Matthew svaf Knútsmegin í rúminu hennar Önnu á Hofi Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2015 10:15 Kvikmyndin Interstellar með Matthew McConaughey og Anne Hathaway í aðalhlutverkum hefur farið sigurför um heiminn og þykir líkleg til margra Oscars-verðlauna. Ekki hefur farið framhjá íslenskum áhorfendum að íslenskt landslag leikur hlutverk í myndinni. Svínafellsjökull í Öræfasveit birtist sem gaddfreðin fjarlæg pláneta.Matthew McConaughey í hlutverki sínu á Svínafellsjökli í Öræfum.Einnig var vatnasvæði neðan Brunasands í Skaftárhreppi látið tákna plánetu með grunnu hafi en leikkonan Anne Hathaway skýrði frá því í haust að hún hafi offkælst við tökur á því atriði. Samkvæmt upplýsingum frá Sagafilm voru þær senur teknar upp í svokallaðri Mávabót við Skaftárósa. Svæðið er um 15 kílómetra fyrir neðan Orustuhól, ekki fjarri ströndinni.Ann Hathaway ofkældist þegar þetta atriði var tekið upp í Mávabót við Skaftárósa neðan Orustuhóls.Þau Matthew McConaughey og Anne Hathaway dvöldu á Íslandi við kvikmyndatökur í september árið 2013 og einnig Matt Damon, sem birtist óvænt í myndinni. Meðan á Íslandsdvölinni stóð gisti Matthew McConaughey að Hofi í Öræfum, í glæsilegu einbýlishúsi sem hæstaréttarlögmaðurinn Knútur Bruun og kona hans, Anna Sigríður Jóhannsdóttir, höfðu nýlega reist við rætur Öræfajökuls.Frá Hofi í Öræfasveit. Húsið sem Hollywood-leikarinn bjó í er efst í hlíðinni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í þættinum „Um land allt“ í fyrra sýndu þau húsið og rúmið sem Hollywood-leikarinn svaf í en þau leigðu húsið undir hann í tíu daga. „Hann gekk mjög vel hér um húsið,“ segir Anna Sigríður í þættinum „Það var allt bara eins og það var þegar við fórum úr því og þegar við komum inn í það aftur.“ -En nú geturðu sagt að þú hafir sofið í sama rúmi og hann, - að hann hafi sofið í þínu rúmi? „Já, að hann hafi sofið í mínu rúmi. En hann svaf Knútsmegin. Það var eiginlega það versta.“ Hvernig Anna Sigríður vissi hvoru megin leikarinn svaf í rúminu þeirra Knúts má fræðast um hér í þættinum „Um land allt“.Anna Sigríður sýnir gestaálmuna í húsinu þeirra Knúts. Matthew McConaughey svaf hins vegar í hjónaherberginu þeirra.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Bíó og sjónvarp Hornafjörður Skaftárhreppur Um land allt Tengdar fréttir Anne Hathaway ofkældist á Íslandi Leikkonan lenti í hrakningum við tökur á myndinni Interstellar hér á landi. 22. október 2014 18:39 Matthew McConaughey í óbeislaðri, íslenskri náttúru Ný plaköt fyrir kvikmyndina Insterstellar afhjúpuð. 26. september 2014 15:30 Rosalega mikið af Íslandi í Interstellar Árni Björn Helgason hjá Saga Film er ánægður með hvernig Hollywood-myndin Interstellar kemur út á hvíta tjaldinu. Stjörnurnar myndarinnar voru allar mjög jarðbundnar og langt í frá með einhverja stæla. 23. október 2014 08:30 Bjargaði McConaughey um munntóbak Hannes Friðbjarnarson, trymbill í hljómsveitinni Buff, lenti í því í síðustu viku að bjarga kvikmyndastjörnunni Matthew McConaughey um munntókbak. Samkvæmt heimildum Vísis gekk það að óskum. 16. september 2013 13:31 Damon mættur í tökur Matt Damon kom til landsins í dag en hann fer með eitt aðalhlutverka í myndinni Interstellar sem leikstýrð er af Christopher Nolan. 13. september 2013 14:43 Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Kvikmyndin Interstellar með Matthew McConaughey og Anne Hathaway í aðalhlutverkum hefur farið sigurför um heiminn og þykir líkleg til margra Oscars-verðlauna. Ekki hefur farið framhjá íslenskum áhorfendum að íslenskt landslag leikur hlutverk í myndinni. Svínafellsjökull í Öræfasveit birtist sem gaddfreðin fjarlæg pláneta.Matthew McConaughey í hlutverki sínu á Svínafellsjökli í Öræfum.Einnig var vatnasvæði neðan Brunasands í Skaftárhreppi látið tákna plánetu með grunnu hafi en leikkonan Anne Hathaway skýrði frá því í haust að hún hafi offkælst við tökur á því atriði. Samkvæmt upplýsingum frá Sagafilm voru þær senur teknar upp í svokallaðri Mávabót við Skaftárósa. Svæðið er um 15 kílómetra fyrir neðan Orustuhól, ekki fjarri ströndinni.Ann Hathaway ofkældist þegar þetta atriði var tekið upp í Mávabót við Skaftárósa neðan Orustuhóls.Þau Matthew McConaughey og Anne Hathaway dvöldu á Íslandi við kvikmyndatökur í september árið 2013 og einnig Matt Damon, sem birtist óvænt í myndinni. Meðan á Íslandsdvölinni stóð gisti Matthew McConaughey að Hofi í Öræfum, í glæsilegu einbýlishúsi sem hæstaréttarlögmaðurinn Knútur Bruun og kona hans, Anna Sigríður Jóhannsdóttir, höfðu nýlega reist við rætur Öræfajökuls.Frá Hofi í Öræfasveit. Húsið sem Hollywood-leikarinn bjó í er efst í hlíðinni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í þættinum „Um land allt“ í fyrra sýndu þau húsið og rúmið sem Hollywood-leikarinn svaf í en þau leigðu húsið undir hann í tíu daga. „Hann gekk mjög vel hér um húsið,“ segir Anna Sigríður í þættinum „Það var allt bara eins og það var þegar við fórum úr því og þegar við komum inn í það aftur.“ -En nú geturðu sagt að þú hafir sofið í sama rúmi og hann, - að hann hafi sofið í þínu rúmi? „Já, að hann hafi sofið í mínu rúmi. En hann svaf Knútsmegin. Það var eiginlega það versta.“ Hvernig Anna Sigríður vissi hvoru megin leikarinn svaf í rúminu þeirra Knúts má fræðast um hér í þættinum „Um land allt“.Anna Sigríður sýnir gestaálmuna í húsinu þeirra Knúts. Matthew McConaughey svaf hins vegar í hjónaherberginu þeirra.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Bíó og sjónvarp Hornafjörður Skaftárhreppur Um land allt Tengdar fréttir Anne Hathaway ofkældist á Íslandi Leikkonan lenti í hrakningum við tökur á myndinni Interstellar hér á landi. 22. október 2014 18:39 Matthew McConaughey í óbeislaðri, íslenskri náttúru Ný plaköt fyrir kvikmyndina Insterstellar afhjúpuð. 26. september 2014 15:30 Rosalega mikið af Íslandi í Interstellar Árni Björn Helgason hjá Saga Film er ánægður með hvernig Hollywood-myndin Interstellar kemur út á hvíta tjaldinu. Stjörnurnar myndarinnar voru allar mjög jarðbundnar og langt í frá með einhverja stæla. 23. október 2014 08:30 Bjargaði McConaughey um munntóbak Hannes Friðbjarnarson, trymbill í hljómsveitinni Buff, lenti í því í síðustu viku að bjarga kvikmyndastjörnunni Matthew McConaughey um munntókbak. Samkvæmt heimildum Vísis gekk það að óskum. 16. september 2013 13:31 Damon mættur í tökur Matt Damon kom til landsins í dag en hann fer með eitt aðalhlutverka í myndinni Interstellar sem leikstýrð er af Christopher Nolan. 13. september 2013 14:43 Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Anne Hathaway ofkældist á Íslandi Leikkonan lenti í hrakningum við tökur á myndinni Interstellar hér á landi. 22. október 2014 18:39
Matthew McConaughey í óbeislaðri, íslenskri náttúru Ný plaköt fyrir kvikmyndina Insterstellar afhjúpuð. 26. september 2014 15:30
Rosalega mikið af Íslandi í Interstellar Árni Björn Helgason hjá Saga Film er ánægður með hvernig Hollywood-myndin Interstellar kemur út á hvíta tjaldinu. Stjörnurnar myndarinnar voru allar mjög jarðbundnar og langt í frá með einhverja stæla. 23. október 2014 08:30
Bjargaði McConaughey um munntóbak Hannes Friðbjarnarson, trymbill í hljómsveitinni Buff, lenti í því í síðustu viku að bjarga kvikmyndastjörnunni Matthew McConaughey um munntókbak. Samkvæmt heimildum Vísis gekk það að óskum. 16. september 2013 13:31
Damon mættur í tökur Matt Damon kom til landsins í dag en hann fer með eitt aðalhlutverka í myndinni Interstellar sem leikstýrð er af Christopher Nolan. 13. september 2013 14:43