Endurheimti jólagjafir með hjálp Facebook Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. desember 2014 20:15 Eyrún Fríða lætur Mikael Andrason hafa gjafirnar. Andri Lúthersson, faðir drengsins og eiginmaður eiganda gjafanna, stendur hjá. vísir/ernir „Það er rétt, gjafirnar eru komnar í hendur þeirra sem keyptu þær,“ segir Eyrún Fríða Árnadóttir. Í gær fann hún á Laufásvegi innpakkaðar gjafir sem einhver hafði glatað. Hún lýsti í kjölfarið eftir eigandanum á Facebook og innan sólarhring voru gjafirnar komnar í réttar hendur á ný. „Þetta er í raun nokkuð skondið hvernig þetta gerðist. Sú sem týndi gjöfunum vissi ekki að hún hefði tapað þeim og notar ekki Facebook í þokkabót. Þannig það var ekki hún bar kennsl á þá,“ segir Eyrún. Sú sem týndi gjöfunum heitir Sigríður Laufey Gunnarsdóttir. Hún hafði verið að koma af Laugaveginum með fjöldann allan af pokum er sími hennar hringdi. Hún lagði pokana frá sér meðan hún talaði í símann en er hún hélt af stað á nýjan leik gleymdist pokinn með þessum gjöfum. „Pokinn innihélt jólagjöf og fimmtugsafmælisgjöf til systur minnar,“ segir Sigríður Laufey. Gjafirnar hafi verið í glærum, ómerktum poka og ekki verið mjög merkilegar á að líta. Líkt og áður segir notar Sigríður ekki Facebook og það var ekki hún sem kannaðist við gjafirnar. Aðspurð segist hún í raun ekki hafa haft hugmynd um að þær hafi verið týndar fyrr en hún fékk símtal og var spurð út í þær! Starfsfólk Spark Design á Klapparstíg kannaðist hins vegar við gjafapappírinn. Gjafirnar höfðu verið keyptar þar og pakkað inn af starfsmanni sem kannaðist við þær á myndinni. Starfsfólk fletti í kjölfarið upp færslum gærdagsins, hringdi í greiðslukortafyrirtækið og í kjölfarið fannst réttur eigandi. „Á gjöfunum var einkennandi slaufa sem er víst eingöngu hægt að fá í Spark Design. Þau púsluðu því saman að það hefði sennilega verið ég sem týndi þessu,“ segir Sigríður. „Mér finnst ótrúlega gott að gjafirnar séu þar sem þær eiga að vera og ég er þakklát öllum þeim sem deildu myndinni,“ segir Eyrún og bætir við að það sé ánægjulegt hve margir hafi aðstoðað. Ríflega 1.600 manns deildu myndinni á samskiptamiðlinum Facebook. „Þetta er í raun yndisleg jólasaga. Ég skil ekkert í henni [Eyrúnu] að nenna að standa í þessu, það hefði ekki hver sem er gert þetta. Þarna er á ferð sannur jólaandi og náungakærleikur,“ segir Sigríður. Hún segir að hún hafi ekki komist til að sækja pokann sjálf en sonur hennar og eiginmaður hafi gert það fyrir hana. Hún ætli sér þó að heimsækja Eyrúnu á næstu dögum og þakka henni fyrir. „Ætli ég fái mér samt ekki aðgang á Facebook úr þessu. Ég íhuga það allavega alvarlega,“ segir Sigríður að lokum. Jólafréttir Tengdar fréttir Þekkir þú þessar jólagjafir? Eyrún Fríða Árnadóttir lýsir á Facebook eftir eiganda þriggja jólagjafa sem hún fann á Laufásvegi. 18. desember 2014 21:23 Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
„Það er rétt, gjafirnar eru komnar í hendur þeirra sem keyptu þær,“ segir Eyrún Fríða Árnadóttir. Í gær fann hún á Laufásvegi innpakkaðar gjafir sem einhver hafði glatað. Hún lýsti í kjölfarið eftir eigandanum á Facebook og innan sólarhring voru gjafirnar komnar í réttar hendur á ný. „Þetta er í raun nokkuð skondið hvernig þetta gerðist. Sú sem týndi gjöfunum vissi ekki að hún hefði tapað þeim og notar ekki Facebook í þokkabót. Þannig það var ekki hún bar kennsl á þá,“ segir Eyrún. Sú sem týndi gjöfunum heitir Sigríður Laufey Gunnarsdóttir. Hún hafði verið að koma af Laugaveginum með fjöldann allan af pokum er sími hennar hringdi. Hún lagði pokana frá sér meðan hún talaði í símann en er hún hélt af stað á nýjan leik gleymdist pokinn með þessum gjöfum. „Pokinn innihélt jólagjöf og fimmtugsafmælisgjöf til systur minnar,“ segir Sigríður Laufey. Gjafirnar hafi verið í glærum, ómerktum poka og ekki verið mjög merkilegar á að líta. Líkt og áður segir notar Sigríður ekki Facebook og það var ekki hún sem kannaðist við gjafirnar. Aðspurð segist hún í raun ekki hafa haft hugmynd um að þær hafi verið týndar fyrr en hún fékk símtal og var spurð út í þær! Starfsfólk Spark Design á Klapparstíg kannaðist hins vegar við gjafapappírinn. Gjafirnar höfðu verið keyptar þar og pakkað inn af starfsmanni sem kannaðist við þær á myndinni. Starfsfólk fletti í kjölfarið upp færslum gærdagsins, hringdi í greiðslukortafyrirtækið og í kjölfarið fannst réttur eigandi. „Á gjöfunum var einkennandi slaufa sem er víst eingöngu hægt að fá í Spark Design. Þau púsluðu því saman að það hefði sennilega verið ég sem týndi þessu,“ segir Sigríður. „Mér finnst ótrúlega gott að gjafirnar séu þar sem þær eiga að vera og ég er þakklát öllum þeim sem deildu myndinni,“ segir Eyrún og bætir við að það sé ánægjulegt hve margir hafi aðstoðað. Ríflega 1.600 manns deildu myndinni á samskiptamiðlinum Facebook. „Þetta er í raun yndisleg jólasaga. Ég skil ekkert í henni [Eyrúnu] að nenna að standa í þessu, það hefði ekki hver sem er gert þetta. Þarna er á ferð sannur jólaandi og náungakærleikur,“ segir Sigríður. Hún segir að hún hafi ekki komist til að sækja pokann sjálf en sonur hennar og eiginmaður hafi gert það fyrir hana. Hún ætli sér þó að heimsækja Eyrúnu á næstu dögum og þakka henni fyrir. „Ætli ég fái mér samt ekki aðgang á Facebook úr þessu. Ég íhuga það allavega alvarlega,“ segir Sigríður að lokum.
Jólafréttir Tengdar fréttir Þekkir þú þessar jólagjafir? Eyrún Fríða Árnadóttir lýsir á Facebook eftir eiganda þriggja jólagjafa sem hún fann á Laufásvegi. 18. desember 2014 21:23 Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Þekkir þú þessar jólagjafir? Eyrún Fríða Árnadóttir lýsir á Facebook eftir eiganda þriggja jólagjafa sem hún fann á Laufásvegi. 18. desember 2014 21:23