Ferðaþjónustan getur greitt sitt Mikael Torfason skrifar 25. ágúst 2014 08:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað breytingar á virðisaukaskatti og stefnt er að því að þær breytingar taki gildi um næstu áramót. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í fréttum Bylgjunnar í síðustu viku að þessar breytingar ættu að ná til ferðaþjónustunnar sem býr við flókið og torskilið skattkerfi. „Þegar ég hef skoðað þessi skattamál betur núna síðustu mánuði er ég eiginlega komin á þá skoðun að við ættum að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna vegna þess að nú er velta ferðaþjónustunnar orðin meiri en sjávarútvegsins,“ sagði Vigdís. Á Íslandi er virðisaukaskattur ýmist sjö eða tuttugu og fimm komma fimm prósent. Reyndar er þetta enn flóknara þegar ferðaþjónustan er annars vegar því sumt ber engan virðisaukaskatt, eins og til dæmis fólksflutningar, innanlands- og millilandaflug auk fargjalds í ferjur og hópferðabíla og auðvitað leigubíla. Það er enginn virðisaukaskattur rukkaður þegar þú tekur leigubíl en ef þú leigir bílaleigubíl er vaskurinn svokallaði tuttugu og fimm komma fimm prósent. Flækjustigið endar ekki hér því ef þú leigir þér kajak eða hest eða köfunarbúnað þarftu að borga vask. En ef um skipulagða hópferð er að ræða með fararstjóra þá er enginn vaskur af hvalaskoðuninni, hestaferðinni eða sjóstangaveiðinni. Alls konar glufur eru í kerfinu sem valda ruglingi eins og til dæmis að ef einhver kaupir sér leyfi til að veiða fimm fiska í vatni þarf söluaðili að rukka virðisaukaskatt en veiðileyfi í vatni, ef ekki er tilgreint hversu margir fiskar ætlað er að veiðist, er leyfið undanþegið vaski. Eins og Vigdís benti á í síðustu viku þá var þetta kerfi á sínum tíma hugsað til að styðja við nýja atvinnugrein sem átti erfitt uppdráttar. Nú hins vegar er þetta orðin ein aðalatvinnugrein okkar og svo mikil er sóknin og aukningin að það stórsér á landinu okkar. Ríkiskassinn þarf tilfinnanlega á fjármunum að halda til að mæta þessum mikla ágangi ferðamanna og því sjálfsagt að rukka virðisaukaskatt. Bjarni Benediktsson hefur boðað að breytingarnar sem hann vill gera á kerfinu séu til einföldunar, lækka jafnvel efra þrepið og hækka það neðra og fækka undanþágum; skynsamlegt því undanþágurnar eiga að vera fáar sem engar. Mikilvægt er að allir sitji við sama borð. Hugsanlega geta einhverjar undanþágur frá þeirri reglu verið nauðsynlegar en það verður að hugsa þá hugsun til enda og heildrænt. Ekki þýðir að miða við stöðu einhvers eins í dag, ef það leiðir óhjákvæmilega til kerfis sem er óskiljanlegt og götótt – stagbæta svo í glufurnar þannig að þetta fer meira og minna í sjálft sig. Að öllu jöfnu ætti skattkerfið að vera einfalt, gegnsætt og beinskeytt. Að menn gleymi ekki tilganginum. Þannig er það ekki í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Skoðun Skoðun Græn borg Auður Elva Kjartansdóttir skrifar Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað breytingar á virðisaukaskatti og stefnt er að því að þær breytingar taki gildi um næstu áramót. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í fréttum Bylgjunnar í síðustu viku að þessar breytingar ættu að ná til ferðaþjónustunnar sem býr við flókið og torskilið skattkerfi. „Þegar ég hef skoðað þessi skattamál betur núna síðustu mánuði er ég eiginlega komin á þá skoðun að við ættum að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna vegna þess að nú er velta ferðaþjónustunnar orðin meiri en sjávarútvegsins,“ sagði Vigdís. Á Íslandi er virðisaukaskattur ýmist sjö eða tuttugu og fimm komma fimm prósent. Reyndar er þetta enn flóknara þegar ferðaþjónustan er annars vegar því sumt ber engan virðisaukaskatt, eins og til dæmis fólksflutningar, innanlands- og millilandaflug auk fargjalds í ferjur og hópferðabíla og auðvitað leigubíla. Það er enginn virðisaukaskattur rukkaður þegar þú tekur leigubíl en ef þú leigir bílaleigubíl er vaskurinn svokallaði tuttugu og fimm komma fimm prósent. Flækjustigið endar ekki hér því ef þú leigir þér kajak eða hest eða köfunarbúnað þarftu að borga vask. En ef um skipulagða hópferð er að ræða með fararstjóra þá er enginn vaskur af hvalaskoðuninni, hestaferðinni eða sjóstangaveiðinni. Alls konar glufur eru í kerfinu sem valda ruglingi eins og til dæmis að ef einhver kaupir sér leyfi til að veiða fimm fiska í vatni þarf söluaðili að rukka virðisaukaskatt en veiðileyfi í vatni, ef ekki er tilgreint hversu margir fiskar ætlað er að veiðist, er leyfið undanþegið vaski. Eins og Vigdís benti á í síðustu viku þá var þetta kerfi á sínum tíma hugsað til að styðja við nýja atvinnugrein sem átti erfitt uppdráttar. Nú hins vegar er þetta orðin ein aðalatvinnugrein okkar og svo mikil er sóknin og aukningin að það stórsér á landinu okkar. Ríkiskassinn þarf tilfinnanlega á fjármunum að halda til að mæta þessum mikla ágangi ferðamanna og því sjálfsagt að rukka virðisaukaskatt. Bjarni Benediktsson hefur boðað að breytingarnar sem hann vill gera á kerfinu séu til einföldunar, lækka jafnvel efra þrepið og hækka það neðra og fækka undanþágum; skynsamlegt því undanþágurnar eiga að vera fáar sem engar. Mikilvægt er að allir sitji við sama borð. Hugsanlega geta einhverjar undanþágur frá þeirri reglu verið nauðsynlegar en það verður að hugsa þá hugsun til enda og heildrænt. Ekki þýðir að miða við stöðu einhvers eins í dag, ef það leiðir óhjákvæmilega til kerfis sem er óskiljanlegt og götótt – stagbæta svo í glufurnar þannig að þetta fer meira og minna í sjálft sig. Að öllu jöfnu ætti skattkerfið að vera einfalt, gegnsætt og beinskeytt. Að menn gleymi ekki tilganginum. Þannig er það ekki í dag.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar