Leiðtogar tuttugu helstu iðnríkja heimsins hafa samþykkt að koma á fót áætlun sem á að auka þjóðarframleiðslu um meira en tvær billjónir króna næstu fimm ár.
Joe Hockey, fjármálaráðherra Ástralíu, þar sem leiðtogaráðstefnan var haldin, sagði að samþykktin ætti sér engin fordæmi. Hún á að auka þjóðarframleiðslu G-20-ríkjanna um tvö prósent næstu fimm árin, til viðbótar við það sem áður hafði verið reiknað með. Þetta gæti skapað tugi milljóna starfa.
G-20-ríkin samanstanda af ríkjum sem ráða yfir um 85 prósentum af efnahagi heimsins, þar á meðal Bandaríkjunum og Kína.
Á fundinum var samþykkt að „auka þjóðarframleiðslu heimsins umtalsvert“ án þess að hækka skatta. Til að það geti gerst ætla þau að hvetja til aukinnar samkeppni og efla fjárfestingu, atvinnu og viðskipti.
Jack Lew, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði samkomulagið nauðsynlegt til að „snúa við blaðinu“ í endurreisn á efnahagi heimsins.
Þjóðarframleiðsla aukin um 2%
Freyr Bjarnason skrifar

Mest lesið

Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent

Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap
Viðskipti innlent


Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu
Viðskipti innlent

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi
Viðskipti innlent
