Hráolíuverð hækkaði lítillega á mörkuðum í Asíu í morgun, eftir að hafa lækkað snarpt í gær. Deginum áður rauk verðið upp vegna áhrifa af óvissuástandi í Úkraínu og mögulegra refsiaðgerða á hendur Rússum. Rússland er eitt af helstu orkuframleiðslulöndum heims.
Um miðjan dag í gær hafði verð á hráolíu til afhendingar í apríl lækkað um 1,58 dali tunnan og stóð í 103,34 dölum á markaði í New York, að því er fréttaveita AP greinir frá.
Á mánudag hafði verðið hækkað um 2,33 dali og endaði tunnuverðið í 104,92 dölum.
Brent-hráolía, sem er notuð sem viðmið í verðlagningu á fleiri tegundum hráolíu víða um heim, lækkaði í gær um 1,83 dali í ICE Futures-kauphöllinni í Lundúnum í 109,37 dali tunnan.
Sveiflur á verði hráolíu
Óli Kristján Ármannsson skrifar

Mest lesið

Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent


Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion
Viðskipti innlent

Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland
Viðskipti innlent

Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila
Viðskipti innlent

Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra
Viðskipti innlent

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent

Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri
Viðskipti innlent