Aðstoðarmaður leyndi illa fengnu skjali í ráðuneytinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. nóvember 2014 07:00 Gísli Freyr var dæmdur fyrir að leka minnisblaði og fékk greinargerð sem hann átti ekki rétt á frá lögreglunni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra lögregluupplýsingar sem hann átti engan rétt á að óska eftir og fá. Í svari Ragnhildar Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu, til fréttastofu Stöðvar 2, segir að aðstoðarmenn ráðherra hafi „ekki heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra sem stjórnvaldshafa, heldur einungis gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra eða stefnumótun.“ Það eigi jafnt við um upplýsingar frá lögreglu sem aðrar upplýsingar. Þá kemur fram í svari innanríkisráðuneytisins til Fréttablaðsins að greinargerðin um hælisleitandann Tony Omos sem Sigríður sendi Gísla Frey 20. nóvember í fyrra sé ekki til í málaskrá ráðuneytisins. Þannig virðist Gísli Freyr hafa haldið umræddu skjali leyndu fyrir öðrum starfsmönnum ráðuneytisins. „Allar slíkar beiðnir skal skrá með formlegum hætti í málaskrá ráðuneytis,“ segir í svari Ragnhildar. „Starfsfólki er ekki heimilt að óska eftir gögnum, hvorki frá stjórnvöldum né öðrum, að tilhæfulausu heldur verður gagnaöflunin að tengjast tilteknu máli sem til meðferðar er eða að öðru leyti að vera nauðsynleg svo ráðherra geti sinnt yfirstjórnunarskyldum sínum,“ segir ráðuneytisstjórinn enn fremur.Lögreglan á Suðurnesjum þarf nú að svara fyrir gagnasendingar fyrrverandi lögreglustjóra.Fréttablaði/GVAPersónuvernd hefur óskað eftir upplýsingum frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum um innihald greinargerðarinnar sem Sigríður sendi Gísla Frey og um lagaheimildir fyrir sendingunni. Óskað er skýringa á því hvernig sendingin samræmist ákvæðum laga um almennar reglur og sérstök skilyrði fyrir vinnslu persónuupplýsinga og um hvernig sending greinargerðarinnar horfi við ákvæði um lagaheimild í reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu. Í Fréttablaðinu í gær var embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum einmitt spurt um lagaheimild fyrir sendingu greinargerðarinnar. „Um það mál sem sérstaklega er spurt um hefur undirritaður ekki vitneskju,“ sagði í svari Ólafs Helga Kjartanssonar, núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Birting á niðurstöðum athugunar Umboðsmanns Alþingis á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og fyrrverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Stefáns Eiríkssonar, er sögð dragast fram í næstu viku. Það sé vegna ábendingar sem tengist þó ekki þeim samskiptum Sigríðar og Gísla Freys sem fjölmiðlar hafi fjallað um. Lekamálið Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra lögregluupplýsingar sem hann átti engan rétt á að óska eftir og fá. Í svari Ragnhildar Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu, til fréttastofu Stöðvar 2, segir að aðstoðarmenn ráðherra hafi „ekki heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra sem stjórnvaldshafa, heldur einungis gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra eða stefnumótun.“ Það eigi jafnt við um upplýsingar frá lögreglu sem aðrar upplýsingar. Þá kemur fram í svari innanríkisráðuneytisins til Fréttablaðsins að greinargerðin um hælisleitandann Tony Omos sem Sigríður sendi Gísla Frey 20. nóvember í fyrra sé ekki til í málaskrá ráðuneytisins. Þannig virðist Gísli Freyr hafa haldið umræddu skjali leyndu fyrir öðrum starfsmönnum ráðuneytisins. „Allar slíkar beiðnir skal skrá með formlegum hætti í málaskrá ráðuneytis,“ segir í svari Ragnhildar. „Starfsfólki er ekki heimilt að óska eftir gögnum, hvorki frá stjórnvöldum né öðrum, að tilhæfulausu heldur verður gagnaöflunin að tengjast tilteknu máli sem til meðferðar er eða að öðru leyti að vera nauðsynleg svo ráðherra geti sinnt yfirstjórnunarskyldum sínum,“ segir ráðuneytisstjórinn enn fremur.Lögreglan á Suðurnesjum þarf nú að svara fyrir gagnasendingar fyrrverandi lögreglustjóra.Fréttablaði/GVAPersónuvernd hefur óskað eftir upplýsingum frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum um innihald greinargerðarinnar sem Sigríður sendi Gísla Frey og um lagaheimildir fyrir sendingunni. Óskað er skýringa á því hvernig sendingin samræmist ákvæðum laga um almennar reglur og sérstök skilyrði fyrir vinnslu persónuupplýsinga og um hvernig sending greinargerðarinnar horfi við ákvæði um lagaheimild í reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu. Í Fréttablaðinu í gær var embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum einmitt spurt um lagaheimild fyrir sendingu greinargerðarinnar. „Um það mál sem sérstaklega er spurt um hefur undirritaður ekki vitneskju,“ sagði í svari Ólafs Helga Kjartanssonar, núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Birting á niðurstöðum athugunar Umboðsmanns Alþingis á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og fyrrverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Stefáns Eiríkssonar, er sögð dragast fram í næstu viku. Það sé vegna ábendingar sem tengist þó ekki þeim samskiptum Sigríðar og Gísla Freys sem fjölmiðlar hafi fjallað um.
Lekamálið Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent