Merkjanlegar breytingar á hegðun gossins Svavar Hávarðsson skrifar 25. nóvember 2014 07:00 Hraunbreiðan er orðin rúmlega 72 ferkílómetrar að stærð – og enn gýs kröftuglega. mynd/mortenriishuus „Hópur sem var á svæðinu í síðustu viku, sem Ármann Höskuldsson leiddi, sá þetta gerast,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, um breytingar á hraunrennsli og útstreymi gass í gosmekkinum frá eldstöðinni í Holuhrauni, sem hvort tveggja er sveiflukenndara en áður. Frá þessum breytingum er greint stuttlega í skýrslu vísindamannaráðs í gær. Þar segir einnig að annars vegar séu sveiflur sem taka margar klukkustundir og hins vegar smærri sveiflur á tíu til tuttugu sekúndna fresti. Magnús Tumi segir lítið hægt að lesa í þessa „breyttu hegðun“ eldgossins. Erfitt sé að segja til um hvað þarna er á ferðinni. Hins vegar hafi eitt af einkennum gossins hingað til verið hversu stöðugt gasútstreymi og hraunrennslið frá eldstöðinni hefur verið. Miklu algengara sé í hraungosum að framleiðsla gosefnanna sé breytileg eftir tímabilum. Fyrstu niðurstöður frá nýjum jarðskjálftamæli sem settur var upp á Bárðarbungu 11. nóvember sýna að sigskjálftarnir í Bárðarbungu verða í efstu þremur kílómetrum jarðskorpunnar, en ekki á fimm til átta kílómetra dýpi eins og lengi hefur verið talið. Þetta bendir til þess að grynnra sé niður á kviku en áður var talið, segir Magnús Tumi en breytir ekki miklu hvað varðar þær sviðsmyndir sem vísindamenn hafa unnið með til þessa. Bárðarbunga Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
„Hópur sem var á svæðinu í síðustu viku, sem Ármann Höskuldsson leiddi, sá þetta gerast,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, um breytingar á hraunrennsli og útstreymi gass í gosmekkinum frá eldstöðinni í Holuhrauni, sem hvort tveggja er sveiflukenndara en áður. Frá þessum breytingum er greint stuttlega í skýrslu vísindamannaráðs í gær. Þar segir einnig að annars vegar séu sveiflur sem taka margar klukkustundir og hins vegar smærri sveiflur á tíu til tuttugu sekúndna fresti. Magnús Tumi segir lítið hægt að lesa í þessa „breyttu hegðun“ eldgossins. Erfitt sé að segja til um hvað þarna er á ferðinni. Hins vegar hafi eitt af einkennum gossins hingað til verið hversu stöðugt gasútstreymi og hraunrennslið frá eldstöðinni hefur verið. Miklu algengara sé í hraungosum að framleiðsla gosefnanna sé breytileg eftir tímabilum. Fyrstu niðurstöður frá nýjum jarðskjálftamæli sem settur var upp á Bárðarbungu 11. nóvember sýna að sigskjálftarnir í Bárðarbungu verða í efstu þremur kílómetrum jarðskorpunnar, en ekki á fimm til átta kílómetra dýpi eins og lengi hefur verið talið. Þetta bendir til þess að grynnra sé niður á kviku en áður var talið, segir Magnús Tumi en breytir ekki miklu hvað varðar þær sviðsmyndir sem vísindamenn hafa unnið með til þessa.
Bárðarbunga Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira