Innlent

Slapp með skrekkinn í bílveltu á Vesturlandsvegi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bílvelta á Vesturlandsvegi til móts við Viðarhöfða í morgun.
Bílvelta á Vesturlandsvegi til móts við Viðarhöfða í morgun. Mynd/Bergþór Víðisson
Öllum aðalleiðum inn og út af höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað vegna stormsins sem geysað hefur á suðvesturhorni landsins frá því í morgun. Færð er afar erfið og fór bíll útaf Vesturlandsveginum um hádegisbil í dag og hafnaði á aðreininni af Viðarhöfða. Fleiri bílar hafa farið útaf veginum á höfuðborgarsvæðinu í dag.

„Þau eru orðin nokkur tilvikin þar sem bílar hafa sigið út fyrir veg. Sem betur fer eru engin alvarleg slys á fólki,“ segir starfsmaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Hann brýnir fyrir fólki að vera ekki á ferð nema það eigi brýnt erindi út. Helstu götur á höfuðborgarsvæðinu séu einnig að lokast og nefnir sem dæmi að afar erfið færð sé á Reykjanesbrautinni í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×