Geggjað teymi tilnefnt til Grímuverðlauna Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. júní 2014 10:30 Arnór og Óli eru nú á ferðalagi um Noreg með sýninguna. Mynd/Úr einkasafni „Ég hef ekki fagnað jafn mikið og síðan Liverpool vann Meistaradeild Evrópu árið 2005,“ segir Arnór Björnsson en hann og Óli Gunnar Gunnarsson hlutu tvær tilnefningar Grímuverðlaunanna, íslensku sviðslistaverðlaunanna, á dögunum. Þeir eru höfundar verksins Unglingurinn sem er tilnefnt sem barnasýning ársins en verkið var sýnt í Gaflaraleikhúsinu. Þá hlutu þeir Arnór og Óli tilnefningu sem sproti ársins. „Þetta er svakalega skrítið, upprunalega þegar við vorum að skrifa leikritið, hugsuðum við að það væri frábært að ná kannski átta sýningum en við höfum núna sýnt yfir fjörutíu sýningar,“ bætir Arnór við. Arnór er fimmtán ára gamall og Óli Gunnar er fjórtán ára og þeir eru miklir vinir. „Við erum geggjað teymi, erum góðir vinir og hugsum dálítið eins og skiljum hvor annan vel.“ Áður en þeir skrifuðu Unglinginn höfðu þeir skrifað dagskrá og kynnt sýningu fyrir Listdansskóla Hafnarfjarðar og komust þá að því að þeir náðu vel saman. Þeir hafa undanfarna daga verið í útrás með verkið og eru staddir í Noregi þessa dagana. „Við erum á smá túr um Noreg núna og sýnum í Bergen, Stavanger, Kristiansand og Ósló. Það gengur rosalega vel,“ bætir Arnór við. Fyrir utan leikritasmíðina eru þeir báðir miklir knattspyrnukappar. „Eftir Noreg förum við með fótboltanum til Portúgals í æfingabúðir en við æfum báðir með FH.“ Arnór segir samvinnu þeirra á fótboltavellinum vera nokkuð svipaða og í leiklistargeiranum. „Ég er miðvörður og Óli er miðjumaður, hann er því aðeins villtari og djarfari eins og gerist í boltanum. Ég er passívari, eins og við varnarmennirnir erum. Þá þurfum við oft að aðstoða miðjumennina ef þeir verða of villtir og lenda í vanda, þannig vinnum við saman á vellinum og í leiklistinni,“ segir Arnór léttur í lundu. Þeir ætla að sjálfsögðu báðir að vera viðstaddir Grímuna. „Við mætum klárlega á Grímuna og hlökkum mikið til.“ Gríman Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
„Ég hef ekki fagnað jafn mikið og síðan Liverpool vann Meistaradeild Evrópu árið 2005,“ segir Arnór Björnsson en hann og Óli Gunnar Gunnarsson hlutu tvær tilnefningar Grímuverðlaunanna, íslensku sviðslistaverðlaunanna, á dögunum. Þeir eru höfundar verksins Unglingurinn sem er tilnefnt sem barnasýning ársins en verkið var sýnt í Gaflaraleikhúsinu. Þá hlutu þeir Arnór og Óli tilnefningu sem sproti ársins. „Þetta er svakalega skrítið, upprunalega þegar við vorum að skrifa leikritið, hugsuðum við að það væri frábært að ná kannski átta sýningum en við höfum núna sýnt yfir fjörutíu sýningar,“ bætir Arnór við. Arnór er fimmtán ára gamall og Óli Gunnar er fjórtán ára og þeir eru miklir vinir. „Við erum geggjað teymi, erum góðir vinir og hugsum dálítið eins og skiljum hvor annan vel.“ Áður en þeir skrifuðu Unglinginn höfðu þeir skrifað dagskrá og kynnt sýningu fyrir Listdansskóla Hafnarfjarðar og komust þá að því að þeir náðu vel saman. Þeir hafa undanfarna daga verið í útrás með verkið og eru staddir í Noregi þessa dagana. „Við erum á smá túr um Noreg núna og sýnum í Bergen, Stavanger, Kristiansand og Ósló. Það gengur rosalega vel,“ bætir Arnór við. Fyrir utan leikritasmíðina eru þeir báðir miklir knattspyrnukappar. „Eftir Noreg förum við með fótboltanum til Portúgals í æfingabúðir en við æfum báðir með FH.“ Arnór segir samvinnu þeirra á fótboltavellinum vera nokkuð svipaða og í leiklistargeiranum. „Ég er miðvörður og Óli er miðjumaður, hann er því aðeins villtari og djarfari eins og gerist í boltanum. Ég er passívari, eins og við varnarmennirnir erum. Þá þurfum við oft að aðstoða miðjumennina ef þeir verða of villtir og lenda í vanda, þannig vinnum við saman á vellinum og í leiklistinni,“ segir Arnór léttur í lundu. Þeir ætla að sjálfsögðu báðir að vera viðstaddir Grímuna. „Við mætum klárlega á Grímuna og hlökkum mikið til.“
Gríman Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira