Miðað við höfðatölu Mikael Torfason skrifar 5. maí 2014 06:00 Í helgarblaði Fréttablaðsins nú um helgina deildi Páll Stefánsson ferðasögu sinni í máli og myndum en hann heimsótti flóttafólk í Sýrlandi og Líbanon. Það eru nú komin þrjú ár síðan borgarastyrjöld braust út í Sýrlandi og um þrjár milljónir manna hafa flúið heimaland sitt. Aðrar fimm milljónir eru á vergangi í Sýrlandi en um helmingur flóttamanna er börn. „Fór að gráta. Þetta var of mikið. Fyrsta kvöldið á Hotel Akl. Það heyrði það enginn. Ég var eini gesturinn, og eini starfsmaðurinn – eigandinn – var staddur á neðri hæðinni, langt frá herbergi sex. Það sem hafði truflað mig svona mikið, fyrsta daginn í Beqaa-dalnum, voru öll börnin sem ég hafði mætt, brotabrot af þeirri milljón flóttamanna frá Sýrlandi, nú í Líbanon, þessu litla fjögurra milljóna manna landi. Og hinum megin við hæðina, í austri, lá Sýrland; þaðan bárust lágstemmdar drunur inn í herbergið mitt. Þar geisar stríð.“ Svo skrifaði Páll í helgarblaðið. Myndir hans úr ferðalaginu segja meira en þúsund orð og kveikja margar spurningar. Páll lýsir því í greininni að fólk sem hann hitti spái því að ástandið muni ekki batna næsta áratuginn. Milljónir búa við ömurlegar aðstæður í gríðarstórum flóttamannabúðum. Yfir þrjú hundruð þúsund manns hafa horfið; flestir týnt lífi. Í flóttamannabúðum er ekkert. „Engin framtíð, engin skólaganga, ekkert,“ svo vitnað sé í texta Páls um ástandið í flóttamannabúðum í Beqaa-dalnum í Líbanon. Ekkert bendir til þess að ástandið í Sýrlandi sé að batna. Á fimmtudaginn í síðustu viku dóu átján í sprengjuárásum, þar af ellefu börn. Um helgina lentu sextíu þúsund manns á vergangi vegna bardaga á milli uppreisnarmannanna sjálfra. Ástandið er skelfilegt og ekki sér fyrir endann á bardögum í Sýrlandi. Á meðan fjölgar flóttafólki sem á ekki í nein hús að venda. Frændur okkar Svíar eru eina vestræna þjóðin sem hefur svarað ákalli Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins um að þjóðir heims taki á móti flóttamönnum af ábyrgð. Svíar hafa tekið á móti tuttugu og sex þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi á síðustu tveimur árum. Páll spyr í grein sinni í helgarblaði Fréttablaðsins: „Hvenær kemur að okkur?“ Það má telja næsta víst að það komi ekki að okkur. Við erum og höfum verið duglaus þegar kemur að því að lina þjáningar meðbræðra okkar og systra. Og miðað við hvernig núverandi stjórnvöld hafa tjáð sig um þróunaraðstoð má gera ráð fyrir því að við verðum seint hálfdrættingar á við Svía. „Ef við notuðum höfðatöluregluna, og vildum vera jafnokar frænda vorra, Svía, værum við búin að veita bara 900 Sýrlendingum varanlegt skjól, af þeim þremur milljónum sem hafa misst landið sitt, og lífið fram undan,“ skrifar Páll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í helgarblaði Fréttablaðsins nú um helgina deildi Páll Stefánsson ferðasögu sinni í máli og myndum en hann heimsótti flóttafólk í Sýrlandi og Líbanon. Það eru nú komin þrjú ár síðan borgarastyrjöld braust út í Sýrlandi og um þrjár milljónir manna hafa flúið heimaland sitt. Aðrar fimm milljónir eru á vergangi í Sýrlandi en um helmingur flóttamanna er börn. „Fór að gráta. Þetta var of mikið. Fyrsta kvöldið á Hotel Akl. Það heyrði það enginn. Ég var eini gesturinn, og eini starfsmaðurinn – eigandinn – var staddur á neðri hæðinni, langt frá herbergi sex. Það sem hafði truflað mig svona mikið, fyrsta daginn í Beqaa-dalnum, voru öll börnin sem ég hafði mætt, brotabrot af þeirri milljón flóttamanna frá Sýrlandi, nú í Líbanon, þessu litla fjögurra milljóna manna landi. Og hinum megin við hæðina, í austri, lá Sýrland; þaðan bárust lágstemmdar drunur inn í herbergið mitt. Þar geisar stríð.“ Svo skrifaði Páll í helgarblaðið. Myndir hans úr ferðalaginu segja meira en þúsund orð og kveikja margar spurningar. Páll lýsir því í greininni að fólk sem hann hitti spái því að ástandið muni ekki batna næsta áratuginn. Milljónir búa við ömurlegar aðstæður í gríðarstórum flóttamannabúðum. Yfir þrjú hundruð þúsund manns hafa horfið; flestir týnt lífi. Í flóttamannabúðum er ekkert. „Engin framtíð, engin skólaganga, ekkert,“ svo vitnað sé í texta Páls um ástandið í flóttamannabúðum í Beqaa-dalnum í Líbanon. Ekkert bendir til þess að ástandið í Sýrlandi sé að batna. Á fimmtudaginn í síðustu viku dóu átján í sprengjuárásum, þar af ellefu börn. Um helgina lentu sextíu þúsund manns á vergangi vegna bardaga á milli uppreisnarmannanna sjálfra. Ástandið er skelfilegt og ekki sér fyrir endann á bardögum í Sýrlandi. Á meðan fjölgar flóttafólki sem á ekki í nein hús að venda. Frændur okkar Svíar eru eina vestræna þjóðin sem hefur svarað ákalli Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins um að þjóðir heims taki á móti flóttamönnum af ábyrgð. Svíar hafa tekið á móti tuttugu og sex þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi á síðustu tveimur árum. Páll spyr í grein sinni í helgarblaði Fréttablaðsins: „Hvenær kemur að okkur?“ Það má telja næsta víst að það komi ekki að okkur. Við erum og höfum verið duglaus þegar kemur að því að lina þjáningar meðbræðra okkar og systra. Og miðað við hvernig núverandi stjórnvöld hafa tjáð sig um þróunaraðstoð má gera ráð fyrir því að við verðum seint hálfdrættingar á við Svía. „Ef við notuðum höfðatöluregluna, og vildum vera jafnokar frænda vorra, Svía, værum við búin að veita bara 900 Sýrlendingum varanlegt skjól, af þeim þremur milljónum sem hafa misst landið sitt, og lífið fram undan,“ skrifar Páll.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun