gám samanborið við helmingi smærri skip.
Skipið mun flytja vörur milli Asíu og Evrópu, en CSCL hyggst vígja fjögur systurskip af sömu gerð fyrir árslok.
Flutningaskipið Mærsk Mc-Kinney Møller var áður stærsta flutningaskip heims, en það getur flutt 18 þúsund gáma í hverri ferð.
Stærsta flutningaskip heims vígt
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið


Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu
Viðskipti innlent

Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís
Viðskipti innlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar
Viðskipti innlent

Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent

Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla
Viðskipti erlent

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi
Viðskipti innlent

Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum
Viðskipti erlent
