Smálánafyrirtæki eru nú orðin fleiri en McDonalds skyndibitastaðir í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í fréttabréfinu Inside the Vault sem seðlabankinn í St. Louis gefur út.
Samkvæmt talningu bankans eru smálánafyrirtækin nú orðin um það bil 20 þúsund talsins. McDonalds staðir eru hinsvegar 14.267 um öll Bandaríkin.

