Vegna þingsályktunartillögu um mænuskaða Auður Guðjónsdóttir skrifar 23. apríl 2014 07:00 Nú bíður afgreiðslu Alþingis þingsályktunartillaga um aðgerðir í þágu lækninga á mænuskaða. Tillagan var borin fram af Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni og var studd af tuttugu öðrum þingmönnum. Í tillögunni felast tvö megin atriði. Í fyrsta lagi að ríkisstjórnin stuðli að því að stofnaður verði hvatningarsjóður undir merkjum Íslands sem veiti viðurkenningar fyrir vísindavinnu sem gagnast má sem innlegg í þróun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Í öðru lagi að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að einu af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem sett verða árið 2015 verði beint að lækningu skaða og sjúkdóma í taugakerfinu. Bæði atriðin sem hér eru nefnd eru metnaðarfull og framsýn og í beinu framhaldi af þeirri vinnu sem stjórnvöld og Mænuskaðastofnun Íslands hafa nú þegar innt saman af hendi á alþjóðavettvangi.Að lifa með reisn Undanfarin misseri hefur Ban Ki moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sent þau boð til þjóða heims að hver og ein þeirra komi með hugmyndir að nýjum þróunarmarkmiðum undir því fororði að allar manneskjur eigi rétt á að lifa með reisn. Fátt er betur til þess fallið að ræna fólk reisn sinni en það að hafa ekki stjórn á líkama sínum eða huga. Áhersla á lækningu skaða og sjúkdóma í taugakerfinu er því grundvallaratriði sem á fullt erindi sem eitt af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna frá 2015 til 2030. Fimmtán ár ættu að nægja stofnuninni til að hleypa af stokkunum átaki til stuðnings alþjóðlegu taugavísindasviði til betri skilnings á virkni taugakerfisins. Greinarhöfundur biður alþingismenn og forseta Alþingis vinsamlegast um að afgreiða umrædda þingsályktunartillögu á yfirstandandi þingi og ríkisstjórnina að koma innihaldi hennar fljótt og vel í þann farveg sem hér er talað um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú bíður afgreiðslu Alþingis þingsályktunartillaga um aðgerðir í þágu lækninga á mænuskaða. Tillagan var borin fram af Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni og var studd af tuttugu öðrum þingmönnum. Í tillögunni felast tvö megin atriði. Í fyrsta lagi að ríkisstjórnin stuðli að því að stofnaður verði hvatningarsjóður undir merkjum Íslands sem veiti viðurkenningar fyrir vísindavinnu sem gagnast má sem innlegg í þróun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Í öðru lagi að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að einu af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem sett verða árið 2015 verði beint að lækningu skaða og sjúkdóma í taugakerfinu. Bæði atriðin sem hér eru nefnd eru metnaðarfull og framsýn og í beinu framhaldi af þeirri vinnu sem stjórnvöld og Mænuskaðastofnun Íslands hafa nú þegar innt saman af hendi á alþjóðavettvangi.Að lifa með reisn Undanfarin misseri hefur Ban Ki moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sent þau boð til þjóða heims að hver og ein þeirra komi með hugmyndir að nýjum þróunarmarkmiðum undir því fororði að allar manneskjur eigi rétt á að lifa með reisn. Fátt er betur til þess fallið að ræna fólk reisn sinni en það að hafa ekki stjórn á líkama sínum eða huga. Áhersla á lækningu skaða og sjúkdóma í taugakerfinu er því grundvallaratriði sem á fullt erindi sem eitt af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna frá 2015 til 2030. Fimmtán ár ættu að nægja stofnuninni til að hleypa af stokkunum átaki til stuðnings alþjóðlegu taugavísindasviði til betri skilnings á virkni taugakerfisins. Greinarhöfundur biður alþingismenn og forseta Alþingis vinsamlegast um að afgreiða umrædda þingsályktunartillögu á yfirstandandi þingi og ríkisstjórnina að koma innihaldi hennar fljótt og vel í þann farveg sem hér er talað um.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun