Fátækt barna þrefaldast frá hruni Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 4. desember 2014 07:00 Stór rannsókn í vinnslu. Dr. Kolbeinn Stefánsson greinir frá því að í vinnslu sé viðamikil rannsókn á stöðu íslenskra barna. Þá skýrist væntanlega staða þeirra betur. Svipuð rannsókn var framkvæmd árið 2009. fréttablaðið/vilhelm Fátækt barna hefur rokið úr ellefu prósentum árið 2008 upp í 32 prósent samkvæmt greiningu UNICEF á fátækt barna. „Það er ekkert rangt við greiningu UNICEF,“ segir Dr. Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur hjá Hagstofu Íslands. „Aðferðin sem þau beita er leið til að átta sig á því hvað margir eru með sama eða minni kaupmátt og þeir sem voru við lágtekjumörk árið 2008. Það er þó ekki þannig að 30 prósent barna á Íslandi búi við alvarlegan skort, en það er miklu stærra hlutfall foreldra sem nær ekki endum saman enda skiptir miklu hvaða ár er notað til viðmiðunar.“Ekkert má út af bera „UNICEF notar árið 2008 en niðurstaðan er önnur ef miðað er við 2005. Skýrasta vísbendingin sem við höfum um aukna fátækt í kjölfar hrunsins er sú að hlutfall þeirra sem eiga mjög erfitt með að ná endum saman hækkar mjög og stendur í 11,7 prósentum árið 2013. Sum í þessum hópi skortir efnisleg gæði, en hin eru sennilega í þeirri stöðu að hlutirnir ganga upp en það má ekki mikið út af bera. Hækkanir á verðlagi, óvænt útgjöld eða tímabundinn tekjumissir gæti verið nóg til að setja þessa foreldra í mjög erfiða stöðu.“ Kolbeinn segir Hagstofuna einnig fylgjast með skorti barna í samstarfi við UNICEF. Nú er í vinnslu lífskjararannsókn þar sem hugað er að stöðu barna. Niðurstaðan mun birtast á fyrstu mánuðum næsta árs. „Maður á von á því að sjá breytingar í ýmsu er varðar hag barna, til dæmis tómstundaiðkun þeirra. Börn efnaminni foreldra stunda síður tómstundir en önnur.“ Í kvarðanum sem notaður er til mælinga er spurt um fatnað, tómstundir, fæðu og aðstöðu til náms og leikja. Aðeins þarf tveimur atriðum á listanum að vera ábótavant til þess að barnið teljist líða efnislegan skort.Brekkan brött Í síðasta þætti fréttaskýringaþáttarins Bresta var rætt við fjölmarga sem eiga um sárt að binda vegna fátæktar. Ein þeirra var Ása Sverrisdóttir, einstæð þriggja barna móðir. Hlutskipti hennar er dæmigert fyrir stóran hluta Íslendinga þar sem ekki má mikið út af bera til þess að komið sé í óefni. Hún skildi og missti atvinnu sína og skömmu síðar seig á ógæfuhliðina hjá henni. „Þá varð brekkan dálítið brött,“ sagði Ása. Meðal þess sem fjölskyldan gat ekki leyft sér var að halda afmælisveislu fyrir dóttur hennar. Kolbeinn bendir á að ástæða sé til þess að taka allar vísbendingar um fátækt alvarlega því ekki sé hægt að mæla fátækt beint. Aðeins sé hægt að leita eftir vísbendingum um skort og gera mælingar. „Skortur á efnislegum gæðum er kvarði til að sjá hvernig fólk hefur það raunverulega úti í samfélaginu. Það er erfitt að mæla fátækt en þessi kvarði hjálpar til við að finna út stöðu einstaklinga og barna. Við erum með stækkandi hóp sem nær að halda sér á floti en það má ekkert út af bera. Þeir mega ekki veikjast, fara til tannlæknis eða tæki bila, þá er það orðið eitthvað sem gæti breytt öllu og leitt til skorts.“Á pari við Bandaríkin Í nýlegri greiningu fréttamiðilsins Forbes, er greint frá stöðu þeirra landa sem urðu hvað verst úti í efnahagshruninu og sett í samhengi við barnafátækt í fjögur ár eftir hrun. Barnafátækt jókst mikið í Grikklandi, eða um 17,5 prósent, frá árinu 2008 og var hlutfallið 40,5 prósent árið 2012. Í Bandaríkjunum jókst hlutfallið aðeins um tvö prósent en er þó í 32 prósentum eins og á Íslandi. Fréttaskýringar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Fátækt barna hefur rokið úr ellefu prósentum árið 2008 upp í 32 prósent samkvæmt greiningu UNICEF á fátækt barna. „Það er ekkert rangt við greiningu UNICEF,“ segir Dr. Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur hjá Hagstofu Íslands. „Aðferðin sem þau beita er leið til að átta sig á því hvað margir eru með sama eða minni kaupmátt og þeir sem voru við lágtekjumörk árið 2008. Það er þó ekki þannig að 30 prósent barna á Íslandi búi við alvarlegan skort, en það er miklu stærra hlutfall foreldra sem nær ekki endum saman enda skiptir miklu hvaða ár er notað til viðmiðunar.“Ekkert má út af bera „UNICEF notar árið 2008 en niðurstaðan er önnur ef miðað er við 2005. Skýrasta vísbendingin sem við höfum um aukna fátækt í kjölfar hrunsins er sú að hlutfall þeirra sem eiga mjög erfitt með að ná endum saman hækkar mjög og stendur í 11,7 prósentum árið 2013. Sum í þessum hópi skortir efnisleg gæði, en hin eru sennilega í þeirri stöðu að hlutirnir ganga upp en það má ekki mikið út af bera. Hækkanir á verðlagi, óvænt útgjöld eða tímabundinn tekjumissir gæti verið nóg til að setja þessa foreldra í mjög erfiða stöðu.“ Kolbeinn segir Hagstofuna einnig fylgjast með skorti barna í samstarfi við UNICEF. Nú er í vinnslu lífskjararannsókn þar sem hugað er að stöðu barna. Niðurstaðan mun birtast á fyrstu mánuðum næsta árs. „Maður á von á því að sjá breytingar í ýmsu er varðar hag barna, til dæmis tómstundaiðkun þeirra. Börn efnaminni foreldra stunda síður tómstundir en önnur.“ Í kvarðanum sem notaður er til mælinga er spurt um fatnað, tómstundir, fæðu og aðstöðu til náms og leikja. Aðeins þarf tveimur atriðum á listanum að vera ábótavant til þess að barnið teljist líða efnislegan skort.Brekkan brött Í síðasta þætti fréttaskýringaþáttarins Bresta var rætt við fjölmarga sem eiga um sárt að binda vegna fátæktar. Ein þeirra var Ása Sverrisdóttir, einstæð þriggja barna móðir. Hlutskipti hennar er dæmigert fyrir stóran hluta Íslendinga þar sem ekki má mikið út af bera til þess að komið sé í óefni. Hún skildi og missti atvinnu sína og skömmu síðar seig á ógæfuhliðina hjá henni. „Þá varð brekkan dálítið brött,“ sagði Ása. Meðal þess sem fjölskyldan gat ekki leyft sér var að halda afmælisveislu fyrir dóttur hennar. Kolbeinn bendir á að ástæða sé til þess að taka allar vísbendingar um fátækt alvarlega því ekki sé hægt að mæla fátækt beint. Aðeins sé hægt að leita eftir vísbendingum um skort og gera mælingar. „Skortur á efnislegum gæðum er kvarði til að sjá hvernig fólk hefur það raunverulega úti í samfélaginu. Það er erfitt að mæla fátækt en þessi kvarði hjálpar til við að finna út stöðu einstaklinga og barna. Við erum með stækkandi hóp sem nær að halda sér á floti en það má ekkert út af bera. Þeir mega ekki veikjast, fara til tannlæknis eða tæki bila, þá er það orðið eitthvað sem gæti breytt öllu og leitt til skorts.“Á pari við Bandaríkin Í nýlegri greiningu fréttamiðilsins Forbes, er greint frá stöðu þeirra landa sem urðu hvað verst úti í efnahagshruninu og sett í samhengi við barnafátækt í fjögur ár eftir hrun. Barnafátækt jókst mikið í Grikklandi, eða um 17,5 prósent, frá árinu 2008 og var hlutfallið 40,5 prósent árið 2012. Í Bandaríkjunum jókst hlutfallið aðeins um tvö prósent en er þó í 32 prósentum eins og á Íslandi.
Fréttaskýringar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira