Græðgin aftengd? Pawel Bartoszek skrifar 11. október 2014 14:18 Ríkið í Skeifunni. Klukkan 19.45. Ein af þremur smásöluverslunum með áfengi á landinu sem enn er opin á þessum tíma dags. Maður í flíspeysu leggur jeppanum í stæði fyrir utan og labbar rösklega inn. Hann er ætlar að kaupa bjór. Hann tekur stefnuna í átt að kælinum. Faglega útlítandi vínráðgjafi brosir til hans. Vinur okkar, köllum hann Bergvin, stígur inn í kælinn. Þar er búið að stafla bjórkössum upp á trébretti ofan á hráu steypugólfinu. Hann veit hvað hann ætlar að kaupa. Hann grípur sex dósir í pakka. „Æi, ætli ég fái ekki tvo til viðbótar. Betra að vera viss,“ hugsar Bergvin og tekur til við að losa tvo bjóra til viðbótar úr nálægri kippu. Bergvin er, líkt og flest okkar, ekki að velta hlutunum mikið fyrir sér. Hann tekur því sem gefnu að hann þurfi að fara lengst inn í búðina eftir bjórnum. „Það er örugglega til að það sé hægt að hafa hann í kæli,“ myndi Bergvin eflaust svara ef við hefðum spurt hann um ástæður þessa fyrirkomulags. „Og kælar eru alltaf í jaðri verslana.“ Bergvin labbar út úr kælinum. Fallegar vínflöskur blasa við honum í smekklegum viðarhillunum. Útlínur af beljum og fuglum gefa til kynna með hvernig kjöti viðkomandi flaska passar. Hann tekur eina. Meðan hann bíður í röðinni horfir hann á sterka áfengið. Hann hugleiðir að bæta einhverju við… Hagur af óbreyttu ástandiFyrir um níu árum voru yfir þrjátíu yfirmenn hjá sænsku áfengisversluninni SystemBolaget dæmdir fyrir að þiggja mútur frá áfengisbirgjum. Síðan hafa fleiri sambærilegar ásakanir komið fram. Þetta er í gangi í Svíþjóð sem þykir tiltölulega óspillt land í alþjóðlegum samanburði. Markmiðið með því að minnast á þetta er ekki að lita íslenska ríkisstarfsmenn með afglöpum hinna sænsku heldur að benda á að það er hlægilegt að halda að menn geti losnað við græðgina út úr áfengisdreifingunni með því að ríkisvæða hluta hennar. Hillupláss hættir ekki að verða verðmætt þótt ríkið eigi það. Ef ekki er hægt að keppa um hilluplássið á markaðsforsendum er alltaf hætta á því birgjar reyni að gera það eftir einhverjum öðrum leiðum. Og jafnvel þótt enginn beinlínis múti neinum þá er þetta einfaldlega ekki heilbrigt samkeppnisumhverfi. Hér á landi er markaðshlutdeild stærstu birgjanna í ríkinu há. Um það bil 40% af öllum flöskum sem seljast í ríkinu eru á vegum Vífilfells. Ölgerðin á um 30% af öllum seldum flöskum. Það kemur því kannski ekki á óvart að þeir aðilar þrýsta ekki beinlínis á um að núverandi kerfi verði bylt. Það er ekkert óskiljanlegt við þá ástæðu né heldur er neitt óskiljanlegt við margar aðrar ástæður sem fólk gefur fyrir andstöðu sinni. En haldi fólk að í núverandi kerfi hafi mönnum tekist að temja græðgina, með því að ríkisvæða hluta hennar, þá er það tálsýn. Hefðbundin búðartrikkAf þeim 39 milljón flöskum sem seldar voru í Ríkinu á seinasta ári innihéldu tæplega 34 milljónir einhvers konar bjór. Neytendur hafa einhvern veginn valið sig í áttina að því veikasta af öllum þeim efnum sem ÁTVR býður upp á. En búðirnar endurspegla það val ekki. Vínbúðirnar er eru eins og aðrar verslanir. Vínbúðirnar eru hannaðar með það að markmiði að þeir sem í þær komi kaupi meira. Hefur fólk til dæmis velt því fyrir sér hvernig bjórinn, sú vara sem mest selst, er oftast staðsett þannig að labba þurfi í gegnum alla búðina eftir henni? Á meðan sterka áfengið er gjarnan nálægt kassanum þar sem menn geta gripið það með sér meðan menn bíða? Bjórinn er því eins og mjólkin í hefðbundnum matvöruverslunum. Bjórinn er það sem neytandinn vill kaupa. Sterka áfengið er eins og nammið – það sem búðin vill selja. Þessi uppsetning verslana, þar sem virðist að reynt sé að leiða neytendur út í hin sterkari og dýrari efni, ýtir undir efa um það sem sumir virðast halda fram: að tekist hafi að bólusetja vínsalann gegn græðginni með því að gera hann að ríkisstarfsmanni með einokunarstöðu. Enda ber ekkert í umgjörð, þjónustu eða auglýsingum ÁTVR það lengur með sér að þar sé á ferðinni fyrirtæki sem myndi helst vilja að enginn verslaði við sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkið í Skeifunni. Klukkan 19.45. Ein af þremur smásöluverslunum með áfengi á landinu sem enn er opin á þessum tíma dags. Maður í flíspeysu leggur jeppanum í stæði fyrir utan og labbar rösklega inn. Hann er ætlar að kaupa bjór. Hann tekur stefnuna í átt að kælinum. Faglega útlítandi vínráðgjafi brosir til hans. Vinur okkar, köllum hann Bergvin, stígur inn í kælinn. Þar er búið að stafla bjórkössum upp á trébretti ofan á hráu steypugólfinu. Hann veit hvað hann ætlar að kaupa. Hann grípur sex dósir í pakka. „Æi, ætli ég fái ekki tvo til viðbótar. Betra að vera viss,“ hugsar Bergvin og tekur til við að losa tvo bjóra til viðbótar úr nálægri kippu. Bergvin er, líkt og flest okkar, ekki að velta hlutunum mikið fyrir sér. Hann tekur því sem gefnu að hann þurfi að fara lengst inn í búðina eftir bjórnum. „Það er örugglega til að það sé hægt að hafa hann í kæli,“ myndi Bergvin eflaust svara ef við hefðum spurt hann um ástæður þessa fyrirkomulags. „Og kælar eru alltaf í jaðri verslana.“ Bergvin labbar út úr kælinum. Fallegar vínflöskur blasa við honum í smekklegum viðarhillunum. Útlínur af beljum og fuglum gefa til kynna með hvernig kjöti viðkomandi flaska passar. Hann tekur eina. Meðan hann bíður í röðinni horfir hann á sterka áfengið. Hann hugleiðir að bæta einhverju við… Hagur af óbreyttu ástandiFyrir um níu árum voru yfir þrjátíu yfirmenn hjá sænsku áfengisversluninni SystemBolaget dæmdir fyrir að þiggja mútur frá áfengisbirgjum. Síðan hafa fleiri sambærilegar ásakanir komið fram. Þetta er í gangi í Svíþjóð sem þykir tiltölulega óspillt land í alþjóðlegum samanburði. Markmiðið með því að minnast á þetta er ekki að lita íslenska ríkisstarfsmenn með afglöpum hinna sænsku heldur að benda á að það er hlægilegt að halda að menn geti losnað við græðgina út úr áfengisdreifingunni með því að ríkisvæða hluta hennar. Hillupláss hættir ekki að verða verðmætt þótt ríkið eigi það. Ef ekki er hægt að keppa um hilluplássið á markaðsforsendum er alltaf hætta á því birgjar reyni að gera það eftir einhverjum öðrum leiðum. Og jafnvel þótt enginn beinlínis múti neinum þá er þetta einfaldlega ekki heilbrigt samkeppnisumhverfi. Hér á landi er markaðshlutdeild stærstu birgjanna í ríkinu há. Um það bil 40% af öllum flöskum sem seljast í ríkinu eru á vegum Vífilfells. Ölgerðin á um 30% af öllum seldum flöskum. Það kemur því kannski ekki á óvart að þeir aðilar þrýsta ekki beinlínis á um að núverandi kerfi verði bylt. Það er ekkert óskiljanlegt við þá ástæðu né heldur er neitt óskiljanlegt við margar aðrar ástæður sem fólk gefur fyrir andstöðu sinni. En haldi fólk að í núverandi kerfi hafi mönnum tekist að temja græðgina, með því að ríkisvæða hluta hennar, þá er það tálsýn. Hefðbundin búðartrikkAf þeim 39 milljón flöskum sem seldar voru í Ríkinu á seinasta ári innihéldu tæplega 34 milljónir einhvers konar bjór. Neytendur hafa einhvern veginn valið sig í áttina að því veikasta af öllum þeim efnum sem ÁTVR býður upp á. En búðirnar endurspegla það val ekki. Vínbúðirnar er eru eins og aðrar verslanir. Vínbúðirnar eru hannaðar með það að markmiði að þeir sem í þær komi kaupi meira. Hefur fólk til dæmis velt því fyrir sér hvernig bjórinn, sú vara sem mest selst, er oftast staðsett þannig að labba þurfi í gegnum alla búðina eftir henni? Á meðan sterka áfengið er gjarnan nálægt kassanum þar sem menn geta gripið það með sér meðan menn bíða? Bjórinn er því eins og mjólkin í hefðbundnum matvöruverslunum. Bjórinn er það sem neytandinn vill kaupa. Sterka áfengið er eins og nammið – það sem búðin vill selja. Þessi uppsetning verslana, þar sem virðist að reynt sé að leiða neytendur út í hin sterkari og dýrari efni, ýtir undir efa um það sem sumir virðast halda fram: að tekist hafi að bólusetja vínsalann gegn græðginni með því að gera hann að ríkisstarfsmanni með einokunarstöðu. Enda ber ekkert í umgjörð, þjónustu eða auglýsingum ÁTVR það lengur með sér að þar sé á ferðinni fyrirtæki sem myndi helst vilja að enginn verslaði við sig.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun