Þórarinn Eyfjörð

Þetta er alveg orðið alveg ágætt
Við mótmælum 10. september. Árum saman hefur það verið reynsla almennings að það er sama hvernig hagkerfið veltist og snýst, alltaf skal almenningur borga brúsann og bera skarðan hlut frá borði.

Þjóðarsátt – um hvað og fyrir hverja?
Kjarasamningar starfsfólks hjá ríkinu og sveitarfélögum sem eru innan BSRB, BHM og KÍ renna flestir út þann 31. mars næstkomandi en kjarasamningar verkalýðsfélaga innan ASÍ og á almenna markaðnum renna út um næstu mánaðarmót. Það er mikilvægt að vel takist til við samningaborðið því stétta- og verkalýðsfélögin og bandalög þeirra verða að ná góðum árangri fyrir félagsfólk sitt. Launafólk verður að fá fullvissu um að kjarasamningar hverju sinni séu skref fram á við, bæði í beinhörðum launagreiðslum og öðrum þáttum sem hafa mikil áhrif á afkomu fólks og gangverk samfélagsins í heild.

Katrín og kvennabaráttan
Þann 24. október, á degi Kvennaverkfallsins, tók Stefán Eiríksson útvarpsstjóri viðtal í þættinum Segðu mér á Rás 1 við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um jafnréttismál. Katrín sagði í upphafi þáttar að hún væri femínisti og það hefði verið hluti af hennar heimi síðan hún var barn.

Þú átt leik Katrín
Kæra Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Það var ánægjuleg að fylgjast með þátttöku þinni í Kvennaverkfallinu. Þú sýndir með framgöngu þinni að þú hafnar því að vera bara hlutlaus áhorfandi. Þú velur að stíga ákveðið fram á sviðið og krefjast þess, eins og annað jafnréttissinnað fólk, að kynbundin launamunur verði leiðréttur.

Ráðherra vill skera niður laun kvenna sem halda hjólum samfélagsins gangandi
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í Silfrinu í gærkvöld að ofbeldi gegn konum líktist farsótt sem taka þurfi á líkt og öðrum farsóttum. Þessi ummæli Ingibjargar Sólrúnar eru rétt og þessa farsótt verður að uppræta á íslenskum vinnumarkaði. Það kallar á endurmat á virði kvennastétta og viðhorfsbreytingu stjórnvalda sem með aðgerðum sínum og aðgerðarleysi halda stórum kvennastéttum í helgreipum lágra launa.

Siðferðinu kastað á bálið
Félagsfólk í aðildarfélögum BSRB og starfsfólk sveitarfélaganna utan Reykjavíkur er nú í verkfalli um land allt og krefst sömu launa fyrir sömu störf – eðlilega. Enda er ekki nema sjálfsagt að starfsfélagar sem vinna sömu störf, oft hlið við hlið á sama vinnustaðnum, fái jafn mikið greitt fyrir sína vinnu.

Geðþóttaákvarðanir valdhafanna
Það er orðin brýn samfélagsleg spurning hvort Seðlabankinn og seðlabankastjóri valdi hlutverki sínu. Þrettánda stýrivaxtahækkunin í röð skall á þjóðinni í síðustu viku og ef rýnt er í spilin þá má skilja að enn frekari stýrivaxtahækkanir séu fram undan.

Látum þau bara borga brúsann
Í vikunni hækkuðu stýrivextir um eitt prósentustig og ekki verður annað séð en að það sé meðvituð stefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að láta raðstýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands lenda sem mest og verst á almennu launafólki.

Villuljós í Vikulokum
Það var áhugavert að hlusta á kunnuglega orðræðu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um launaþróunina í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 sl. laugardag. Þar ræddi oddvitinn um hvernig hún vill skerða þjónustu Reykjavíkurborgar, skerða réttindi opinbers starfsfólks og ná þannig fram hagræðingu í fjármálum borgarinnar.

Villandi umræða um laun á milli markaða
Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um opinberra starfsmenn á undanförnum vikum. Hefur því meðal annars verið haldið fram, að opinber rekstur sé að þenjast út með tilheyrandi fjölgun opinberra starfsmanna, og að launaþróun þeirra leiði launamyndun á atvinnumarkaði. Báðar þessar fullyrðingar eiga sér enga stoð.

Náttúrupassi býr til nýja stétt landgreifa
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, heldur sig við sama heygarðshornið í baráttu sinni fyrir svokölluðum náttúrupassa. Herferð sinni fyrir þessari afleitu hugmynd heldur hún áfram þrátt fyrir afgerandi andstöðu allra hagsmunaaðila

Þú skalt verða auðsveipur og undirgefinn þiggjandi
Sjálfsmynd þjóðar er merkilegt fyrirbæri. Hún segir þjóð hver hún er, hvaðan hún kemur og mögulega er hún leiðsögn um hvert best væri að stefna inn í framtíðina.

Náttúrunni er ógnað
Oft hefur það verið talið til góðrar stjórnkænsku að getað hlustað eftir tíðarandanum. Þannig er góðum stjórnvöldum á hverjum tíma nauðsynlegt að geta greint hvernig viðhorf og viðmiðanir breytast, hvernig kraftar samfélagsins finna sér farveg og hvernig verðmætamat almennings þroskast og þróast.

Þið eruð óþörf – út með ykkur!
Það var dapurleg kveðja sem ríkisstarfsmenn fengu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, á forsíðu Fréttablaðsins þann 24. september síðastliðinn.

Að velja bestu leiðina
Í mörg ár og áratugi hefur þjóðin vonað að Ísland yrði ferðamannaparadís. Hingað til lands myndu útlendingar streyma og bera með sér gull til hagsbóta fyrir fámenna þjóð við ysta haf. Hugmyndin um öfluga ferðaþjónustu og traustan ferðamannaiðnað hefur alltaf verið góðra gjalda verð. Íslendingar vita að land þeirra býr yfir einstökum töfrum,

Laugavegurinn – ábyrgð og lagfæringar
Athyglisvert viðtal við Ólaf Örn Haraldsson, forseta Ferðafélags Íslands, birtist í fréttablaðinu þann 29. nóvember síðastliðinn. Tilefni viðtalsins var undangengin umfjöllun í fjölmiðlum um slakt ástand í Landmannalaugum og gönguleiðum á Laugaveginum svokallaða. Umfjöllun sú sem vitnað er til var einkar þörf og með

Fagleg vinnubrögð, oft var þörf en nú er nauðsyn!
Ríkisendurskoðun hefur af einhverjum ástæðum gengið fram fyrir skjöldu og gert þá kröfu, að lögum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna verði breytt. Breytingarnar eiga að gera forstöðumönnum auðveldara fyrir að