Hundrað ára Þjóðkirkja Ingibjörg Bára skrifar 7. ágúst 2014 20:00 Áður en kirkjan var reist sóttu Hafnfirðingar kirkju að Görðum og var um langan og ógreiðfæran vegarslóða að fara. Fréttablaðið/Stefán Þórhallur Heimisson, sóknarprestur við sænsku kirkjuna í Falun í Svíþjóð, hugsar með sérstökum hlýhug til kirkjunnar sinnar í Hafnarfirði í tilefni 100 ára afmælis hennar í ár. „Mér þykir auðvitað ákaflega vænt um kirkjuna mína,“ segir Þórhallur sem starfaði þar frá 1996 til 2012 eða þar til honum var boðið að gerast kirkjuhirðir í Falun. „Það var gamall draumur okkar hjóna að hverfa um stund aftur til Svíþjóðar og rifja þar upp gömul kynni en þar bjuggum við 1993 til 1996,“ lýsir hann. Hafnarfjarðarkirkja var vígð 20. desember 1914 en þá voru íbúar Hafnarfjarðar 1.500. „Kirkjan var vígð árið sem heimsstyrjöldin fyrri braust út. Á meðan heimsveldin hrundu til grunna reistu Hafnfirðingar guðshús til framtíðar,“ segir Þórhallur. Hann getur þess að Hafnarfjörður hafi tilheyrt Garðasókn frá fornu fari og Hafnfirðingar sótt kirkju að Görðum. „Það var um langan, ógreiðfæran vegarslóða að fara og því talið brýnt að byggja kirkju í hinum ört vaxandi kaupstað sem var stofnaður 1908.“ Yfirsmiður nýju kirkjunnar var Guðni Þorláksson en Rögnvaldur Ólafsson arkitekt. Séra Árni Björnsson var fyrsti presturinn. „Nokkur hiti var í aðdraganda kosninganna,“ segir séra Þórhallur. „Fyrst hafði séra Þorsteinn Briem verið kjörinn en hann afsalaði sér brauðinu eftir að hluti safnaðarins stofnaði fríkirkju. Fríkirkjan í Hafnarfirði var vígð árið 1913 og fagnaði því 100 ára afmæli í fyrra. En frá því að þessar tvær kirkjur risu hefur Hafnarfjarðarkirkja löngum gengið undir heitinu „Þjóðkirkjan“ í munni bæjarbúa þótt fyrir löngu séu komnir fleiri þjóðkirkjusöfnuðir,“ segir Þórhallur og óskar öllum Hafnfirðingum til hamingju með 100 ára afmæli Fríkirkjunnar í fyrra og 100 ára afmæli Þjóðkirkjunnar í ár.“Þórhallur heimissonÍ desember í fyrra voru rúmlega 11.000 manns skráðir í Þjóðkirkjuna í Hafnarfirði, Hafnarfjarðarsókn, en prestakallið í Falun, þar sem Þórhallur er kirkjuhirðir, telur 40.000 manns. Kirkjuhirðir er andlegur leiðtogi safnaðarins og yfirmaður starfsliðs. „Kirkjuhirðir ber ábyrgð á rekstrinum í umboði sóknarnefndar. Við erum með 120 manns í vinnu, þar af 14 presta, átta djákna, átta organista, húsverði, iðnaðarmenn, verkfræðing, kennara, gjaldkera, fjármálastjóra og kirkjugarðsstarfsfólk. Við erum með sex kirkjur, 12 kirkjugarða, útfararkapellu, bálstofu, sex safnaðarheimili, tvo sjúkrahúspresta, fangelsisprest og háskólaprest og margs konar starfsemi. Við rekum meðal annars nokkra leikskóla, meðferðarheimili fyrir unglinga og fjölskyldu- og hjónaráðgjöf auk hefðbundinna safnaðarstarfa.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þórhallur Heimisson, sóknarprestur við sænsku kirkjuna í Falun í Svíþjóð, hugsar með sérstökum hlýhug til kirkjunnar sinnar í Hafnarfirði í tilefni 100 ára afmælis hennar í ár. „Mér þykir auðvitað ákaflega vænt um kirkjuna mína,“ segir Þórhallur sem starfaði þar frá 1996 til 2012 eða þar til honum var boðið að gerast kirkjuhirðir í Falun. „Það var gamall draumur okkar hjóna að hverfa um stund aftur til Svíþjóðar og rifja þar upp gömul kynni en þar bjuggum við 1993 til 1996,“ lýsir hann. Hafnarfjarðarkirkja var vígð 20. desember 1914 en þá voru íbúar Hafnarfjarðar 1.500. „Kirkjan var vígð árið sem heimsstyrjöldin fyrri braust út. Á meðan heimsveldin hrundu til grunna reistu Hafnfirðingar guðshús til framtíðar,“ segir Þórhallur. Hann getur þess að Hafnarfjörður hafi tilheyrt Garðasókn frá fornu fari og Hafnfirðingar sótt kirkju að Görðum. „Það var um langan, ógreiðfæran vegarslóða að fara og því talið brýnt að byggja kirkju í hinum ört vaxandi kaupstað sem var stofnaður 1908.“ Yfirsmiður nýju kirkjunnar var Guðni Þorláksson en Rögnvaldur Ólafsson arkitekt. Séra Árni Björnsson var fyrsti presturinn. „Nokkur hiti var í aðdraganda kosninganna,“ segir séra Þórhallur. „Fyrst hafði séra Þorsteinn Briem verið kjörinn en hann afsalaði sér brauðinu eftir að hluti safnaðarins stofnaði fríkirkju. Fríkirkjan í Hafnarfirði var vígð árið 1913 og fagnaði því 100 ára afmæli í fyrra. En frá því að þessar tvær kirkjur risu hefur Hafnarfjarðarkirkja löngum gengið undir heitinu „Þjóðkirkjan“ í munni bæjarbúa þótt fyrir löngu séu komnir fleiri þjóðkirkjusöfnuðir,“ segir Þórhallur og óskar öllum Hafnfirðingum til hamingju með 100 ára afmæli Fríkirkjunnar í fyrra og 100 ára afmæli Þjóðkirkjunnar í ár.“Þórhallur heimissonÍ desember í fyrra voru rúmlega 11.000 manns skráðir í Þjóðkirkjuna í Hafnarfirði, Hafnarfjarðarsókn, en prestakallið í Falun, þar sem Þórhallur er kirkjuhirðir, telur 40.000 manns. Kirkjuhirðir er andlegur leiðtogi safnaðarins og yfirmaður starfsliðs. „Kirkjuhirðir ber ábyrgð á rekstrinum í umboði sóknarnefndar. Við erum með 120 manns í vinnu, þar af 14 presta, átta djákna, átta organista, húsverði, iðnaðarmenn, verkfræðing, kennara, gjaldkera, fjármálastjóra og kirkjugarðsstarfsfólk. Við erum með sex kirkjur, 12 kirkjugarða, útfararkapellu, bálstofu, sex safnaðarheimili, tvo sjúkrahúspresta, fangelsisprest og háskólaprest og margs konar starfsemi. Við rekum meðal annars nokkra leikskóla, meðferðarheimili fyrir unglinga og fjölskyldu- og hjónaráðgjöf auk hefðbundinna safnaðarstarfa.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira