Sæstrengslausnin Sighvatur Björgvinsson skrifar 7. mars 2014 07:00 Nú eru liðin tuttugu ár frá því fyrst var hugað að lagningu sæstrengs frá Íslandi til Bretlands til sölu á raforku. Þá – eins og nú – sagðist breskur ævintýramaður vera reiðubúinn að afla fjármuna til þess að greiða kostnaðinn við lagningu sæstrengsins auk þess að segjast hafa tilbúinn markað fyrir orkuna. Við skoðun á málinu kom m.a. eftirfarandi í ljós:1. Þar sem leggja þurfti sæstrenginn bæði um alþjóðlegt hafsvæði sem og um landgrunn í lögsögu annara ríkja voru fjölmörg og flókin úrlausnarefnin bæði í tengslum við lögfræðileg og umhverfisleg álitaefni. Sjálfsagt má leysa þau en þá með ærnum undirbúningi og umtalsverðum kostnaði.2. Bresk stjórnvöld færðu m.a. fram það álit sitt að bæði þar sem umræddur sæstrengur færi frá landi og kæmi á land skapaðist mikið segulsvið sem myndi m.a. hafa neikvæð áhrif á strandgæsluþarfir Breta. Nauðsynlegt væri að þeirra áliti að leggja tvo sæstrengi nánast hlið við hlið til þess að eyða seguláhrifunum. Þær framfarir hafa sennilega orðið á strandgæslu sjóveldisins, að þess væri líklega ekki lengur þörf. Þó er aldrei að vita.3. Nú er eftir óvirkjuð álíka mikil orka á Íslandi og þegar er búið að virkja – þó svo hafi ekki verið fyrir 20 árum, þ.e. áður en ráðist var í virkjun á Kárahnjúkum. Öll sú óvirkjaða orka dugar ekki til að fullnægja nema sem svarar orkuþörf Glasgow-borgar. Í Evrópu eru þær margar, Glasgowborgirnar. Hvernig sú firra hefur komist inn í hausinn á Íslendingum að íslensk orka muni nánast leysa öll grænorkuvandamál Evrópu er mér hulin ráðgáta.4. Verði lagður sæstrengur þyrfti að virkja öll enn óvirkjuð svæði á Íslandi til þess að framkvæmdin skilaði arði. Orkuvandamál Evrópu yrðu engu að síður þau hin sömu eftir sem áður. Þó Íslendingar séu öllum þjóðum meiri og merkari getur íslenska orkan samt ekki bjargað heiminum. Ekkert fremur en hin íslenska afburðaþekking á rekstri banka og fjármálastofnana gat orkað meiru en að setja íslensku þjóðina sjálfa á hausinn og draga velviljaða útlenda lánardrottna með í fallinu.5. Verði sæstrengslausnin valin yrði innan fárra ára engar virkjanlegar en óvirkjaðar orkulindir eftir á Íslandi. Búið verður þá að ráðstafa því öllu til sölu á erlendum markaði um sæstreng og enginn varaforði eftir til framtíðar. Útlendingar myndu líklega segja að slíkt væri í fullu samræmi við þá áráttu Íslendinga að geta aldrei hugsað í öðru en skammtímalausnum. Aldrei séð neina framtíð fyrir sér. En auðvitað hafa útlendingar alltaf rangt fyrir sér.6. Hingað til hefur þjóðin haft áhuga á að nýta sér virkjanlega íslenska orku í landinu sjálfu þannig að virðisaukinn af nýtingu hennar verði eftir í landinu. Verði sæstrengslausnin valin er orkan flutt „óunnin“ út og nýting hennar á erlendri grundu myndi þá skapa erlendu vinnuafli tekjur og erlendum stjórnvöldum skatttekjur. Er það auðvitað í fullu samræmi við einlægan áhuga íslensku þjóðarinnar á að Evrópusambandið og þegnar þess hafi sem allra mestan ávinning af nýtingu íslenskra auðlinda. Án efa mun núverandi ríkisstjórn vera uppfull af áhuga á að stuðla að slíkum lausnum, ekki hvað síst þau Sigmundur Davíð, Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar.7. Með beintengingu orkusölunnar við Evrópu myndi hér – eins og í Noregi – hinn íslenski orkusölumarkaður þurfa að laga sig að markaðinum á meginlandi Evrópu. Orkuverðið á Íslandi myndi því verða að hækka til samræmis við það. Formælendur sæstrengjalausnarinnar segjast sjá einfalt ráð við því. Íslenska ríkið eigi þá bara að niðurgreiða orkuna til íslenskra notenda. M.ö.o. íslenskir skattborgarar – sem eru þeir hinir sömu og þurfa að borga til muna hærra orkuverð – eiga þá með hækkandi sköttum að borga sjálfum sér aftur til baka kostnaðinn af sæstrengjalausninni. Þetta myndum við Ísfirðingarnir nefna Münchausen-lausnina – þ.e. að maður eigi að draga sjálfan sig og reiðskjótann með upp úr keldunni á eigin hári. Sæstrengjalausninni var vikið út af borðinu fyrir tuttugu árum – með glotti. Vonandi er eitthvað af slíkum húmor enn eftir í landinu. Þrátt fyrir hrunið – eða e.t.v. einmitt vegna þess. Vegna þess er þörfin meiri nú en fyrir tuttugu árum. Þörfin meiri bæði fyrir hugsun – og húmor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru liðin tuttugu ár frá því fyrst var hugað að lagningu sæstrengs frá Íslandi til Bretlands til sölu á raforku. Þá – eins og nú – sagðist breskur ævintýramaður vera reiðubúinn að afla fjármuna til þess að greiða kostnaðinn við lagningu sæstrengsins auk þess að segjast hafa tilbúinn markað fyrir orkuna. Við skoðun á málinu kom m.a. eftirfarandi í ljós:1. Þar sem leggja þurfti sæstrenginn bæði um alþjóðlegt hafsvæði sem og um landgrunn í lögsögu annara ríkja voru fjölmörg og flókin úrlausnarefnin bæði í tengslum við lögfræðileg og umhverfisleg álitaefni. Sjálfsagt má leysa þau en þá með ærnum undirbúningi og umtalsverðum kostnaði.2. Bresk stjórnvöld færðu m.a. fram það álit sitt að bæði þar sem umræddur sæstrengur færi frá landi og kæmi á land skapaðist mikið segulsvið sem myndi m.a. hafa neikvæð áhrif á strandgæsluþarfir Breta. Nauðsynlegt væri að þeirra áliti að leggja tvo sæstrengi nánast hlið við hlið til þess að eyða seguláhrifunum. Þær framfarir hafa sennilega orðið á strandgæslu sjóveldisins, að þess væri líklega ekki lengur þörf. Þó er aldrei að vita.3. Nú er eftir óvirkjuð álíka mikil orka á Íslandi og þegar er búið að virkja – þó svo hafi ekki verið fyrir 20 árum, þ.e. áður en ráðist var í virkjun á Kárahnjúkum. Öll sú óvirkjaða orka dugar ekki til að fullnægja nema sem svarar orkuþörf Glasgow-borgar. Í Evrópu eru þær margar, Glasgowborgirnar. Hvernig sú firra hefur komist inn í hausinn á Íslendingum að íslensk orka muni nánast leysa öll grænorkuvandamál Evrópu er mér hulin ráðgáta.4. Verði lagður sæstrengur þyrfti að virkja öll enn óvirkjuð svæði á Íslandi til þess að framkvæmdin skilaði arði. Orkuvandamál Evrópu yrðu engu að síður þau hin sömu eftir sem áður. Þó Íslendingar séu öllum þjóðum meiri og merkari getur íslenska orkan samt ekki bjargað heiminum. Ekkert fremur en hin íslenska afburðaþekking á rekstri banka og fjármálastofnana gat orkað meiru en að setja íslensku þjóðina sjálfa á hausinn og draga velviljaða útlenda lánardrottna með í fallinu.5. Verði sæstrengslausnin valin yrði innan fárra ára engar virkjanlegar en óvirkjaðar orkulindir eftir á Íslandi. Búið verður þá að ráðstafa því öllu til sölu á erlendum markaði um sæstreng og enginn varaforði eftir til framtíðar. Útlendingar myndu líklega segja að slíkt væri í fullu samræmi við þá áráttu Íslendinga að geta aldrei hugsað í öðru en skammtímalausnum. Aldrei séð neina framtíð fyrir sér. En auðvitað hafa útlendingar alltaf rangt fyrir sér.6. Hingað til hefur þjóðin haft áhuga á að nýta sér virkjanlega íslenska orku í landinu sjálfu þannig að virðisaukinn af nýtingu hennar verði eftir í landinu. Verði sæstrengslausnin valin er orkan flutt „óunnin“ út og nýting hennar á erlendri grundu myndi þá skapa erlendu vinnuafli tekjur og erlendum stjórnvöldum skatttekjur. Er það auðvitað í fullu samræmi við einlægan áhuga íslensku þjóðarinnar á að Evrópusambandið og þegnar þess hafi sem allra mestan ávinning af nýtingu íslenskra auðlinda. Án efa mun núverandi ríkisstjórn vera uppfull af áhuga á að stuðla að slíkum lausnum, ekki hvað síst þau Sigmundur Davíð, Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar.7. Með beintengingu orkusölunnar við Evrópu myndi hér – eins og í Noregi – hinn íslenski orkusölumarkaður þurfa að laga sig að markaðinum á meginlandi Evrópu. Orkuverðið á Íslandi myndi því verða að hækka til samræmis við það. Formælendur sæstrengjalausnarinnar segjast sjá einfalt ráð við því. Íslenska ríkið eigi þá bara að niðurgreiða orkuna til íslenskra notenda. M.ö.o. íslenskir skattborgarar – sem eru þeir hinir sömu og þurfa að borga til muna hærra orkuverð – eiga þá með hækkandi sköttum að borga sjálfum sér aftur til baka kostnaðinn af sæstrengjalausninni. Þetta myndum við Ísfirðingarnir nefna Münchausen-lausnina – þ.e. að maður eigi að draga sjálfan sig og reiðskjótann með upp úr keldunni á eigin hári. Sæstrengjalausninni var vikið út af borðinu fyrir tuttugu árum – með glotti. Vonandi er eitthvað af slíkum húmor enn eftir í landinu. Þrátt fyrir hrunið – eða e.t.v. einmitt vegna þess. Vegna þess er þörfin meiri nú en fyrir tuttugu árum. Þörfin meiri bæði fyrir hugsun – og húmor.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun