Sæstrengslausnin Sighvatur Björgvinsson skrifar 7. mars 2014 07:00 Nú eru liðin tuttugu ár frá því fyrst var hugað að lagningu sæstrengs frá Íslandi til Bretlands til sölu á raforku. Þá – eins og nú – sagðist breskur ævintýramaður vera reiðubúinn að afla fjármuna til þess að greiða kostnaðinn við lagningu sæstrengsins auk þess að segjast hafa tilbúinn markað fyrir orkuna. Við skoðun á málinu kom m.a. eftirfarandi í ljós:1. Þar sem leggja þurfti sæstrenginn bæði um alþjóðlegt hafsvæði sem og um landgrunn í lögsögu annara ríkja voru fjölmörg og flókin úrlausnarefnin bæði í tengslum við lögfræðileg og umhverfisleg álitaefni. Sjálfsagt má leysa þau en þá með ærnum undirbúningi og umtalsverðum kostnaði.2. Bresk stjórnvöld færðu m.a. fram það álit sitt að bæði þar sem umræddur sæstrengur færi frá landi og kæmi á land skapaðist mikið segulsvið sem myndi m.a. hafa neikvæð áhrif á strandgæsluþarfir Breta. Nauðsynlegt væri að þeirra áliti að leggja tvo sæstrengi nánast hlið við hlið til þess að eyða seguláhrifunum. Þær framfarir hafa sennilega orðið á strandgæslu sjóveldisins, að þess væri líklega ekki lengur þörf. Þó er aldrei að vita.3. Nú er eftir óvirkjuð álíka mikil orka á Íslandi og þegar er búið að virkja – þó svo hafi ekki verið fyrir 20 árum, þ.e. áður en ráðist var í virkjun á Kárahnjúkum. Öll sú óvirkjaða orka dugar ekki til að fullnægja nema sem svarar orkuþörf Glasgow-borgar. Í Evrópu eru þær margar, Glasgowborgirnar. Hvernig sú firra hefur komist inn í hausinn á Íslendingum að íslensk orka muni nánast leysa öll grænorkuvandamál Evrópu er mér hulin ráðgáta.4. Verði lagður sæstrengur þyrfti að virkja öll enn óvirkjuð svæði á Íslandi til þess að framkvæmdin skilaði arði. Orkuvandamál Evrópu yrðu engu að síður þau hin sömu eftir sem áður. Þó Íslendingar séu öllum þjóðum meiri og merkari getur íslenska orkan samt ekki bjargað heiminum. Ekkert fremur en hin íslenska afburðaþekking á rekstri banka og fjármálastofnana gat orkað meiru en að setja íslensku þjóðina sjálfa á hausinn og draga velviljaða útlenda lánardrottna með í fallinu.5. Verði sæstrengslausnin valin yrði innan fárra ára engar virkjanlegar en óvirkjaðar orkulindir eftir á Íslandi. Búið verður þá að ráðstafa því öllu til sölu á erlendum markaði um sæstreng og enginn varaforði eftir til framtíðar. Útlendingar myndu líklega segja að slíkt væri í fullu samræmi við þá áráttu Íslendinga að geta aldrei hugsað í öðru en skammtímalausnum. Aldrei séð neina framtíð fyrir sér. En auðvitað hafa útlendingar alltaf rangt fyrir sér.6. Hingað til hefur þjóðin haft áhuga á að nýta sér virkjanlega íslenska orku í landinu sjálfu þannig að virðisaukinn af nýtingu hennar verði eftir í landinu. Verði sæstrengslausnin valin er orkan flutt „óunnin“ út og nýting hennar á erlendri grundu myndi þá skapa erlendu vinnuafli tekjur og erlendum stjórnvöldum skatttekjur. Er það auðvitað í fullu samræmi við einlægan áhuga íslensku þjóðarinnar á að Evrópusambandið og þegnar þess hafi sem allra mestan ávinning af nýtingu íslenskra auðlinda. Án efa mun núverandi ríkisstjórn vera uppfull af áhuga á að stuðla að slíkum lausnum, ekki hvað síst þau Sigmundur Davíð, Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar.7. Með beintengingu orkusölunnar við Evrópu myndi hér – eins og í Noregi – hinn íslenski orkusölumarkaður þurfa að laga sig að markaðinum á meginlandi Evrópu. Orkuverðið á Íslandi myndi því verða að hækka til samræmis við það. Formælendur sæstrengjalausnarinnar segjast sjá einfalt ráð við því. Íslenska ríkið eigi þá bara að niðurgreiða orkuna til íslenskra notenda. M.ö.o. íslenskir skattborgarar – sem eru þeir hinir sömu og þurfa að borga til muna hærra orkuverð – eiga þá með hækkandi sköttum að borga sjálfum sér aftur til baka kostnaðinn af sæstrengjalausninni. Þetta myndum við Ísfirðingarnir nefna Münchausen-lausnina – þ.e. að maður eigi að draga sjálfan sig og reiðskjótann með upp úr keldunni á eigin hári. Sæstrengjalausninni var vikið út af borðinu fyrir tuttugu árum – með glotti. Vonandi er eitthvað af slíkum húmor enn eftir í landinu. Þrátt fyrir hrunið – eða e.t.v. einmitt vegna þess. Vegna þess er þörfin meiri nú en fyrir tuttugu árum. Þörfin meiri bæði fyrir hugsun – og húmor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú eru liðin tuttugu ár frá því fyrst var hugað að lagningu sæstrengs frá Íslandi til Bretlands til sölu á raforku. Þá – eins og nú – sagðist breskur ævintýramaður vera reiðubúinn að afla fjármuna til þess að greiða kostnaðinn við lagningu sæstrengsins auk þess að segjast hafa tilbúinn markað fyrir orkuna. Við skoðun á málinu kom m.a. eftirfarandi í ljós:1. Þar sem leggja þurfti sæstrenginn bæði um alþjóðlegt hafsvæði sem og um landgrunn í lögsögu annara ríkja voru fjölmörg og flókin úrlausnarefnin bæði í tengslum við lögfræðileg og umhverfisleg álitaefni. Sjálfsagt má leysa þau en þá með ærnum undirbúningi og umtalsverðum kostnaði.2. Bresk stjórnvöld færðu m.a. fram það álit sitt að bæði þar sem umræddur sæstrengur færi frá landi og kæmi á land skapaðist mikið segulsvið sem myndi m.a. hafa neikvæð áhrif á strandgæsluþarfir Breta. Nauðsynlegt væri að þeirra áliti að leggja tvo sæstrengi nánast hlið við hlið til þess að eyða seguláhrifunum. Þær framfarir hafa sennilega orðið á strandgæslu sjóveldisins, að þess væri líklega ekki lengur þörf. Þó er aldrei að vita.3. Nú er eftir óvirkjuð álíka mikil orka á Íslandi og þegar er búið að virkja – þó svo hafi ekki verið fyrir 20 árum, þ.e. áður en ráðist var í virkjun á Kárahnjúkum. Öll sú óvirkjaða orka dugar ekki til að fullnægja nema sem svarar orkuþörf Glasgow-borgar. Í Evrópu eru þær margar, Glasgowborgirnar. Hvernig sú firra hefur komist inn í hausinn á Íslendingum að íslensk orka muni nánast leysa öll grænorkuvandamál Evrópu er mér hulin ráðgáta.4. Verði lagður sæstrengur þyrfti að virkja öll enn óvirkjuð svæði á Íslandi til þess að framkvæmdin skilaði arði. Orkuvandamál Evrópu yrðu engu að síður þau hin sömu eftir sem áður. Þó Íslendingar séu öllum þjóðum meiri og merkari getur íslenska orkan samt ekki bjargað heiminum. Ekkert fremur en hin íslenska afburðaþekking á rekstri banka og fjármálastofnana gat orkað meiru en að setja íslensku þjóðina sjálfa á hausinn og draga velviljaða útlenda lánardrottna með í fallinu.5. Verði sæstrengslausnin valin yrði innan fárra ára engar virkjanlegar en óvirkjaðar orkulindir eftir á Íslandi. Búið verður þá að ráðstafa því öllu til sölu á erlendum markaði um sæstreng og enginn varaforði eftir til framtíðar. Útlendingar myndu líklega segja að slíkt væri í fullu samræmi við þá áráttu Íslendinga að geta aldrei hugsað í öðru en skammtímalausnum. Aldrei séð neina framtíð fyrir sér. En auðvitað hafa útlendingar alltaf rangt fyrir sér.6. Hingað til hefur þjóðin haft áhuga á að nýta sér virkjanlega íslenska orku í landinu sjálfu þannig að virðisaukinn af nýtingu hennar verði eftir í landinu. Verði sæstrengslausnin valin er orkan flutt „óunnin“ út og nýting hennar á erlendri grundu myndi þá skapa erlendu vinnuafli tekjur og erlendum stjórnvöldum skatttekjur. Er það auðvitað í fullu samræmi við einlægan áhuga íslensku þjóðarinnar á að Evrópusambandið og þegnar þess hafi sem allra mestan ávinning af nýtingu íslenskra auðlinda. Án efa mun núverandi ríkisstjórn vera uppfull af áhuga á að stuðla að slíkum lausnum, ekki hvað síst þau Sigmundur Davíð, Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar.7. Með beintengingu orkusölunnar við Evrópu myndi hér – eins og í Noregi – hinn íslenski orkusölumarkaður þurfa að laga sig að markaðinum á meginlandi Evrópu. Orkuverðið á Íslandi myndi því verða að hækka til samræmis við það. Formælendur sæstrengjalausnarinnar segjast sjá einfalt ráð við því. Íslenska ríkið eigi þá bara að niðurgreiða orkuna til íslenskra notenda. M.ö.o. íslenskir skattborgarar – sem eru þeir hinir sömu og þurfa að borga til muna hærra orkuverð – eiga þá með hækkandi sköttum að borga sjálfum sér aftur til baka kostnaðinn af sæstrengjalausninni. Þetta myndum við Ísfirðingarnir nefna Münchausen-lausnina – þ.e. að maður eigi að draga sjálfan sig og reiðskjótann með upp úr keldunni á eigin hári. Sæstrengjalausninni var vikið út af borðinu fyrir tuttugu árum – með glotti. Vonandi er eitthvað af slíkum húmor enn eftir í landinu. Þrátt fyrir hrunið – eða e.t.v. einmitt vegna þess. Vegna þess er þörfin meiri nú en fyrir tuttugu árum. Þörfin meiri bæði fyrir hugsun – og húmor.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun