Innlent

Súðavíkurhlíð er opin en enn er snjóflóðahætta

Að sögn Vegagerðarinnar varð í gær vart við hreyfingu á hlíðinni. Tvö lítil flóð eru sýnileg úr tveimur giljum þótt þau hafi ekki náð inn á veg
Að sögn Vegagerðarinnar varð í gær vart við hreyfingu á hlíðinni. Tvö lítil flóð eru sýnileg úr tveimur giljum þótt þau hafi ekki náð inn á veg Vísir
Óvissustigi var lýst á Súðavíkurhlíð rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi en að sögn Vegagerðarinnar varð í gær vart við hreyfingu á hlíðinni. Tvö lítil flóð eru sýnileg úr tveimur giljum þótt þau hafi ekki náð inn á veg. Veginum var lokað fyrir nóttina, en hefur verið opnaður aftur. Enn er þó snjóflóðahætta og eru vegfarendur beðnir um að vera ekki á ferðinni að nauðsynjarlausu.

Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Suðurlandi en hálkublettir og hálka á Suðversturlandi. Á Reykjanesi eru hálkublettir og Suðurstrandarvegur er þungfær.

Snjóþekja eða hálka er einnig á flestum vegum á Vesturlandi en þungfært er um Bröttubrekku.

Hálka eða snjóþekja er á Vestfjörðum og þungfært á Þröskuldum. Þæfingur er á Steingrímsfjarðarheiði og í Ögur en þungfært þaðan í Súðavík. Þæfingur er á Ennishálsi í Bitrufjörð. Þungfært er úr Bjarnarfirði og norður í Gjögur.

Snjóþekja eða hálka er á Norðurlandi og víða nokkur éljagangur. Á Austur- og Suðausturlandi er hálka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×