Að sigra tindinn Mikael Torfason skrifar 22. apríl 2014 07:00 Á föstudaginn langa féll snjóflóð í vesturhlíðum Everest með þeim afleiðingum að sextán fjallaleiðsögumenn, allt sjerpar, létust. Vesturlandabúar hafa lengi glímt við þetta hæsta fjall jarðar. Fyrir rúmum sextíu árum náði Sir Edmund Hillary toppi fjallsins ásamt sjerpanum Tenzing Norgay. Oftast er Hillary nefndur fyrstur og svo Norgay en telja má líklegt að Hillary hefði aldrei náði toppi Everest án sjerpans Norgay. Hæsti tindurinn nær 8.850 metra hæð og frá því að Norgay og Hillary komust á toppinn hafa þrjú þúsund klifið Everest og um þrjú hundruð látist við að gera atlögu að tindinum. Við Íslendingar þekkjum missi vel þegar kemur að háfjallamennsku á þessu svæði. Fyrir 26 árum glímdu félagarnir Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson við fjallið Pumo Ri í Nepal og fórust báðir, þá 27 ára gamlir. Þremur árum síðar ákvað vinur þeirra, Ari Kristinn Gunnarsson, að heiðra minningu vina sinna með því að klífa fjallið. Hann náði á toppinn en lést á leiðinni niður. Við Íslendingar fengum fregnir af þessu mannskæðasta slysi í sögu Everest beint í æð því tveir Íslendingar eru á staðnum og bíða þess að komast á toppinn. Hvort af því verður ræðst af því hvort fjallaleiðsögumenn á svæðinu og burðarmenn halda aftur til vinnu en þeir eru óánægðir með aðbúnað á fjallinu og bætur sem fjölskyldur hinna látnu fá. Þá hafa nepölsk yfirvöld lýst yfir áhyggjum af því að of margir séu á fjallinu en sífellt fleiri Vesturlandabúar vilja komast upp á hæsta fjall í heimi. Þeir sjerpar sem vinna sem burðarmenn á Everest vinna eitt hættulegasta starf í heimi. Sjómennska, námavinnsla og jafnvel hermennska í Írak er ekki eins lífshættuleg tölfræðilega og það að bera farangur fyrir Vesturlandabúa á Everest. Í fyrra dóu fjórir, árið þar á undan þrír og í ár hafa sautján sjerpar farist. Sjerpar starfa sem sérfræðingar um fjallið, burðarmenn og leiðsögumenn. Fyrir tímabilið geta þeir vonast til að fá allt frá 250 þúsund krónum upp í 700 þúsund. Þetta eru ekki háar upphæðir á mælikvarða okkar hér á Vesturlöndum en fyrir sjerpa er þetta dágott sé litið til þess að meðallaun á ári á þessu svæði nema ekki hundrað þúsund krónum. Hér er því klassísk siðferðileg klemma sem grundvallast á misskiptingu milli heimshluta. Er rétt að taka þá afstöðu að hvetja fjallgöngumenn til að láta af sókn sinni á Everest á þeim forsendum að það hafi í för með sér að sjerpar leggi líf sitt í hættu fyrir það sem á mælikvarða okkar heimshluta telst lítið? Eitthvað sem við myndum flest aldrei gera. Eða er rétt að líta til þess að í heimalandi þeirra eru þetta góð laun og þeirra sjálfra að vega og meta hvers virði mannslífin eru? Þetta er erfið siðferðileg spurning. Við hljótum hið minnsta að styðja heimamenn í því að reynt verði að bæta aðbúnað, skikki verði komið á bótakerfi vegna slysa og tryggt verði að fyllsta öryggis sé gætt.Uppfært 22. apríl 07.51: Villa var í upphaflegri útgáfu pistilsins og Íslendingarnir þrír sagðir hafa glímt við Everest. Þetta er leiðrétt í þessari útgáfu og beðist er velvirðingar á mistökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 15.3.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á föstudaginn langa féll snjóflóð í vesturhlíðum Everest með þeim afleiðingum að sextán fjallaleiðsögumenn, allt sjerpar, létust. Vesturlandabúar hafa lengi glímt við þetta hæsta fjall jarðar. Fyrir rúmum sextíu árum náði Sir Edmund Hillary toppi fjallsins ásamt sjerpanum Tenzing Norgay. Oftast er Hillary nefndur fyrstur og svo Norgay en telja má líklegt að Hillary hefði aldrei náði toppi Everest án sjerpans Norgay. Hæsti tindurinn nær 8.850 metra hæð og frá því að Norgay og Hillary komust á toppinn hafa þrjú þúsund klifið Everest og um þrjú hundruð látist við að gera atlögu að tindinum. Við Íslendingar þekkjum missi vel þegar kemur að háfjallamennsku á þessu svæði. Fyrir 26 árum glímdu félagarnir Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson við fjallið Pumo Ri í Nepal og fórust báðir, þá 27 ára gamlir. Þremur árum síðar ákvað vinur þeirra, Ari Kristinn Gunnarsson, að heiðra minningu vina sinna með því að klífa fjallið. Hann náði á toppinn en lést á leiðinni niður. Við Íslendingar fengum fregnir af þessu mannskæðasta slysi í sögu Everest beint í æð því tveir Íslendingar eru á staðnum og bíða þess að komast á toppinn. Hvort af því verður ræðst af því hvort fjallaleiðsögumenn á svæðinu og burðarmenn halda aftur til vinnu en þeir eru óánægðir með aðbúnað á fjallinu og bætur sem fjölskyldur hinna látnu fá. Þá hafa nepölsk yfirvöld lýst yfir áhyggjum af því að of margir séu á fjallinu en sífellt fleiri Vesturlandabúar vilja komast upp á hæsta fjall í heimi. Þeir sjerpar sem vinna sem burðarmenn á Everest vinna eitt hættulegasta starf í heimi. Sjómennska, námavinnsla og jafnvel hermennska í Írak er ekki eins lífshættuleg tölfræðilega og það að bera farangur fyrir Vesturlandabúa á Everest. Í fyrra dóu fjórir, árið þar á undan þrír og í ár hafa sautján sjerpar farist. Sjerpar starfa sem sérfræðingar um fjallið, burðarmenn og leiðsögumenn. Fyrir tímabilið geta þeir vonast til að fá allt frá 250 þúsund krónum upp í 700 þúsund. Þetta eru ekki háar upphæðir á mælikvarða okkar hér á Vesturlöndum en fyrir sjerpa er þetta dágott sé litið til þess að meðallaun á ári á þessu svæði nema ekki hundrað þúsund krónum. Hér er því klassísk siðferðileg klemma sem grundvallast á misskiptingu milli heimshluta. Er rétt að taka þá afstöðu að hvetja fjallgöngumenn til að láta af sókn sinni á Everest á þeim forsendum að það hafi í för með sér að sjerpar leggi líf sitt í hættu fyrir það sem á mælikvarða okkar heimshluta telst lítið? Eitthvað sem við myndum flest aldrei gera. Eða er rétt að líta til þess að í heimalandi þeirra eru þetta góð laun og þeirra sjálfra að vega og meta hvers virði mannslífin eru? Þetta er erfið siðferðileg spurning. Við hljótum hið minnsta að styðja heimamenn í því að reynt verði að bæta aðbúnað, skikki verði komið á bótakerfi vegna slysa og tryggt verði að fyllsta öryggis sé gætt.Uppfært 22. apríl 07.51: Villa var í upphaflegri útgáfu pistilsins og Íslendingarnir þrír sagðir hafa glímt við Everest. Þetta er leiðrétt í þessari útgáfu og beðist er velvirðingar á mistökunum.
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun