Körfubolti

Drekarnir töpuðu stórt í uppgjöri toppliðanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson.
Hlynur Bæringsson. Vísir/Valli
Íslendingaliðið Sundsvall Dragons fór í fýluferð til Norrköping í kvöld þegar mættust tvö efstu liða sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Norrköping Dolphins vann leikinn með 31 stigi, 116-85.

Norrköping Dolphins og Sundsvall Dragons voru með 22 stig fyrir leikinn alveg eins og lið Uppsala Basket sem spilaði ekki í kvöld. Norrköping Dolphins er eitt á toppnum eftir þennan stórsigur en liðið hefur unnið báða leiki sína gegn Sundsvall á leiktíðinni.

Íslensku leikmennirnir skiluðu saman 30 stigum og hafa oft skorað meira í vetur en það voru margir í liði Drekana sem náðu ekki að sína sitt besta í kvöld.

Hlynur Bæringsson var með tvennu í leiknum, 11 stig og 11 fráköst auk þess að gefa 4 stoðsendingar. Jakob Örn Sigurðarson skoraði 10 stig, Ægir Þór Steinarsson var með sjö stig og Ragnar Nathanaelsson skoraði tvö stig á fimm mínútum.

Norrköping Dolphins vann annan leikhlutann 32-18 og náði þar með 19 stiga forskoti í hálfleik, 60-41. Dolphins-liðið vann á endanum allan leikhlutana og mjög öruggan sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×