Fótbolti

Reus byrjaður að læra spænsku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marco Reus fagnar í leik með Dortmund.
Marco Reus fagnar í leik með Dortmund. Vísir/Getty
Marco Reus er samkvæmt þýska götublaðinu Bild byrjaður að læra spænsku og að hann hafi verið að fá kennslu síðustu þrjár vikurnar.

Reus leikur með Dortmund sem hefur átt erfitt uppdráttar í þýsku úrvalsdeildinni í vetur og hefur hann verið orðaður við sum af stærstu liðum Englands. Chelsea, Arsenal og Manchester United eru öll sögð áhugasöm um kappann.

Blaðamenn Bild telja nú líklegast að Reus sé á leið til spænsku höfuðborgarinnar, til Evrópumeistara Real Madrid. Félagið þyrfti þá að greiða 25 milljónir evra, um 3,8 milljarða króna, sem er riftunarverð á samningi kappans.

Því hefur áður verið haldið fram að Real Madrid eigi forkaupsrétt á Reus en Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, sagði á dögunum að það væri alrangt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×