Metverð fékkst fyrir viskíflösku á uppboði Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. janúar 2014 07:00 Þótt þessi flaska hafi verið slegin fyrir metverð er verðið bara tíundipartur af hæsta verði sem greitt hefur verið fyrir viskíflösku. Nordicphotos/AFP Dýrasta viskíflaska sem slegin hefur verið á uppboði var seld hjá Sotheby‘s í Hong Kong fyrir helgi. Um er að ræða sex lítra kristalsflösku af skoska einmöltungsvískíinu Macallan „M“ Decanter Imperiale. Flaskan var seld fyrir 4,9 milljónir Hong Kong dollara (HKD) eða sem svarar rúmlega 72,8 milljónum króna. Í umfjöllun danska viðskiptaritsins Børsen er verðið sagt endurspegla mjög mikla eftirspurn í Asíu eftir mjög góðum viskíum, en þar eru veigarnar í flokki með fjárfestingarkostum á borð við rándýr vín og fasteignir. „Þegar fjárfest er í viskíi snúast viðskiptin um gæði og fágæti varningsins. Í þessu tilviki Macallan er um að ræða sérhannaða flösku frá franska glerframleiðandanum Lalique og það ýtir undir betra verð,“ er haft eftir Robert Sleigh, yfirmanni vínsöludeildar Sotheby‘s í Hong Kong. Fyrra uppboðsmet fyrir viskíflösku hljóðaði upp á sem svarar rúmum 53,3 milljónum króna, en það var einnig fyrir flösku frá Macallan. Børsen bendir á að þó að um háar upphæðir sé að ræða þá sé þarna langt því frá hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir viskíflösku. Bent er á að viskíið Isabella's Islay í sérhannaðri kristalskaröflu settri hvítagulli auk 8.500 demanta og 300 rúbína hafi verið seld á 6,2 milljónir Bandaríkjadala, eða sem svarar rúmum 719 milljónum króna. Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Dýrasta viskíflaska sem slegin hefur verið á uppboði var seld hjá Sotheby‘s í Hong Kong fyrir helgi. Um er að ræða sex lítra kristalsflösku af skoska einmöltungsvískíinu Macallan „M“ Decanter Imperiale. Flaskan var seld fyrir 4,9 milljónir Hong Kong dollara (HKD) eða sem svarar rúmlega 72,8 milljónum króna. Í umfjöllun danska viðskiptaritsins Børsen er verðið sagt endurspegla mjög mikla eftirspurn í Asíu eftir mjög góðum viskíum, en þar eru veigarnar í flokki með fjárfestingarkostum á borð við rándýr vín og fasteignir. „Þegar fjárfest er í viskíi snúast viðskiptin um gæði og fágæti varningsins. Í þessu tilviki Macallan er um að ræða sérhannaða flösku frá franska glerframleiðandanum Lalique og það ýtir undir betra verð,“ er haft eftir Robert Sleigh, yfirmanni vínsöludeildar Sotheby‘s í Hong Kong. Fyrra uppboðsmet fyrir viskíflösku hljóðaði upp á sem svarar rúmum 53,3 milljónum króna, en það var einnig fyrir flösku frá Macallan. Børsen bendir á að þó að um háar upphæðir sé að ræða þá sé þarna langt því frá hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir viskíflösku. Bent er á að viskíið Isabella's Islay í sérhannaðri kristalskaröflu settri hvítagulli auk 8.500 demanta og 300 rúbína hafi verið seld á 6,2 milljónir Bandaríkjadala, eða sem svarar rúmum 719 milljónum króna.
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira