Að velja bestu leiðina Þórarinn Eyfjörð skrifar 14. febrúar 2014 06:00 Í mörg ár og áratugi hefur þjóðin vonað að Ísland yrði ferðamannaparadís. Hingað til lands myndu útlendingar streyma og bera með sér gull til hagsbóta fyrir fámenna þjóð við ysta haf. Hugmyndin um öfluga ferðaþjónustu og traustan ferðamannaiðnað hefur alltaf verið góðra gjalda verð. Íslendingar vita að land þeirra býr yfir einstökum töfrum, stórkostlegri náttúru og fegurð óbyggða sem á sér fáa samnefnara. Fallega staði má finna víða en sérstaða Íslands og aðdráttarafl er fjölbreytileikinn, ósnert víðerni og náttúrukraftar. Það er mál margra að nú sé Ísland orðið uppselt. Landið þoli illa fleiri ferðamenn og 7-800 þúsund gestir á ári sé hæfilegur fjöldi. Landsvæði og náttúruperlur hafa látið á sjá og sumir vinsælir ferðamannastaðir eru komnir að efstu þolmörkum, enda upplifa ferðamenn allt of mikið fjölmenni á einstaka stöðum. Troðning og kraðak. Náttúruperlur og vinsælir ferðamannastaðir kalla nú á viðhald, sérstaka umhyggju og lagfæringar. Til þess þarf fjármagn. Það fé á núna að koma frá þeim sem nota og njóta. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur unnið að tillögum um fjármögnunarleiðir um skeið. Þar hefur ráðherra verið fastur í hugmynd um náttúrupassa. Þann 15. nóvember síðastliðinn brást hún við harðri gagnrýni á náttúrupassann, sem kom fram á Umhverfisþingi síðastliðið haust. Sagði hún í viðtali við RÚV að gagnrýni á náttúrupassann væri ekki tímabær þar sem ekki væri búið að útfæra framkvæmdina. Versta mögulega leiðin Fyrir síðustu helgi fullyrti hún í viðtali að náttúrupassinn yrði tekinn upp á þessu ári þó gjaldtaka hæfist ekki fyrr en síðar. Þá hlýtur náttúrupassinn að verða orðinn útfærður og gagnrýni tímabær. Hugmyndin um náttúrupassa til að fjármagna eðlileg og nauðsynleg verkefni til viðhalds og verndar náttúru Íslands er versta mögulega leiðin sem í boði er. Sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar er mótuð af ríkri tilfinningu fyrir sameigninni á hálendi Íslands. Óspilltri náttúru og öræfum sem búa yfir fágætri fegurð. Náttúruperlum og ómengaðri jökla- og fjallasýn sem er óviðjafnanleg. Þessa sameign okkar og tilfinningu þjóðarinnar gagnvart henni verður að vernda sama hvað það kostar. Þetta hefur almenningur og forystufólk vitað um aldir og tryggt aðgengi þjóðarinnar með ríkum og heilögum almannarétti til umgengni við landið. Það er í hrópandi mótsögn við grunnhugmyndina um almannarétt, og raunar hreint glapræði, ef íslenskar fjölskyldur eiga að greiða beint fyrir náttúrupassa til að fá að ferðast um hálendið og náttúruperlur með börn sín. Þetta er landið sem börnin okkar eiga að erfa og njóta og hugmyndin um náttúrupassa ræðst gegn tengslum þjóðarinnar við landið og náttúruna. Fyrir nú utan það hversu fráleit framkvæmdin við náttúrupassa yrði. Flókin og götótt. Það liggur fyrir einföld og skilvirk hugmynd að leið sem auðvelt yrði að útfæra og myndi skila sér margfalt betur. Það er leið komu- eða brottfarargjalds á alla ferðamenn til eða frá landinu. Einfalt og árangursríkt. Tryggja þyrfti þó að allir sem gjaldið greiddu myndu aðeins greiða það einu sinni á ári, þannig að þeir sem ferðuðust oftar myndu ekki greiða gjaldið oftar innan ársins. Hvernig væri nú að ganga fram með góðu fordæmi og velja bestu leiðina sem í boði er? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í mörg ár og áratugi hefur þjóðin vonað að Ísland yrði ferðamannaparadís. Hingað til lands myndu útlendingar streyma og bera með sér gull til hagsbóta fyrir fámenna þjóð við ysta haf. Hugmyndin um öfluga ferðaþjónustu og traustan ferðamannaiðnað hefur alltaf verið góðra gjalda verð. Íslendingar vita að land þeirra býr yfir einstökum töfrum, stórkostlegri náttúru og fegurð óbyggða sem á sér fáa samnefnara. Fallega staði má finna víða en sérstaða Íslands og aðdráttarafl er fjölbreytileikinn, ósnert víðerni og náttúrukraftar. Það er mál margra að nú sé Ísland orðið uppselt. Landið þoli illa fleiri ferðamenn og 7-800 þúsund gestir á ári sé hæfilegur fjöldi. Landsvæði og náttúruperlur hafa látið á sjá og sumir vinsælir ferðamannastaðir eru komnir að efstu þolmörkum, enda upplifa ferðamenn allt of mikið fjölmenni á einstaka stöðum. Troðning og kraðak. Náttúruperlur og vinsælir ferðamannastaðir kalla nú á viðhald, sérstaka umhyggju og lagfæringar. Til þess þarf fjármagn. Það fé á núna að koma frá þeim sem nota og njóta. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur unnið að tillögum um fjármögnunarleiðir um skeið. Þar hefur ráðherra verið fastur í hugmynd um náttúrupassa. Þann 15. nóvember síðastliðinn brást hún við harðri gagnrýni á náttúrupassann, sem kom fram á Umhverfisþingi síðastliðið haust. Sagði hún í viðtali við RÚV að gagnrýni á náttúrupassann væri ekki tímabær þar sem ekki væri búið að útfæra framkvæmdina. Versta mögulega leiðin Fyrir síðustu helgi fullyrti hún í viðtali að náttúrupassinn yrði tekinn upp á þessu ári þó gjaldtaka hæfist ekki fyrr en síðar. Þá hlýtur náttúrupassinn að verða orðinn útfærður og gagnrýni tímabær. Hugmyndin um náttúrupassa til að fjármagna eðlileg og nauðsynleg verkefni til viðhalds og verndar náttúru Íslands er versta mögulega leiðin sem í boði er. Sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar er mótuð af ríkri tilfinningu fyrir sameigninni á hálendi Íslands. Óspilltri náttúru og öræfum sem búa yfir fágætri fegurð. Náttúruperlum og ómengaðri jökla- og fjallasýn sem er óviðjafnanleg. Þessa sameign okkar og tilfinningu þjóðarinnar gagnvart henni verður að vernda sama hvað það kostar. Þetta hefur almenningur og forystufólk vitað um aldir og tryggt aðgengi þjóðarinnar með ríkum og heilögum almannarétti til umgengni við landið. Það er í hrópandi mótsögn við grunnhugmyndina um almannarétt, og raunar hreint glapræði, ef íslenskar fjölskyldur eiga að greiða beint fyrir náttúrupassa til að fá að ferðast um hálendið og náttúruperlur með börn sín. Þetta er landið sem börnin okkar eiga að erfa og njóta og hugmyndin um náttúrupassa ræðst gegn tengslum þjóðarinnar við landið og náttúruna. Fyrir nú utan það hversu fráleit framkvæmdin við náttúrupassa yrði. Flókin og götótt. Það liggur fyrir einföld og skilvirk hugmynd að leið sem auðvelt yrði að útfæra og myndi skila sér margfalt betur. Það er leið komu- eða brottfarargjalds á alla ferðamenn til eða frá landinu. Einfalt og árangursríkt. Tryggja þyrfti þó að allir sem gjaldið greiddu myndu aðeins greiða það einu sinni á ári, þannig að þeir sem ferðuðust oftar myndu ekki greiða gjaldið oftar innan ársins. Hvernig væri nú að ganga fram með góðu fordæmi og velja bestu leiðina sem í boði er?
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun