Gabbaðir lesendur reiðast Ugla Egilsdóttir skrifar 26. febrúar 2014 13:00 Hvað má segja? "Stundum stígur einhver fjölskyldumeðlimur fram og segir að eitthvað hafi ekki gerst eins og sagt er frá.“ „Þegar lesendum sjálfsævisagna finnst þeir hafa verið gabbaðir á einhvern máta blossar oft upp reiði,“ segir Gunnþórunn Guðmundsdóttir, dósent í bókmenntum við Háskóla Íslands, sem verður með bókaspjall sem nefnist Sjálfsævisagan og sannleikurinn á Bókakaffi í Gerðubergi í kvöld. „Á Bókakaffinu ætla ég að nefna ýmis dæmi úr bókmenntasögunni þar sem einhver verk eru gefin út sem sjálfsævisögur, en eru mestmegnis skáldskapur, og fjalla um viðbrögð lesenda þegar þeir komast að því. Þá fer oft af stað umræða um svik. Það er eins og við gerum allt aðrar væntingar til þessarar tegundar bókmennta heldur en til skáldskapar. Til dæmis þóttist svissneskur höfundur hafa verið í útrýmingarbúðum nasista, en reyndist aldrei hafa komið þangað. Það má líka nefna bók sem kom út á íslensku fyrir nokkrum árum. Hún heitir Mölbrotinn og er eftir James Frey. Það varð mikið hneyksli í Bandaríkjunum þegar kom í ljós nokkrum árum seinna að bókin, sem var auglýst sem sjálfsævisaga, var meira og minna skáldskapur. Höfundurinn sagðist hafa lent í alls konar hremmingum vegna dópneyslu, sem kom á daginn að var stórlega ýkt. Í ljós kom að höfundurinn hafði sent handritið á milli útgefenda og alltaf fengið neitun, þar til hann sagði að bókin væri sjálfsævisaga. Höfundurinn fór í viðtal til Opruh Winfrey og bað lesendur afsökunar.“ Sjálfsævisagan þarf ekki að vera hreinn uppspuni til þess að svona gagnrýni komi fram. „Stundum stígur einhver fjölskyldumeðlimur fram og segir að eitthvað hafi ekki gerst eins og sagt er frá,“ segir Gunnþórunn. „Við höfum ákveðnar hugmyndir um hvað við teljum að eigi heima í slíkum bókmenntum og gerum kröfu um sannsögli. En við erum kannski ekkert endilega að hugsa út í að minnið er brigðult og það sem við getum sagt um fortíðina er mjög litað af samtímanum þannig að það er kannski ekki hægt að biðja um sannleika,“ segir Gunnþórunn. Bókakaffið nefnist Lygar, ýkjur og fals, og fer fram í Gerðubergi klukkan 20 í kvöld. Aðgangur ókeypis. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þegar lesendum sjálfsævisagna finnst þeir hafa verið gabbaðir á einhvern máta blossar oft upp reiði,“ segir Gunnþórunn Guðmundsdóttir, dósent í bókmenntum við Háskóla Íslands, sem verður með bókaspjall sem nefnist Sjálfsævisagan og sannleikurinn á Bókakaffi í Gerðubergi í kvöld. „Á Bókakaffinu ætla ég að nefna ýmis dæmi úr bókmenntasögunni þar sem einhver verk eru gefin út sem sjálfsævisögur, en eru mestmegnis skáldskapur, og fjalla um viðbrögð lesenda þegar þeir komast að því. Þá fer oft af stað umræða um svik. Það er eins og við gerum allt aðrar væntingar til þessarar tegundar bókmennta heldur en til skáldskapar. Til dæmis þóttist svissneskur höfundur hafa verið í útrýmingarbúðum nasista, en reyndist aldrei hafa komið þangað. Það má líka nefna bók sem kom út á íslensku fyrir nokkrum árum. Hún heitir Mölbrotinn og er eftir James Frey. Það varð mikið hneyksli í Bandaríkjunum þegar kom í ljós nokkrum árum seinna að bókin, sem var auglýst sem sjálfsævisaga, var meira og minna skáldskapur. Höfundurinn sagðist hafa lent í alls konar hremmingum vegna dópneyslu, sem kom á daginn að var stórlega ýkt. Í ljós kom að höfundurinn hafði sent handritið á milli útgefenda og alltaf fengið neitun, þar til hann sagði að bókin væri sjálfsævisaga. Höfundurinn fór í viðtal til Opruh Winfrey og bað lesendur afsökunar.“ Sjálfsævisagan þarf ekki að vera hreinn uppspuni til þess að svona gagnrýni komi fram. „Stundum stígur einhver fjölskyldumeðlimur fram og segir að eitthvað hafi ekki gerst eins og sagt er frá,“ segir Gunnþórunn. „Við höfum ákveðnar hugmyndir um hvað við teljum að eigi heima í slíkum bókmenntum og gerum kröfu um sannsögli. En við erum kannski ekkert endilega að hugsa út í að minnið er brigðult og það sem við getum sagt um fortíðina er mjög litað af samtímanum þannig að það er kannski ekki hægt að biðja um sannleika,“ segir Gunnþórunn. Bókakaffið nefnist Lygar, ýkjur og fals, og fer fram í Gerðubergi klukkan 20 í kvöld. Aðgangur ókeypis.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira