Innlent

Vegfarendur beðnir um að fara varlega í Súðavík vegna snjóflóðahættu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vegurinn um Súðavíkurhlíð er opinn.
Vegurinn um Súðavíkurhlíð er opinn. mynd/ einar eysteinsson.
Bakki með snjókomu kemur inn á norðanvert landið nú skömmu fyrir hádegi og um leið hvessir af norðri og reikna má með skafrenningi og víða lélegu skyggni, allt frá Ströndum og Hrútafirði, austur um á Vopnafjörð að telja. Lægir mikið og rofar aftur til undir kvöldið.

Vegurinn um Súðavíkurhlíð er opinn en þar er en snjóflóðahætta og vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferð að nauðsynjalausu.

Það er hálka og snjóþekja á flestum vegum á Suðurlandi en hálkublettir og hálka á Suðvesturlandi. Á Vesturlandi er hálka og snjóþekja.

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Ófært og stórhríð er á Steingrímsfjarðarheiði og  í Ísafjarðardjúpi. Þæfingur og stórhríð er á Klettshálsi en þæfingur á Hjallahálsi.

Snjóþekja eða hálka er á Norðurlandi og víða nokkur éljagangur. Þungfært er á Tjörnesi.

Á Austur- og Suðausturlandi er hálka. Þæfingur og skafrenningur er á Vatnsskarði eystra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×