Illa ígrunduð hækkun á mat og menningu Katrín Jakobsdóttir skrifar 18. nóvember 2014 07:00 Hækkun virðisaukaskatts á matvæli, bækur og tónlist hefur verið til umræðu allt frá því í haust þegar ríkisstjórnin lagði fram fjárlagafrumvarp og tekjuöflunarfrumvörp. Ríkisstjórnin vill hækka virðisaukaskattinn úr sjö prósentum í tólf á þessar vörur undir því yfirskini að slík breyting sé liður í að einfalda virðisaukaskattkerfið og á móti kemur lækkun á efra þrepi um eitt og hálft prósent. Vinstri-græn munu gera sitt til að beita sér gegn hækkuninni enda ekki í þágu almennings í landinu. Vandséð er hvernig þessar breytingar leiða til einföldunar á kerfinu; tvö þrep eru áfram tvö þrep. Þær munu hins vegar hafa áhrif á líf almennings. Sú röksemd stjórnarflokkanna að lækkun á sjónvörpum og ísskápum muni vega upp á móti hækkun á matvælaverði dugir skammt því að allir þurfa að neyta matvæla á hverjum degi meðan þær vörur sem lækka í verði eru þess eðlis að þær þarf einungis að kaupa örsjaldan á lífsleiðinni. Þá er ljóst að þær mótvægisaðgerðir sem hafa verið kynntar koma alls ekki til móts við alla þá sem verða fyrir áhrifum af þessum hækkunum. Við umfjöllun Alþingis um málið hefur komið fram að lækkanir sem til dæmis hafa orsakast af gengissveiflum hafa sjaldnast skilað sér til fulls inn í verðlag en hækkanir skila sér hins vegar mun betur. Engin ástæða er til að ætla að annað gildi um skattabreytingar á borð við þessar. Ef ríkisstjórnin stendur við fyrirætlan sína stefnir því í að skattahækkunin skili sér að fullu í hærra verði á bókum, tónlist og matarkörfu almennings í landinu. Annars vegar er um að ræða nauðsynjavörur sem allir þurfa á að halda daglega og hins vegar afurðir sem skipta miklu fyrir menningarstefnu þjóðarinnar, samfélagið og tunguna. Í þessum tillögum birtist forgangsröðun sem ég trúi ekki að nein sátt sé um. Hún skerðir kjör almennings og getur reynst stórskaðleg menningarstarfi í landinu sem hefur einmitt borið hróður okkar svo víða og var það sem við hölluðum okkur að þegar efnahagskerfið hrundi og Íslendingar þurftu að rifja upp hvað það er sem skapar samfélagið okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hækkun virðisaukaskatts á matvæli, bækur og tónlist hefur verið til umræðu allt frá því í haust þegar ríkisstjórnin lagði fram fjárlagafrumvarp og tekjuöflunarfrumvörp. Ríkisstjórnin vill hækka virðisaukaskattinn úr sjö prósentum í tólf á þessar vörur undir því yfirskini að slík breyting sé liður í að einfalda virðisaukaskattkerfið og á móti kemur lækkun á efra þrepi um eitt og hálft prósent. Vinstri-græn munu gera sitt til að beita sér gegn hækkuninni enda ekki í þágu almennings í landinu. Vandséð er hvernig þessar breytingar leiða til einföldunar á kerfinu; tvö þrep eru áfram tvö þrep. Þær munu hins vegar hafa áhrif á líf almennings. Sú röksemd stjórnarflokkanna að lækkun á sjónvörpum og ísskápum muni vega upp á móti hækkun á matvælaverði dugir skammt því að allir þurfa að neyta matvæla á hverjum degi meðan þær vörur sem lækka í verði eru þess eðlis að þær þarf einungis að kaupa örsjaldan á lífsleiðinni. Þá er ljóst að þær mótvægisaðgerðir sem hafa verið kynntar koma alls ekki til móts við alla þá sem verða fyrir áhrifum af þessum hækkunum. Við umfjöllun Alþingis um málið hefur komið fram að lækkanir sem til dæmis hafa orsakast af gengissveiflum hafa sjaldnast skilað sér til fulls inn í verðlag en hækkanir skila sér hins vegar mun betur. Engin ástæða er til að ætla að annað gildi um skattabreytingar á borð við þessar. Ef ríkisstjórnin stendur við fyrirætlan sína stefnir því í að skattahækkunin skili sér að fullu í hærra verði á bókum, tónlist og matarkörfu almennings í landinu. Annars vegar er um að ræða nauðsynjavörur sem allir þurfa á að halda daglega og hins vegar afurðir sem skipta miklu fyrir menningarstefnu þjóðarinnar, samfélagið og tunguna. Í þessum tillögum birtist forgangsröðun sem ég trúi ekki að nein sátt sé um. Hún skerðir kjör almennings og getur reynst stórskaðleg menningarstarfi í landinu sem hefur einmitt borið hróður okkar svo víða og var það sem við hölluðum okkur að þegar efnahagskerfið hrundi og Íslendingar þurftu að rifja upp hvað það er sem skapar samfélagið okkar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun