Samkeppni í flugrekstri Mikael Torfason skrifar 18. júní 2014 00:00 Icelandair hefur átt í stökustu vandræðum með að ná samningum við starfsfólk sitt. Ferðaáætlanir þúsunda ferðalanga röskuðust í stuttum verkfallsaðgerðum flugmanna fyrirtækisins sem endaði með því að alþingi setti lög sem bönnuðu verkfallið. Það hlýtur að vera þungbært fyrir ríkisstjórnina að þurfa að grípa inn í frjálsa samninga á vinnumarkaði – og mætti hafa meiri samúð með stjórnmálamönnum ef þeir hefðu ekki spilað því trompi út vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi. Nú þarf að setja lög á flugvirkja en á mánudag lögðu flugvirkjar niður vinnu í einn dag og þá þurfti að fella niður 65 flugferðir hjá Icelandair. Það hafði áhrif á ferðaáætlanir þúsunda farþega. Við megum prísa okkur sæl að flugfreyjur hjá Icelandair undirrituðu kjarasamning nýlega. Eðlilegt er að líta á verkfallsréttinn sem heilagan. En flugmenn nutu lítillar samúðar meðal almennings; flugmenn eru með tiltölulega há laun sé litið til meðaltals launa auk þess sem flestir áttuðu sig á því að þjóðfélagið allt var að verða af miklum gjaldeyristekjum vegna þessa. Verkfall flugmanna, eins og annarra sem geta haldið flugsamgöngum til og frá landinu í gíslingu, hafði mikil áhrif þótt stutt væri. Aðilar í ferðaþjónustunni segja að hver einasti klukkutími hafi áhrif. Við getum öll sett okkur í spor ferðalanga sem ferðast til ókunnugs lands og eru í óvissu um hvort þeir yfirhöfuð komist á áfangastað eða heim aftur. Ímynd Íslands sem ferðamannalands stórskaðaðist. Samtök ferðaþjónustunnar skoruðu á flugvirkja og Icelandair að ná samningum áður en til boðaðs verkfalls kæmi í dag. Ábyrgð samningsaðila er enda mikil. Í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar segir að ímynd og orðspor Íslands sem ferðamannastaðar sé í mikilli hættu, „enda eru öruggar samgöngur til og frá landinu eitthvað sem verður að vera hægt að treysta á“. Hátekjuhópar, sem eru í þeirri stöðu að geta lamað þjóðfélagið allt og valdið því stórfelldum skaða, ættu að fara varlega í að beita verkfallsréttinum. Í það minnsta vilji þeir njóta samúðar og virðingar í samfélaginu. Þó er vert að undirstrika að „sanngjörn“ laun eru afstæð. Ef fyrirtæki græðir á tá og fingri er betra að starfsfólk njóti þess. Sjálfsagt er að líta til þess, sem og þess að verkfallsaðgerðir hafa leitt í ljós hversu stórt Icelandair er á íslenskum markaði. Þetta er ekkert venjulegt fyrirtæki. Hér fer allt á hliðina ef starfsfólk leggur þar niður vinnuna enda er það svo að mikill meirihluti þeirra farþegavéla sem fljúga með farþega til og frá Íslandi eru vélar Icelandair. Það er gott fyrir ferðaþjónustuna og farþega að alþingi setji lög á verkföll starfsfólks hjá Icelandair. En er það endilega til eftirbreytni? Myndi alþingi vera kallað saman til að setja lög á verkfall flugfreyja hjá WOW air? Ef ríkisvaldið beitir sér því aðeins að verkfallsaðgerðir hafi veruleg áhrif á þjóðarhag, eða volduga aðila í samfélaginu, þá hljóta menn að endurskoða hvers eðlis hinn heilagi verkfallsréttur er. Verkföll flugmanna og flugvirkja hjá Icelandair benda hins vegar ótvírætt til þess að hér sé vert að hlúa betur að samkeppninni. Í raun er óásættanlegt að eitt fyrirtæki geti haldið hér öllu í gíslingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Icelandair hefur átt í stökustu vandræðum með að ná samningum við starfsfólk sitt. Ferðaáætlanir þúsunda ferðalanga röskuðust í stuttum verkfallsaðgerðum flugmanna fyrirtækisins sem endaði með því að alþingi setti lög sem bönnuðu verkfallið. Það hlýtur að vera þungbært fyrir ríkisstjórnina að þurfa að grípa inn í frjálsa samninga á vinnumarkaði – og mætti hafa meiri samúð með stjórnmálamönnum ef þeir hefðu ekki spilað því trompi út vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi. Nú þarf að setja lög á flugvirkja en á mánudag lögðu flugvirkjar niður vinnu í einn dag og þá þurfti að fella niður 65 flugferðir hjá Icelandair. Það hafði áhrif á ferðaáætlanir þúsunda farþega. Við megum prísa okkur sæl að flugfreyjur hjá Icelandair undirrituðu kjarasamning nýlega. Eðlilegt er að líta á verkfallsréttinn sem heilagan. En flugmenn nutu lítillar samúðar meðal almennings; flugmenn eru með tiltölulega há laun sé litið til meðaltals launa auk þess sem flestir áttuðu sig á því að þjóðfélagið allt var að verða af miklum gjaldeyristekjum vegna þessa. Verkfall flugmanna, eins og annarra sem geta haldið flugsamgöngum til og frá landinu í gíslingu, hafði mikil áhrif þótt stutt væri. Aðilar í ferðaþjónustunni segja að hver einasti klukkutími hafi áhrif. Við getum öll sett okkur í spor ferðalanga sem ferðast til ókunnugs lands og eru í óvissu um hvort þeir yfirhöfuð komist á áfangastað eða heim aftur. Ímynd Íslands sem ferðamannalands stórskaðaðist. Samtök ferðaþjónustunnar skoruðu á flugvirkja og Icelandair að ná samningum áður en til boðaðs verkfalls kæmi í dag. Ábyrgð samningsaðila er enda mikil. Í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar segir að ímynd og orðspor Íslands sem ferðamannastaðar sé í mikilli hættu, „enda eru öruggar samgöngur til og frá landinu eitthvað sem verður að vera hægt að treysta á“. Hátekjuhópar, sem eru í þeirri stöðu að geta lamað þjóðfélagið allt og valdið því stórfelldum skaða, ættu að fara varlega í að beita verkfallsréttinum. Í það minnsta vilji þeir njóta samúðar og virðingar í samfélaginu. Þó er vert að undirstrika að „sanngjörn“ laun eru afstæð. Ef fyrirtæki græðir á tá og fingri er betra að starfsfólk njóti þess. Sjálfsagt er að líta til þess, sem og þess að verkfallsaðgerðir hafa leitt í ljós hversu stórt Icelandair er á íslenskum markaði. Þetta er ekkert venjulegt fyrirtæki. Hér fer allt á hliðina ef starfsfólk leggur þar niður vinnuna enda er það svo að mikill meirihluti þeirra farþegavéla sem fljúga með farþega til og frá Íslandi eru vélar Icelandair. Það er gott fyrir ferðaþjónustuna og farþega að alþingi setji lög á verkföll starfsfólks hjá Icelandair. En er það endilega til eftirbreytni? Myndi alþingi vera kallað saman til að setja lög á verkfall flugfreyja hjá WOW air? Ef ríkisvaldið beitir sér því aðeins að verkfallsaðgerðir hafi veruleg áhrif á þjóðarhag, eða volduga aðila í samfélaginu, þá hljóta menn að endurskoða hvers eðlis hinn heilagi verkfallsréttur er. Verkföll flugmanna og flugvirkja hjá Icelandair benda hins vegar ótvírætt til þess að hér sé vert að hlúa betur að samkeppninni. Í raun er óásættanlegt að eitt fyrirtæki geti haldið hér öllu í gíslingu.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun