Hægt að framleiða nóg af lífolíu til íblöndunar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. desember 2014 15:52 Auknar kröfur eru um hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis frá og með áramótum. Vísir/Getty Images Næg framleiðslugeta er á vistvænu eldsneyti hér á landi til að hægt sé að hækka hlutfall hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í fimm prósent. Frá og með áramótum verður þess krafist í lögum en í dag er krafa gerð um 3,5 prósent hlutfall lífræns eldsneytis. Þetta fullyrðir Ingi Örn Gíslason, framkvæmdastjóri Bioenergi, sem framleiðir bio diesel. „Það er ekki skortur á því og það er ekki bara hvaða eldsneyti sem er, heldur er það Evrópuvottað,“ segir Ingi Örn. „Það er sambærilegt eldsneyti og bio diesel sem keyrt er um á í Þýskalandi, Svíþjóð og allstaðar í kringum okkur.“Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu.VísirFramleiðsla stjórnast af eftirspurn Ingi Örn segir olíufélögin þó vera treg til að kaupa lífræna eldsneytið. „Auðvitað eru þeir ekki endilega sáttir við það því það er kostnaðarsamt fyrir þá,“ segir hann. „Bio diesel er kostnaðarsamara allstaðar í heiminum heldur en venjulegur diesell.“ Framleiðsla Bio Energi fer fram á Íslandi með innfluttri repjuolíu frá Danmörku. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að á síðasta ári voru flutt inn tæplega þrjú þúsund tonn af lífolíu en aðeins 155 tonn voru framleidd innanlands. Þá sagði Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, að innlend framleiðsla standi ekki undir auknu hlutfalli lífolíu. Ingi Örn segir það hinsvegar vera spurningu um eftirspurn. „Það er hægt að framleiða eins mikið magn og menn vilja kaupa,“ segir hann. Bioenergi hefur unnið að þróun lífolíu síðastliðið ár og aflað tilskilinna leyfa. Ingi Örn staðfestir að unnið hafi verið með olíufélögum hér á landi og Orkustofnun að því. Frosti segir kröfur ESB ekki taka tillit til þess að mikið sé til af endurnýjanlegri raforku á Íslandi.Vísir/DaníelVill frekar skoða raforkuFrosti Sigurjóns, þingmaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði á þingi í morgun að hann vildi fresta gildistöku ákvæðisins til ársins 2020. Þannig sér hann fyrir sér að hægt sé að spara 6 milljarða króna sem annars myndi líklega renna til erlendra olíufélaga. Evrópusambandið gerir þá kröfu að hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum verði 10 prósent frá og með 2020. Frosti segir að ekki sé tekið tillit til aðstæðna á Íslandi í þeirri kröfu en hér á landi sé nóg af endurnýjanlegu rafmagni. „Fyrir Ísland væri skynsamlegt að niðurgreiða kaup á rafmagnsbílum, miklu skynsamlegra en að eyða milljörðum úr ríkissjóði til að niðurgreiða rándýran lífdísil sem ræktaður er á dýrmætu akurlandi sem fremur ætti að nýta til framleiðslu á fæðu,“ sagði hann. Alþingi Tengdar fréttir Vistvænt eldsneyti ekki nægt innanlands Seljendur eldsneytis hér á landi þurfa að flytja inn enn meira af dýrum vistvænum eldsneytisefnum á næsta ári en þeir gera núna með tilheyrandi tapi fyrir ríkissjóð og flutningsmengun. 7. desember 2014 18:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Næg framleiðslugeta er á vistvænu eldsneyti hér á landi til að hægt sé að hækka hlutfall hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í fimm prósent. Frá og með áramótum verður þess krafist í lögum en í dag er krafa gerð um 3,5 prósent hlutfall lífræns eldsneytis. Þetta fullyrðir Ingi Örn Gíslason, framkvæmdastjóri Bioenergi, sem framleiðir bio diesel. „Það er ekki skortur á því og það er ekki bara hvaða eldsneyti sem er, heldur er það Evrópuvottað,“ segir Ingi Örn. „Það er sambærilegt eldsneyti og bio diesel sem keyrt er um á í Þýskalandi, Svíþjóð og allstaðar í kringum okkur.“Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu.VísirFramleiðsla stjórnast af eftirspurn Ingi Örn segir olíufélögin þó vera treg til að kaupa lífræna eldsneytið. „Auðvitað eru þeir ekki endilega sáttir við það því það er kostnaðarsamt fyrir þá,“ segir hann. „Bio diesel er kostnaðarsamara allstaðar í heiminum heldur en venjulegur diesell.“ Framleiðsla Bio Energi fer fram á Íslandi með innfluttri repjuolíu frá Danmörku. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að á síðasta ári voru flutt inn tæplega þrjú þúsund tonn af lífolíu en aðeins 155 tonn voru framleidd innanlands. Þá sagði Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, að innlend framleiðsla standi ekki undir auknu hlutfalli lífolíu. Ingi Örn segir það hinsvegar vera spurningu um eftirspurn. „Það er hægt að framleiða eins mikið magn og menn vilja kaupa,“ segir hann. Bioenergi hefur unnið að þróun lífolíu síðastliðið ár og aflað tilskilinna leyfa. Ingi Örn staðfestir að unnið hafi verið með olíufélögum hér á landi og Orkustofnun að því. Frosti segir kröfur ESB ekki taka tillit til þess að mikið sé til af endurnýjanlegri raforku á Íslandi.Vísir/DaníelVill frekar skoða raforkuFrosti Sigurjóns, þingmaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði á þingi í morgun að hann vildi fresta gildistöku ákvæðisins til ársins 2020. Þannig sér hann fyrir sér að hægt sé að spara 6 milljarða króna sem annars myndi líklega renna til erlendra olíufélaga. Evrópusambandið gerir þá kröfu að hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum verði 10 prósent frá og með 2020. Frosti segir að ekki sé tekið tillit til aðstæðna á Íslandi í þeirri kröfu en hér á landi sé nóg af endurnýjanlegu rafmagni. „Fyrir Ísland væri skynsamlegt að niðurgreiða kaup á rafmagnsbílum, miklu skynsamlegra en að eyða milljörðum úr ríkissjóði til að niðurgreiða rándýran lífdísil sem ræktaður er á dýrmætu akurlandi sem fremur ætti að nýta til framleiðslu á fæðu,“ sagði hann.
Alþingi Tengdar fréttir Vistvænt eldsneyti ekki nægt innanlands Seljendur eldsneytis hér á landi þurfa að flytja inn enn meira af dýrum vistvænum eldsneytisefnum á næsta ári en þeir gera núna með tilheyrandi tapi fyrir ríkissjóð og flutningsmengun. 7. desember 2014 18:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Vistvænt eldsneyti ekki nægt innanlands Seljendur eldsneytis hér á landi þurfa að flytja inn enn meira af dýrum vistvænum eldsneytisefnum á næsta ári en þeir gera núna með tilheyrandi tapi fyrir ríkissjóð og flutningsmengun. 7. desember 2014 18:30