Hvað er leikrit? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. október 2014 15:30 Hallfríður Þóra Tryggvadóttir. „Þetta er samstarf leikhúslistamanna sem stýrt er frá London og er vonandi upphafið að einhverju skemmtilegu.“ Mynd: Alex Bergmann „Hátíðin fer fram á laugardag og sunnudag í Tjarnarbíói í Reykjavík og samtímis í fjórum öðrum borgum. Þetta er samstarf leikhúslistamanna sem stýrt er frá London og er vonandi upphafið að einhverju skemmtilegu,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, stjórnandi All Change Festival í Reykjavík. Hinar borgirnar þar sem hátíðin fer fram eru London, Augsburg, New York og New Orleans. Hallfríður segir þá sem að hátíðinni koma vinna með það að leiðarljósi að vekja athygli á performansleikhúsi. „Við erum að velta því fyrir okkur hvað leikrit sé og hvort dramatískur texti þurfi endilega að vera þungamiðja þess,“ segir Hallfríður. „Þetta þema kemur fram í ólíkum birtingarmyndum í þessum fimm borgum en alls staðar er unnið hljóðverk út frá viðkomandi borg. Hljóðverkið á All Change Festival í Reykjavík fjallar um Hallgrímskirkju og er eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur. Fólk getur hlustað á það í sérstökum turni sem er í Tjarnarbíói en það verður líka aðgengilegt á heimasíðu sem verður auglýst síðar.“ All Change Festival er hluti af bresku hátíðinni Fun Palaces og samstarfsmenn á alþjóðavísu eru listamennirnir eða listhóparnir Firehouse Creative Productions í London, Bluespots Productions í Augsburg, NEW NOISE í New Orleans og Lucy Jackson og Lisa Szolovits í New York. Í Reykjavík verður fjölbreytt dagskrá þar sem meðal annars verða sýnd leikverkin Kameljón, Haraldurinn og Róðarí, auk þess sem sýnt verður úr verki í vinnslu, sýningunni Strengjum sem verður frumsýnd í lok október. Dagskránni lýkur svo með pallborðsumræðum á sunnudagskvöld. „Þær munu fjalla um þessa spurningu: hvað leikrit sé og þar mun Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, sem er að ljúka doktorsverkefni í bókmenntafræði með áherslu á leikhús, fjalla um muninn á dramatísku og póstdramatísku leikhúsi. Síðan munu nokkrir listamenn, þau Álfrún Örnólfsdóttir, Friðgeir Einarsson og Hrund Ólafsdóttir, fjalla um eigin leikhússköpun, Símon Birgisson ræðir spurninguna hvað er leikrit? og að endingu mun Una Þorleifsdóttir segja frá kennslu og aðferðum sem beitt er á sviðshöfundabraut LHÍ. Þetta ættu að verða rosalega fróðlegar umræður,“ segir Hallfríður. „Og ég hvet alla sem hafa áhuga á íslensku leikhúsi til að mæta og taka þátt í þeim.“ Upplýsingar um dagskrána má meðal annars nálgast á Facebook-síðu hátíðarinnar, allchangefestivalreykjavik, og á heimasíðum Tjarnarbíós og Bókmenntaborgarinnar. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Hátíðin fer fram á laugardag og sunnudag í Tjarnarbíói í Reykjavík og samtímis í fjórum öðrum borgum. Þetta er samstarf leikhúslistamanna sem stýrt er frá London og er vonandi upphafið að einhverju skemmtilegu,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, stjórnandi All Change Festival í Reykjavík. Hinar borgirnar þar sem hátíðin fer fram eru London, Augsburg, New York og New Orleans. Hallfríður segir þá sem að hátíðinni koma vinna með það að leiðarljósi að vekja athygli á performansleikhúsi. „Við erum að velta því fyrir okkur hvað leikrit sé og hvort dramatískur texti þurfi endilega að vera þungamiðja þess,“ segir Hallfríður. „Þetta þema kemur fram í ólíkum birtingarmyndum í þessum fimm borgum en alls staðar er unnið hljóðverk út frá viðkomandi borg. Hljóðverkið á All Change Festival í Reykjavík fjallar um Hallgrímskirkju og er eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur. Fólk getur hlustað á það í sérstökum turni sem er í Tjarnarbíói en það verður líka aðgengilegt á heimasíðu sem verður auglýst síðar.“ All Change Festival er hluti af bresku hátíðinni Fun Palaces og samstarfsmenn á alþjóðavísu eru listamennirnir eða listhóparnir Firehouse Creative Productions í London, Bluespots Productions í Augsburg, NEW NOISE í New Orleans og Lucy Jackson og Lisa Szolovits í New York. Í Reykjavík verður fjölbreytt dagskrá þar sem meðal annars verða sýnd leikverkin Kameljón, Haraldurinn og Róðarí, auk þess sem sýnt verður úr verki í vinnslu, sýningunni Strengjum sem verður frumsýnd í lok október. Dagskránni lýkur svo með pallborðsumræðum á sunnudagskvöld. „Þær munu fjalla um þessa spurningu: hvað leikrit sé og þar mun Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, sem er að ljúka doktorsverkefni í bókmenntafræði með áherslu á leikhús, fjalla um muninn á dramatísku og póstdramatísku leikhúsi. Síðan munu nokkrir listamenn, þau Álfrún Örnólfsdóttir, Friðgeir Einarsson og Hrund Ólafsdóttir, fjalla um eigin leikhússköpun, Símon Birgisson ræðir spurninguna hvað er leikrit? og að endingu mun Una Þorleifsdóttir segja frá kennslu og aðferðum sem beitt er á sviðshöfundabraut LHÍ. Þetta ættu að verða rosalega fróðlegar umræður,“ segir Hallfríður. „Og ég hvet alla sem hafa áhuga á íslensku leikhúsi til að mæta og taka þátt í þeim.“ Upplýsingar um dagskrána má meðal annars nálgast á Facebook-síðu hátíðarinnar, allchangefestivalreykjavik, og á heimasíðum Tjarnarbíós og Bókmenntaborgarinnar.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira