Gjaldeyrishöft og glötuð tækifæri Ólafur Þ. Stephensen skrifar 31. janúar 2014 06:00 Fréttablaðið hefur í vikunni fjallað um gjaldeyrishöftin frá ýmsum hliðum. Í fréttaskýringu í Markaðnum kom fram að erfitt væri að mæla nákvæmlega kostnað íslenzks viðskiptalífs af höftunum. Hann felst ekki sízt í glötuðum tækifærum, af því að íslenzkir fjárfestar eru fastir innan haftanna og erlendir hætta sér ekki inn fyrir þau. Þó er hægt að bregða mælistiku á beinan kostnað við „umsýslu“ haftanna; frá 2009 og þar til í fyrra má áætla kostnað íslenzkra fyrirtækja og Seðlabankans við að sækja um og veita undanþágur frá höftunum á meira en hálfan annan milljarð. Gengið er út frá því að kostnaður við hverja umsókn sé rúmlega 400 þúsund krónur. Þó eru til raunveruleg dæmi um hærri kostnað. Sprotafyrirtækið Clara mat kostnaðinn við að millifæra einn Bandaríkjadal til að stofna dótturfélag í Bandaríkjunum á um 750 þúsund krónur! Tapaður ávinningur íslenzks atvinnulífs vegna gjaldeyrishafta verður líklega fremur mældur í milljörðum eða tugum milljarða. Í Fréttablaðinu í gær var þannig sagt frá því að fyrirtæki sem vinna að þróun jarðvarmaverkefna á alþjóðlegum vettvangi hefðu flestöll hrakizt úr landi vegna gjaldeyrishaftanna. Með því móti hafa þau auðveldari aðgang að fjármagni. Lárus Elíasson, framkvæmdastjóri hjá alþjóðafyrirtækinu Atlas Copco, segir að höftin loki miklum tækifærum og fæli erlenda fjárfesta frá. „Þetta er kannski ekki síður girðing hugans en raunveruleiki, en fólk forðast svona uppstillingar,“ segir hann. Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir í umfjöllun Markaðarins að íslenzk fyrirtæki sem leiti að alþjóðlegu fjármagni verði oft að bregðast við kröfum fjárfesta um að starfsemin verði byggð upp utan Íslands. „Þeir treysta ekki rekstrarumhverfinu hér. Að sjálfsögðu hamlar þetta vexti íslenskra fyrirtækja,“ segir Svana. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, bendir réttilega á að höftin snerti ekki hinn almenna borgara með nægilega beinum hætti til að almennur þrýstingur sé á afnám þeirra. Á meðan fólk getur notað greiðslukortin sín í útlöndum og fengið afgreiddan gjaldeyri, jafnvel þótt það þurfi nú að framvísa farseðli, áttar það sig kannski ekki á því hversu miklum skaða höftin valda; hvernig þau hamla vexti nýrra atvinnugreina og ógna þar með framtíðarlífskjörum á Íslandi. Þeir sem standa í rekstri fyrirtækja átta sig hins vegar æ betur á meinsemdinni. Frosti bendir á að vexti hefðbundinna útflutningsgreina séu takmörk sett og vöxturinn þurfi í auknum mæli að koma frá þekkingariðnaði. „Ég leyfi mér að fullyrða að ef höftin verða hér áfram eftir tíu ár eða tuttugu þá verður starfsemi þessara fyrirtækja í algjöru lágmarki hér á Íslandi.“ Flestir eru sammála um að íslenzka krónan verði hér eftir alltaf í einhvers konar höftum; hún verði aldrei aftur á frjálsum markaði. Það ætti að vera algjört forgangsverkefni stjórnvalda að leita leiða til að taka upp nýjan gjaldmiðil, sem tryggði vöxt nýrra þekkingargreina og um leið lífskjörin á Íslandi í framtíðinni. Því miður er það verkefni ekki efst á dagskránni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið hefur í vikunni fjallað um gjaldeyrishöftin frá ýmsum hliðum. Í fréttaskýringu í Markaðnum kom fram að erfitt væri að mæla nákvæmlega kostnað íslenzks viðskiptalífs af höftunum. Hann felst ekki sízt í glötuðum tækifærum, af því að íslenzkir fjárfestar eru fastir innan haftanna og erlendir hætta sér ekki inn fyrir þau. Þó er hægt að bregða mælistiku á beinan kostnað við „umsýslu“ haftanna; frá 2009 og þar til í fyrra má áætla kostnað íslenzkra fyrirtækja og Seðlabankans við að sækja um og veita undanþágur frá höftunum á meira en hálfan annan milljarð. Gengið er út frá því að kostnaður við hverja umsókn sé rúmlega 400 þúsund krónur. Þó eru til raunveruleg dæmi um hærri kostnað. Sprotafyrirtækið Clara mat kostnaðinn við að millifæra einn Bandaríkjadal til að stofna dótturfélag í Bandaríkjunum á um 750 þúsund krónur! Tapaður ávinningur íslenzks atvinnulífs vegna gjaldeyrishafta verður líklega fremur mældur í milljörðum eða tugum milljarða. Í Fréttablaðinu í gær var þannig sagt frá því að fyrirtæki sem vinna að þróun jarðvarmaverkefna á alþjóðlegum vettvangi hefðu flestöll hrakizt úr landi vegna gjaldeyrishaftanna. Með því móti hafa þau auðveldari aðgang að fjármagni. Lárus Elíasson, framkvæmdastjóri hjá alþjóðafyrirtækinu Atlas Copco, segir að höftin loki miklum tækifærum og fæli erlenda fjárfesta frá. „Þetta er kannski ekki síður girðing hugans en raunveruleiki, en fólk forðast svona uppstillingar,“ segir hann. Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir í umfjöllun Markaðarins að íslenzk fyrirtæki sem leiti að alþjóðlegu fjármagni verði oft að bregðast við kröfum fjárfesta um að starfsemin verði byggð upp utan Íslands. „Þeir treysta ekki rekstrarumhverfinu hér. Að sjálfsögðu hamlar þetta vexti íslenskra fyrirtækja,“ segir Svana. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, bendir réttilega á að höftin snerti ekki hinn almenna borgara með nægilega beinum hætti til að almennur þrýstingur sé á afnám þeirra. Á meðan fólk getur notað greiðslukortin sín í útlöndum og fengið afgreiddan gjaldeyri, jafnvel þótt það þurfi nú að framvísa farseðli, áttar það sig kannski ekki á því hversu miklum skaða höftin valda; hvernig þau hamla vexti nýrra atvinnugreina og ógna þar með framtíðarlífskjörum á Íslandi. Þeir sem standa í rekstri fyrirtækja átta sig hins vegar æ betur á meinsemdinni. Frosti bendir á að vexti hefðbundinna útflutningsgreina séu takmörk sett og vöxturinn þurfi í auknum mæli að koma frá þekkingariðnaði. „Ég leyfi mér að fullyrða að ef höftin verða hér áfram eftir tíu ár eða tuttugu þá verður starfsemi þessara fyrirtækja í algjöru lágmarki hér á Íslandi.“ Flestir eru sammála um að íslenzka krónan verði hér eftir alltaf í einhvers konar höftum; hún verði aldrei aftur á frjálsum markaði. Það ætti að vera algjört forgangsverkefni stjórnvalda að leita leiða til að taka upp nýjan gjaldmiðil, sem tryggði vöxt nýrra þekkingargreina og um leið lífskjörin á Íslandi í framtíðinni. Því miður er það verkefni ekki efst á dagskránni.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun