Úlfar í trúargæru Hildur Björnsdóttir skrifar 19. janúar 2015 11:36 Þegar ég gekk heim úr vinnu í vikunni sem leið mætti ég nágrannakonu minni. Hún býr í næsta húsi og börnum okkar er vel til vina. Áhyggjufull á svip spurði hún hvers vegna sonur minn hefði ekkert heimsótt dóttur hennar síðustu daga. Ég sagði henni að það ætti sér allt eðlilegar skýringar og að hann myndi án efa knýja dyra yfir helgina. Henni varð auðsjáanlega létt. Hún hafði haft áhyggjur af því að atburðir liðinna vikna hefðu skotið loku fyrir frekari samskipti fjölskyldnanna. Þau eru nefnilega múslimar. Sonur minn gengur í grunnskóla í vestur London þar sem daglega koma saman börn af öllum þjóðfélagsbrotum. Þar eru börn úr efnuðum breskum fjölskyldum. Börn úr fátækum breskum fjölskyldum. Börn innflytjenda. Börn frá flestum heimsálfum og fjölbreyttum menningarheimum. Börn af ólíkum trúarbrögðum. Öllum hópum kemur vel saman. Raunar þannig að erfitt er að tala um ólíka hópa. Við erum auðvitað bara einn hópur. Við erum nefnilega öll bara fólk. Umburðarlyndið gagnvart því sem aðgreinir okkur algert. Þegar múslimar fögnuðu trúarhátíðinni Eid í októbermánuði sem leið voru hátíðarhöld í skólanum. Við fjölskyldan létum okkur ekki vanta og glöddumst með vinum okkar. Þegar kristnir fögnuðu jólahátíðinni voru aftur hátíðarhöld í skólanum. Þangað mættu vinir okkar og samglöddust með sambærilegum hætti. Það kemur kannski einhverjum þröngsýnum, fáfróðum, niðursoðnum fýlupokum í opna skjöldu - en ólíkir trúarhópar geta lifað í sátt og samlyndi. Við sameinumst á þeim grundvelli að vera öll fólk og trúarbrögð okkar eiga það flest sammerkt að boða kærleika og frið. Í gegnum söguna hafa glæpir oftsinnis verið framdir í nafni trúar. Þar er kristni engin undantekning. Víða um heim er samkynhneigðum enn mismunað í nafni kristinnar trúar og til eru hópar sem trúa að morð á samkynhneigðum séu vilji guðs. Hér á landi hafa fjölmargir glæpir verið framdir innan kristinna trúfélaga og konur verið kynferðislega misnotaðar í nafni guðs. Það virðist þó öllum ljóst að þessir verknaðir endurspegla ekki innræti né persónugerð kristinna manna. Rétt eins og ástríðuglæpir endurpegla ekki ástina né allt það fólk sem elskar og er elskað. Hryðjuverkaárásin á ristjórnarskrifstofur Charlie Hebdo og aðrar árásir sem fylgdu í kjölfarið voru reiðarslag fyrir samfélag friðsælla manna. Hræðileg, ófyrirgefanleg, ógeðfelld voðaverk. Atburðirnir voru þó ekki eingöngu glæpur gegn öllum þeim sem féllu, aðstandendum þeirra og tjáningarfrelsinu. Atburðirnir voru ekki síður glæpur gegn öllum þeim friðelskandi múslimum sem lifa á þessari jörð. Glæpur framinn í nafni trúar sem á ekkert sammerkt með árásunum. Glæpur sem alið hefur á fordómum gegn saklausu fólki. Glæpur gegn nágrönnum mínum – vinum mínum - sem vegna atburðanna óttuðust að aðrir óttuðust þau. Frá örófi alda hefur verið til vont fólk. Illa innrætt, ógeðfellt, veikt fólk. Fólk sem fremur ódæðisverk af hinni og þessari ástæðunni. Undir hinu og þessu yfirskininu. Í heiminum öllum búa milljónir múslima sem trúa á kærleika og frið. Þegar agnarsmár hópur þeirra fremur hryðjuverk undir huliðskikkju trúarinnar segir það ekkert um hópinn sem heild. Hryðjuverkin í París endurspegla ekki múslima. Þau segja ekkert um múslima. Þau endurspegla vont fólk. Illa innrætt, ógeðfellt, veikt fólk. Úlfa í trúargæru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Tengdar fréttir Af hræsni og mittismálum Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni? 27. október 2014 11:06 Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þegar ég gekk heim úr vinnu í vikunni sem leið mætti ég nágrannakonu minni. Hún býr í næsta húsi og börnum okkar er vel til vina. Áhyggjufull á svip spurði hún hvers vegna sonur minn hefði ekkert heimsótt dóttur hennar síðustu daga. Ég sagði henni að það ætti sér allt eðlilegar skýringar og að hann myndi án efa knýja dyra yfir helgina. Henni varð auðsjáanlega létt. Hún hafði haft áhyggjur af því að atburðir liðinna vikna hefðu skotið loku fyrir frekari samskipti fjölskyldnanna. Þau eru nefnilega múslimar. Sonur minn gengur í grunnskóla í vestur London þar sem daglega koma saman börn af öllum þjóðfélagsbrotum. Þar eru börn úr efnuðum breskum fjölskyldum. Börn úr fátækum breskum fjölskyldum. Börn innflytjenda. Börn frá flestum heimsálfum og fjölbreyttum menningarheimum. Börn af ólíkum trúarbrögðum. Öllum hópum kemur vel saman. Raunar þannig að erfitt er að tala um ólíka hópa. Við erum auðvitað bara einn hópur. Við erum nefnilega öll bara fólk. Umburðarlyndið gagnvart því sem aðgreinir okkur algert. Þegar múslimar fögnuðu trúarhátíðinni Eid í októbermánuði sem leið voru hátíðarhöld í skólanum. Við fjölskyldan létum okkur ekki vanta og glöddumst með vinum okkar. Þegar kristnir fögnuðu jólahátíðinni voru aftur hátíðarhöld í skólanum. Þangað mættu vinir okkar og samglöddust með sambærilegum hætti. Það kemur kannski einhverjum þröngsýnum, fáfróðum, niðursoðnum fýlupokum í opna skjöldu - en ólíkir trúarhópar geta lifað í sátt og samlyndi. Við sameinumst á þeim grundvelli að vera öll fólk og trúarbrögð okkar eiga það flest sammerkt að boða kærleika og frið. Í gegnum söguna hafa glæpir oftsinnis verið framdir í nafni trúar. Þar er kristni engin undantekning. Víða um heim er samkynhneigðum enn mismunað í nafni kristinnar trúar og til eru hópar sem trúa að morð á samkynhneigðum séu vilji guðs. Hér á landi hafa fjölmargir glæpir verið framdir innan kristinna trúfélaga og konur verið kynferðislega misnotaðar í nafni guðs. Það virðist þó öllum ljóst að þessir verknaðir endurspegla ekki innræti né persónugerð kristinna manna. Rétt eins og ástríðuglæpir endurpegla ekki ástina né allt það fólk sem elskar og er elskað. Hryðjuverkaárásin á ristjórnarskrifstofur Charlie Hebdo og aðrar árásir sem fylgdu í kjölfarið voru reiðarslag fyrir samfélag friðsælla manna. Hræðileg, ófyrirgefanleg, ógeðfelld voðaverk. Atburðirnir voru þó ekki eingöngu glæpur gegn öllum þeim sem féllu, aðstandendum þeirra og tjáningarfrelsinu. Atburðirnir voru ekki síður glæpur gegn öllum þeim friðelskandi múslimum sem lifa á þessari jörð. Glæpur framinn í nafni trúar sem á ekkert sammerkt með árásunum. Glæpur sem alið hefur á fordómum gegn saklausu fólki. Glæpur gegn nágrönnum mínum – vinum mínum - sem vegna atburðanna óttuðust að aðrir óttuðust þau. Frá örófi alda hefur verið til vont fólk. Illa innrætt, ógeðfellt, veikt fólk. Fólk sem fremur ódæðisverk af hinni og þessari ástæðunni. Undir hinu og þessu yfirskininu. Í heiminum öllum búa milljónir múslima sem trúa á kærleika og frið. Þegar agnarsmár hópur þeirra fremur hryðjuverk undir huliðskikkju trúarinnar segir það ekkert um hópinn sem heild. Hryðjuverkin í París endurspegla ekki múslima. Þau segja ekkert um múslima. Þau endurspegla vont fólk. Illa innrætt, ógeðfellt, veikt fólk. Úlfa í trúargæru.
Af hræsni og mittismálum Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni? 27. október 2014 11:06
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun