Ólsen-ólsen upp á peninga Mikael Torfason skrifar 7. apríl 2014 06:00 Willum Þór Þórsson knattspyrnuþjálfari er nýr á þingi en hann lagði í síðustu viku fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. Willum talar í þessu samhengi um svokallaðar spilahallir, sem flest okkar þekkja reyndar sem spilavíti, og í raun ekkert að því að nota það góða íslenska orð því þetta eru víti vissulega, fyrir suma. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að það er skynsamlegt að lögleiða fjárhættuspil og í raun glórulaust árið 2014 að láta sér detta í hug að íslenska ríkið geti bannað fólki að spila rassinn úr buxunum. Við rekum auðvitað ýmis spilavíti hér á landi. Það eru spilakassarnir en í þeim er hægt að tapa aleigunni og það er fullkomlega löglegt. Sömu sögu er að segja um önnur fjárhættuspil, eins og að veðja á íþróttaleiki hjá Íslenskri getspá. Svo spilum við Íslendingar Lottó og kaupum happadrættismiða. En við bönnum spilavítin, eða spilahallirnar, því löggjafinn sér svart þegar hann heyrir minnst á rúllettu eða póker. Eins og póker sé spil sem lúti einhverjum allt öðrum lögmálum en til dæmis ólsen-ólsen. Það er öðru nær og í raun lítið mál að tapa aleigunni við að spila ólsen-ólsen ef spilað er upp á peninga. Willum segir að frumvarpið hans sé meðal annars lagt fram sem liður í að auka fjölbreytni fyrir ferðamenn og að lögleiðingin yrði til þess að þeir myndu „skilja eftir meira af gjaldeyri í landinu.“ Þessi starfsemi á að skapa „tekjur og störf“ svo vitnað sé beint í orð Willums en hann hefur einnig bent á að hér á landi þrífist ólögleg spilavíti. Þessi umræða er því nokkuð lík umræðu um lögleiðingu fíkniefna. Við höfum staðið í stríði gegn fíkniefnum en þrjóskumst við þótt stríðið sé löngu tapað. Allir sem vilja útvega sér fíkniefni á Íslandi gera það auðveldlega með því að versla við stórhættuleg glæpagengi. Lögleiðing efnanna er eina skynsamlega leiðin í barráttunni gegn hinum svokallaða fíkniefnadjöfli sem eyðileggur líf svo margra. Íslenskir stjórnamálamenn hafa lengi verið hallir undir forræðishyggju. Hér var bjór bannaður þar til fyrir 25 árum því fólk átti að drekka pilsner og vodka. Fíkniefni á borð við kannabis er bannað því fólk á að drekka bjór og léttvín en ekki reykja hass eða maríjúana og rúlletta og póker er bannað því við eigum að standa fyrir framan spilakassa á bar eða kaupa lottómiða og veðja á tölur úr vél í stað þess að augu okkar elti kúlu sem lendir á rauðum eða svörtum. Þetta er nú meiri vitleysan. Í raun hefur bann gegn spilavítum aldrei verið jafnvitlaust og nú. Á tímum internetsins er ómögulegt að koma í veg fyrir að Íslendingar spili rúllettu hér á landi. Allir sem eiga tölvu og hafa aðgang að nettengingu geta nú sest fyrir framan tölvuna sína og haft aðgang að sýndarspilavítum. Þar er ekkert eftirlit og íslenska ríkið hefur af því engar skatttekjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Willum Þór Þórsson knattspyrnuþjálfari er nýr á þingi en hann lagði í síðustu viku fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. Willum talar í þessu samhengi um svokallaðar spilahallir, sem flest okkar þekkja reyndar sem spilavíti, og í raun ekkert að því að nota það góða íslenska orð því þetta eru víti vissulega, fyrir suma. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að það er skynsamlegt að lögleiða fjárhættuspil og í raun glórulaust árið 2014 að láta sér detta í hug að íslenska ríkið geti bannað fólki að spila rassinn úr buxunum. Við rekum auðvitað ýmis spilavíti hér á landi. Það eru spilakassarnir en í þeim er hægt að tapa aleigunni og það er fullkomlega löglegt. Sömu sögu er að segja um önnur fjárhættuspil, eins og að veðja á íþróttaleiki hjá Íslenskri getspá. Svo spilum við Íslendingar Lottó og kaupum happadrættismiða. En við bönnum spilavítin, eða spilahallirnar, því löggjafinn sér svart þegar hann heyrir minnst á rúllettu eða póker. Eins og póker sé spil sem lúti einhverjum allt öðrum lögmálum en til dæmis ólsen-ólsen. Það er öðru nær og í raun lítið mál að tapa aleigunni við að spila ólsen-ólsen ef spilað er upp á peninga. Willum segir að frumvarpið hans sé meðal annars lagt fram sem liður í að auka fjölbreytni fyrir ferðamenn og að lögleiðingin yrði til þess að þeir myndu „skilja eftir meira af gjaldeyri í landinu.“ Þessi starfsemi á að skapa „tekjur og störf“ svo vitnað sé beint í orð Willums en hann hefur einnig bent á að hér á landi þrífist ólögleg spilavíti. Þessi umræða er því nokkuð lík umræðu um lögleiðingu fíkniefna. Við höfum staðið í stríði gegn fíkniefnum en þrjóskumst við þótt stríðið sé löngu tapað. Allir sem vilja útvega sér fíkniefni á Íslandi gera það auðveldlega með því að versla við stórhættuleg glæpagengi. Lögleiðing efnanna er eina skynsamlega leiðin í barráttunni gegn hinum svokallaða fíkniefnadjöfli sem eyðileggur líf svo margra. Íslenskir stjórnamálamenn hafa lengi verið hallir undir forræðishyggju. Hér var bjór bannaður þar til fyrir 25 árum því fólk átti að drekka pilsner og vodka. Fíkniefni á borð við kannabis er bannað því fólk á að drekka bjór og léttvín en ekki reykja hass eða maríjúana og rúlletta og póker er bannað því við eigum að standa fyrir framan spilakassa á bar eða kaupa lottómiða og veðja á tölur úr vél í stað þess að augu okkar elti kúlu sem lendir á rauðum eða svörtum. Þetta er nú meiri vitleysan. Í raun hefur bann gegn spilavítum aldrei verið jafnvitlaust og nú. Á tímum internetsins er ómögulegt að koma í veg fyrir að Íslendingar spili rúllettu hér á landi. Allir sem eiga tölvu og hafa aðgang að nettengingu geta nú sest fyrir framan tölvuna sína og haft aðgang að sýndarspilavítum. Þar er ekkert eftirlit og íslenska ríkið hefur af því engar skatttekjur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar