Leiðinlegasta sem ég geri er að hanga inni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. október 2014 15:00 Anna Bíbí Wíum Axelsdóttir. Fréttablaðið/Stefán Anna Bíbí Wíum Axelsdóttir, tíu ára, leikur stelpu í brennó í nýju forvarnarmyndinni Stattu með þér, sem sýnd er í tíu og tólf ára bekkjum í skólum landsins. Veistu af hverju þú heitir Anna Bíbí Wíum? „Já, langamma mín hét Anna og amma mín var kölluð Bíbí og ég er skírð í höfuðið á þeim. Ég er fædd í Kína og þess vegna á ég líka kínverskt nafn sem er Fu Qing Man.“ Í hvaða skóla ertu og hvaða námsgrein er í uppáhaldi þar? „Ég er í Foldaskóla og mér finnst skemmtilegast í íþróttum, dansi og myndmennt.“ Hver eru helstu áhugamálin þín og hvernig gengur að sinna þeim? „Ég er í Sönglist og mér finnst gaman þar, bæði að leika og syngja. Ég er líka að æfa á píanó og svo er ég nýbyrjuð í Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogskirkju. Ég var að æfa fótbolta en er hætt því núna. Kannski ætla ég að prófa að æfa körfubolta.“ Var gaman að taka þátt í myndinni Stattu með þér? „Já, það var var mjög fínt. Það voru skemmtilegir krakkar sem tóku þátt og ég þekkti suma.“ Hvert er þitt hlutverk? „Í myndinni lék ég aðallega stelpu í brennó í íþróttatíma og í lokaatriðinu þar sem allir voru.“ Hvernig fannst þér að sjá þig á hvíta tjaldinu? „Það var gaman að sjá sjálfa sig í bíó en líka svolítið skrítið út af því að ég vissi ekki hvernig þetta yrði. Mér fannst bara allir standa sig vel í hlutverkunum sínum.“ Hvað horfir þú helst á í sjónvarpinu og af hverju? „Ég horfi helst á Skúla skelfi og Malcolm in the Middle í sjónvarpinu og svo horfi ég oft á veðrið líka til að fylgjast með hvernig það á að vera.“ Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? „Það leiðinlegasta sem ég geri er að hanga inni, fara út með ruslið og fara að versla.“ En skemmtilegasta? „Skemmtilegasta sem ég geri er að leika við vini mína, vera í Sönglist og kórnum. Mér finnst gaman að leika og syngja.“ Finnst þér starf leikarans áhugavert? „Já, svolítið. Það er ekki auðvelt að vera leikari því það þarf að halda einbeitingu og ruglast ekki og vanda sig við það sem maður á að gera. Ég væri alveg til í að leika í einhverju fleiru. Kannski verð ég leikari þegar ég verð stór.“ Krakkar Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Anna Bíbí Wíum Axelsdóttir, tíu ára, leikur stelpu í brennó í nýju forvarnarmyndinni Stattu með þér, sem sýnd er í tíu og tólf ára bekkjum í skólum landsins. Veistu af hverju þú heitir Anna Bíbí Wíum? „Já, langamma mín hét Anna og amma mín var kölluð Bíbí og ég er skírð í höfuðið á þeim. Ég er fædd í Kína og þess vegna á ég líka kínverskt nafn sem er Fu Qing Man.“ Í hvaða skóla ertu og hvaða námsgrein er í uppáhaldi þar? „Ég er í Foldaskóla og mér finnst skemmtilegast í íþróttum, dansi og myndmennt.“ Hver eru helstu áhugamálin þín og hvernig gengur að sinna þeim? „Ég er í Sönglist og mér finnst gaman þar, bæði að leika og syngja. Ég er líka að æfa á píanó og svo er ég nýbyrjuð í Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogskirkju. Ég var að æfa fótbolta en er hætt því núna. Kannski ætla ég að prófa að æfa körfubolta.“ Var gaman að taka þátt í myndinni Stattu með þér? „Já, það var var mjög fínt. Það voru skemmtilegir krakkar sem tóku þátt og ég þekkti suma.“ Hvert er þitt hlutverk? „Í myndinni lék ég aðallega stelpu í brennó í íþróttatíma og í lokaatriðinu þar sem allir voru.“ Hvernig fannst þér að sjá þig á hvíta tjaldinu? „Það var gaman að sjá sjálfa sig í bíó en líka svolítið skrítið út af því að ég vissi ekki hvernig þetta yrði. Mér fannst bara allir standa sig vel í hlutverkunum sínum.“ Hvað horfir þú helst á í sjónvarpinu og af hverju? „Ég horfi helst á Skúla skelfi og Malcolm in the Middle í sjónvarpinu og svo horfi ég oft á veðrið líka til að fylgjast með hvernig það á að vera.“ Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? „Það leiðinlegasta sem ég geri er að hanga inni, fara út með ruslið og fara að versla.“ En skemmtilegasta? „Skemmtilegasta sem ég geri er að leika við vini mína, vera í Sönglist og kórnum. Mér finnst gaman að leika og syngja.“ Finnst þér starf leikarans áhugavert? „Já, svolítið. Það er ekki auðvelt að vera leikari því það þarf að halda einbeitingu og ruglast ekki og vanda sig við það sem maður á að gera. Ég væri alveg til í að leika í einhverju fleiru. Kannski verð ég leikari þegar ég verð stór.“
Krakkar Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira