Ólsen-ólsen upp á peninga Mikael Torfason skrifar 7. apríl 2014 06:00 Willum Þór Þórsson knattspyrnuþjálfari er nýr á þingi en hann lagði í síðustu viku fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. Willum talar í þessu samhengi um svokallaðar spilahallir, sem flest okkar þekkja reyndar sem spilavíti, og í raun ekkert að því að nota það góða íslenska orð því þetta eru víti vissulega, fyrir suma. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að það er skynsamlegt að lögleiða fjárhættuspil og í raun glórulaust árið 2014 að láta sér detta í hug að íslenska ríkið geti bannað fólki að spila rassinn úr buxunum. Við rekum auðvitað ýmis spilavíti hér á landi. Það eru spilakassarnir en í þeim er hægt að tapa aleigunni og það er fullkomlega löglegt. Sömu sögu er að segja um önnur fjárhættuspil, eins og að veðja á íþróttaleiki hjá Íslenskri getspá. Svo spilum við Íslendingar Lottó og kaupum happadrættismiða. En við bönnum spilavítin, eða spilahallirnar, því löggjafinn sér svart þegar hann heyrir minnst á rúllettu eða póker. Eins og póker sé spil sem lúti einhverjum allt öðrum lögmálum en til dæmis ólsen-ólsen. Það er öðru nær og í raun lítið mál að tapa aleigunni við að spila ólsen-ólsen ef spilað er upp á peninga. Willum segir að frumvarpið hans sé meðal annars lagt fram sem liður í að auka fjölbreytni fyrir ferðamenn og að lögleiðingin yrði til þess að þeir myndu „skilja eftir meira af gjaldeyri í landinu.“ Þessi starfsemi á að skapa „tekjur og störf“ svo vitnað sé beint í orð Willums en hann hefur einnig bent á að hér á landi þrífist ólögleg spilavíti. Þessi umræða er því nokkuð lík umræðu um lögleiðingu fíkniefna. Við höfum staðið í stríði gegn fíkniefnum en þrjóskumst við þótt stríðið sé löngu tapað. Allir sem vilja útvega sér fíkniefni á Íslandi gera það auðveldlega með því að versla við stórhættuleg glæpagengi. Lögleiðing efnanna er eina skynsamlega leiðin í barráttunni gegn hinum svokallaða fíkniefnadjöfli sem eyðileggur líf svo margra. Íslenskir stjórnamálamenn hafa lengi verið hallir undir forræðishyggju. Hér var bjór bannaður þar til fyrir 25 árum því fólk átti að drekka pilsner og vodka. Fíkniefni á borð við kannabis er bannað því fólk á að drekka bjór og léttvín en ekki reykja hass eða maríjúana og rúlletta og póker er bannað því við eigum að standa fyrir framan spilakassa á bar eða kaupa lottómiða og veðja á tölur úr vél í stað þess að augu okkar elti kúlu sem lendir á rauðum eða svörtum. Þetta er nú meiri vitleysan. Í raun hefur bann gegn spilavítum aldrei verið jafnvitlaust og nú. Á tímum internetsins er ómögulegt að koma í veg fyrir að Íslendingar spili rúllettu hér á landi. Allir sem eiga tölvu og hafa aðgang að nettengingu geta nú sest fyrir framan tölvuna sína og haft aðgang að sýndarspilavítum. Þar er ekkert eftirlit og íslenska ríkið hefur af því engar skatttekjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Willum Þór Þórsson knattspyrnuþjálfari er nýr á þingi en hann lagði í síðustu viku fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. Willum talar í þessu samhengi um svokallaðar spilahallir, sem flest okkar þekkja reyndar sem spilavíti, og í raun ekkert að því að nota það góða íslenska orð því þetta eru víti vissulega, fyrir suma. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að það er skynsamlegt að lögleiða fjárhættuspil og í raun glórulaust árið 2014 að láta sér detta í hug að íslenska ríkið geti bannað fólki að spila rassinn úr buxunum. Við rekum auðvitað ýmis spilavíti hér á landi. Það eru spilakassarnir en í þeim er hægt að tapa aleigunni og það er fullkomlega löglegt. Sömu sögu er að segja um önnur fjárhættuspil, eins og að veðja á íþróttaleiki hjá Íslenskri getspá. Svo spilum við Íslendingar Lottó og kaupum happadrættismiða. En við bönnum spilavítin, eða spilahallirnar, því löggjafinn sér svart þegar hann heyrir minnst á rúllettu eða póker. Eins og póker sé spil sem lúti einhverjum allt öðrum lögmálum en til dæmis ólsen-ólsen. Það er öðru nær og í raun lítið mál að tapa aleigunni við að spila ólsen-ólsen ef spilað er upp á peninga. Willum segir að frumvarpið hans sé meðal annars lagt fram sem liður í að auka fjölbreytni fyrir ferðamenn og að lögleiðingin yrði til þess að þeir myndu „skilja eftir meira af gjaldeyri í landinu.“ Þessi starfsemi á að skapa „tekjur og störf“ svo vitnað sé beint í orð Willums en hann hefur einnig bent á að hér á landi þrífist ólögleg spilavíti. Þessi umræða er því nokkuð lík umræðu um lögleiðingu fíkniefna. Við höfum staðið í stríði gegn fíkniefnum en þrjóskumst við þótt stríðið sé löngu tapað. Allir sem vilja útvega sér fíkniefni á Íslandi gera það auðveldlega með því að versla við stórhættuleg glæpagengi. Lögleiðing efnanna er eina skynsamlega leiðin í barráttunni gegn hinum svokallaða fíkniefnadjöfli sem eyðileggur líf svo margra. Íslenskir stjórnamálamenn hafa lengi verið hallir undir forræðishyggju. Hér var bjór bannaður þar til fyrir 25 árum því fólk átti að drekka pilsner og vodka. Fíkniefni á borð við kannabis er bannað því fólk á að drekka bjór og léttvín en ekki reykja hass eða maríjúana og rúlletta og póker er bannað því við eigum að standa fyrir framan spilakassa á bar eða kaupa lottómiða og veðja á tölur úr vél í stað þess að augu okkar elti kúlu sem lendir á rauðum eða svörtum. Þetta er nú meiri vitleysan. Í raun hefur bann gegn spilavítum aldrei verið jafnvitlaust og nú. Á tímum internetsins er ómögulegt að koma í veg fyrir að Íslendingar spili rúllettu hér á landi. Allir sem eiga tölvu og hafa aðgang að nettengingu geta nú sest fyrir framan tölvuna sína og haft aðgang að sýndarspilavítum. Þar er ekkert eftirlit og íslenska ríkið hefur af því engar skatttekjur.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun