Kýpur hefur í annarri atrennu samþykkt umdeild lög sem heimila sölu fjölda ríkisfyrirtækja. Landið fær í kjölfarið næsta skammt neyðaraðstoðar sem samið hafði verið um.
Lögin voru samþykkt í gær með 30 atkvæðum gegn 26 og var þar með snúið við ákvörðun þingsins frá því fyrir helgi. Núna naut ríkisstjórnin stuðnings lítils hægriflokks á móti eftirgjöf á vinnuöryggislöggjöf.
Ríkisstjórnin sagði að yrðu lögin ekki samþykkt ætti landið á hættu gjaldþrot á næstu mánuðum.
