
„Þetta reddast“
Í frétt í blaðinu í dag segjum við frá því að dæmi eru um að fórnarlömbum nauðgana hafi verið vísað frá neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis af því að það fannst enginn læknir til að sinna þeim.
„Þetta er alls ekki nógu gott,“ segir Gunnhildur Pétursdóttir en hún sinnir réttargæslu fyrir fórnarlömb kynferðisofbeldis og þurfti að horfa upp á það að skjólstæðingur hennar var sendur heim („Hún var orðin örþreytt. Þetta er rosalegt álag á brotaþola.“). Gunnhildur heldur áfram og segir það ótrúlegt en satt að „þetta reddast“ yfirleitt og að það sé ekki mjög algengt að fórnarlömb nauðgana séu send heim frá neyðarmóttöku vegna læknaskorts.
Gunnhildur segir að best væri að læknir væri alltaf á vakt, allan sólarhringinn, til að taka á móti fórnarlömbum. Sýni geta jú glatast og allar svona tafir geta haft skelfilegar afleiðingar fyrir einstakling sem nýbúið er að nauðga. Viðkomandi geta fallist hendur og hún eða hann hreinlega hætt við að klára rannsókn.
Eyrún Jónsdóttir er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri neyðarmóttökunnar. Hún tekur undir með Gunnhildi og segir að þetta geti verið erfitt fyrir þolendur, að vera sendir heim vegna læknaskorts, en læknarnir sem sinna þessu starfi starfa víst ekki innan spítalans heldur „á sínum stofum úti í bæ. Þeir eru með fullbókaða dagskrá hjá sér alla daga því það er ekki vitað hvenær svona mál koma inn.“ En hér er auðvitað hvorki við Eyrúnu að sakast né Gunnhildi eða læknana heldur þetta kerfi sem við búum við.
Við búum við kerfi sem sleppir nauðgurum. Að meðaltali kemur rúmlega eitt kynferðisbrotamál á dag inn á borð lögreglu. Allt árið um kring. Þetta eru um fjögur hundruð og fimmtíu mál á ári samkvæmt úttekt Fréttablaðsins á sínum tíma. Aðeins er ákært í rúmlega tuttugu af þessum málum (að meðaltali). Varla fjórtán af þeim málum sem enda með ákæru enda með sakfellingu fyrir dómstólum. Sönnunarbyrðin er erfið og oft er þetta orð gegn orði og svo framvegis. Eða svo er okkur sagt.
En er ekki bara miklu líklegra að þetta sé alls ekki svona einfalt og að frétt Fréttablaðsins í dag varpi ljósi á stóra vandamálið? Sem er einfaldlega að við tökum þessi mál ekki nógu alvarlega. Það kemur fyrir að fórnarlömbum nauðgana er hreinlega vísað frá og þau beðin um að koma aftur síðar þegar náðst hefur í lækni til að sinna þeim.
Nú vitum við í augnablikinu ekki hver fer með dómsmálin í landinu en við vitum hver er heilbrigðisráðherra og hann ætti að kippa þessu í liðinn. Strax. Þetta reddast ekki nema við lögum það.
Skoðun

Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar

Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun
Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Hver reif kjaft við hvern?
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra
Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar

Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ
Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar

Kjósum opnara grunnnám
Toby Erik Wikström skrifar

Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda
Ástráður Eysteinsson skrifar

Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar

Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands?
Ingileif Jónsdóttir skrifar

Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Vopnakaup íslenska ráðamanna
Friðrik Erlingsson skrifar

Samstaðan er óstöðvandi afl
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands
Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar

Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ?
Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar

Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu
Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar

Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi
Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar

Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru
Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar

Gunnar Smári hvað er hann?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri
Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar

Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla
Hrönn Egilsdóttir skrifar

Forvarnir á ferð
Erlingur Sigvaldason skrifar

Vertu meðbyr mannúðar
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Fegurð sem breytir skólum
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft
Sigurður Örn Hilmarsson skrifar

Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation
Marianne Elisabeth Klinke skrifar

Verður Frelsið fullveldinu að bráð?
Anton Guðmundsson skrifar

Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun?
Ólafur Stephensen skrifar