Juncker kynnir nýja fjárfestingaráætlun ESB Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2014 10:07 Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kynnti áætlunina á Evrópuþinginu í Strasbourg í morgun. Vísir/AFP Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kynnti í morgun nýja fjárfestingaráætlun Evrópusambandsins. Áætlað er að verja 315 milljörðum evra, jafnvirði um 48 þúsund milljarða króna, til styrktar evrópskum efnahag. Juncker kynnti meðal annars nýjan sjóð sem verður nýttur til að koma verkefnum af stað og fá fjárfesta til leggja til afgang fjár.Í frétt BBC kemur fram að vonir standi til að áætlunin muni taka þungan af ríkisstjórnum aðildarríkjanna, sem margar hverjar standa frammi fyrir miklum skuldum vegna fjármálakreppunnar. Juncker tók dæmi um verkefni sem hann vonaðist til að yrðu að veruleika með áætluninni. Nefndi hann meðal annars skólabörn í Þessalóníku sem gengju inn í glænýjar skólastofur með nýjum tölvum, evrópsk sjúkrahús þar sem mannslífum yrði bjargað með nýjum tækjum, franska vegfarendur sem myndu hlaða rafbíla sína á hraðbrautum á sama hátt og á bensínstöðum og heimili og fyrirtæki sem yrðu sparneytnari á orku. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kynnti í morgun nýja fjárfestingaráætlun Evrópusambandsins. Áætlað er að verja 315 milljörðum evra, jafnvirði um 48 þúsund milljarða króna, til styrktar evrópskum efnahag. Juncker kynnti meðal annars nýjan sjóð sem verður nýttur til að koma verkefnum af stað og fá fjárfesta til leggja til afgang fjár.Í frétt BBC kemur fram að vonir standi til að áætlunin muni taka þungan af ríkisstjórnum aðildarríkjanna, sem margar hverjar standa frammi fyrir miklum skuldum vegna fjármálakreppunnar. Juncker tók dæmi um verkefni sem hann vonaðist til að yrðu að veruleika með áætluninni. Nefndi hann meðal annars skólabörn í Þessalóníku sem gengju inn í glænýjar skólastofur með nýjum tölvum, evrópsk sjúkrahús þar sem mannslífum yrði bjargað með nýjum tækjum, franska vegfarendur sem myndu hlaða rafbíla sína á hraðbrautum á sama hátt og á bensínstöðum og heimili og fyrirtæki sem yrðu sparneytnari á orku.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira