Stærðfræðifóbía kennslukvenna bitnar á stelpum Ingibjörg Bára Sveinisdóttir skrifar 12. júní 2014 00:00 Stelpur sem voru harðar í þeirri afstöðu sinni að strákar væru góðir í stærðfræði en stelpur góðar í lestri voru talsvert NORDICPHOTOS/AFP Hræðsla kennslukvenna í grunnskólum við stærðfræði kemur sérstaklega niður á árangri stelpna í 1. og 2. bekk í stærðfræði. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem gerð var við sálfræðistofnun Háskólans í Chicago í Bandaríkjunum, sem greint er frá á vefnum forskning.no. Rannsóknin leiddi í ljós að ekkert samhengi var á milli frammistöðu nemenda og stærðfræðifóbíu kennara í upphafi skólaárs. En við lok skólaárs kom í ljós að því meiri sem hræðsla kennara við stærðfræði var, þeim mun harðari voru stelpur í þeirri afstöðu sinni að strákar væru góðir í stærðfræði en stelpur góðar í lestri. Stelpurnar sem voru á þessari skoðun voru talsvert lakari í stærðfræði en aðrar stelpur. Þær voru miklu lélegri í stærðfræði en strákarnir. Hinar stelpurnar voru hins vegar jafngóðar strákunum eða næstum því jafngóðar í stærðfræði og þeir.Freyja hreinsdóttir „kennslan verður ekki góð ef það skín í gegn að kennarinn er óöruggur í faginu.“Freyja Hreinsdóttir, stærðfræðingur og dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, segir það slæmt þegar fólk með stærðfræðifóbíu sé að kenna og yfirfæri hana kannski á nemendur. Hún segir kennara á sviðinu hafa barist fyrir því að allir kennaranemar læri stærðfræði. „Ein rökin eru þau að við viljum hjálpa fólki að vinna bug á þessari fóbíu. Kennslan verður ekki góð ef það skín í gegn að kennarinn er óöruggur í faginu. Fimm einingar í stærðfræði eru núna skyldunám hjá öllum kennaranemum.“ Freyja tekur það fram að almenn orðræða um að stærðfræði sé erfið og flókin hljóti að hafa neikvæð áhrif. „Það hefur til dæmis farið í taugarnar á mér þegar sungið er í sigurlagi Eurovision-keppninnar hér á landi burtu með fordóma, þetta er engin algebra. Þarna er í raun verið að gefa í skyn að algebra sé mjög flókin. Allt umhverfi og viðhorf foreldra til greinarinnar skiptir máli.“Guðný Helga GunnarsdóttirGuðný Helga Gunnarsdóttir, lektor í stærðfræðimenntun, segist verða vör við að sumir kennaranemar finni til vanmáttar gagnvart stærðfræði. „Við finnum vissulega fyrir óöryggi hjá þeim en ég get ekki sagt að við höfum fundið mun á strákum og stelpum í kennaranáminu hvað þetta varðar. Reyndar hafa aðeins örfáir strákar farið í gegnum námið á yngri barna kjörsviðinu, það er kennslu fyrir börn í 1. til 5. bekk.“ Guðný Helga bendir á að skyldunám í stærðfræði í framhaldsskólum hafi verið minnkað verulega. „Nemendur hafa möguleika á að dýpka þekkingu sína þegar þeir hefja kennaranámið. Mér finnst þeir frekar áhugasamir um að styrkja sig. Þeir eiga kost á að taka töluvert af námskeiðum þar sem fjallað er um stærðfræðinám ungra barna. Ég hef verið að kenna á námskeiðum þar sem mest er unnið að því að styrkja nemendur fræðilega. Þeir hafa getað valið slík námskeið frá en flestir taka þau.“ Að sögn Guðnýjar Helgu verða kennaranemar á yngri barna kjörsviðinu að taka 20 einingar um stærðfræðinám og kennslu. Þeir geta valið 20 einingar til viðbótar. Langflestir velja að minnsta kosti 10 einingar. Eurovision Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Hræðsla kennslukvenna í grunnskólum við stærðfræði kemur sérstaklega niður á árangri stelpna í 1. og 2. bekk í stærðfræði. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem gerð var við sálfræðistofnun Háskólans í Chicago í Bandaríkjunum, sem greint er frá á vefnum forskning.no. Rannsóknin leiddi í ljós að ekkert samhengi var á milli frammistöðu nemenda og stærðfræðifóbíu kennara í upphafi skólaárs. En við lok skólaárs kom í ljós að því meiri sem hræðsla kennara við stærðfræði var, þeim mun harðari voru stelpur í þeirri afstöðu sinni að strákar væru góðir í stærðfræði en stelpur góðar í lestri. Stelpurnar sem voru á þessari skoðun voru talsvert lakari í stærðfræði en aðrar stelpur. Þær voru miklu lélegri í stærðfræði en strákarnir. Hinar stelpurnar voru hins vegar jafngóðar strákunum eða næstum því jafngóðar í stærðfræði og þeir.Freyja hreinsdóttir „kennslan verður ekki góð ef það skín í gegn að kennarinn er óöruggur í faginu.“Freyja Hreinsdóttir, stærðfræðingur og dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, segir það slæmt þegar fólk með stærðfræðifóbíu sé að kenna og yfirfæri hana kannski á nemendur. Hún segir kennara á sviðinu hafa barist fyrir því að allir kennaranemar læri stærðfræði. „Ein rökin eru þau að við viljum hjálpa fólki að vinna bug á þessari fóbíu. Kennslan verður ekki góð ef það skín í gegn að kennarinn er óöruggur í faginu. Fimm einingar í stærðfræði eru núna skyldunám hjá öllum kennaranemum.“ Freyja tekur það fram að almenn orðræða um að stærðfræði sé erfið og flókin hljóti að hafa neikvæð áhrif. „Það hefur til dæmis farið í taugarnar á mér þegar sungið er í sigurlagi Eurovision-keppninnar hér á landi burtu með fordóma, þetta er engin algebra. Þarna er í raun verið að gefa í skyn að algebra sé mjög flókin. Allt umhverfi og viðhorf foreldra til greinarinnar skiptir máli.“Guðný Helga GunnarsdóttirGuðný Helga Gunnarsdóttir, lektor í stærðfræðimenntun, segist verða vör við að sumir kennaranemar finni til vanmáttar gagnvart stærðfræði. „Við finnum vissulega fyrir óöryggi hjá þeim en ég get ekki sagt að við höfum fundið mun á strákum og stelpum í kennaranáminu hvað þetta varðar. Reyndar hafa aðeins örfáir strákar farið í gegnum námið á yngri barna kjörsviðinu, það er kennslu fyrir börn í 1. til 5. bekk.“ Guðný Helga bendir á að skyldunám í stærðfræði í framhaldsskólum hafi verið minnkað verulega. „Nemendur hafa möguleika á að dýpka þekkingu sína þegar þeir hefja kennaranámið. Mér finnst þeir frekar áhugasamir um að styrkja sig. Þeir eiga kost á að taka töluvert af námskeiðum þar sem fjallað er um stærðfræðinám ungra barna. Ég hef verið að kenna á námskeiðum þar sem mest er unnið að því að styrkja nemendur fræðilega. Þeir hafa getað valið slík námskeið frá en flestir taka þau.“ Að sögn Guðnýjar Helgu verða kennaranemar á yngri barna kjörsviðinu að taka 20 einingar um stærðfræðinám og kennslu. Þeir geta valið 20 einingar til viðbótar. Langflestir velja að minnsta kosti 10 einingar.
Eurovision Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent