Innlent

Vegir um Eyrarhlíð og Flateyrarveg lokaðir vegna snjóflóðahættu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Á Vestfjörðum er reiknað með strekkingi og hríðarmuggu og bætir heldur í vind í kvöld.
Á Vestfjörðum er reiknað með strekkingi og hríðarmuggu og bætir heldur í vind í kvöld. Úr safni/Hafþór
Vegir um Eyrarhlíð og Flateyrarveg voru lokaðir nú klukkan sjö í kvöld til morguns vegna snjóflóðahættu. Súðavíkurhlíð verður áfram lokuð einnig til morguns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Vestfjörðum er reiknað með strekkingi og hríðarmuggu og bætir heldur í vind í kvöld. Á Norðurlandi hvessir aftur um og eftir miðnætti, 12-18 m/s  með snjókomu og skafrenningi. Gengur smámsaman niður framan af morgundeginum, fyrst Norðvestan til.

Hálkublettir eru í Þrengslum en hálka nokkuð víða á Suðurlandi. Hálka og  hálkublettir eru á flestum vegum á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er lokað um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Ófært er í Ísafjarðardjúpi og á Steingrímsfjarðarheiði. Hálka eða snjóþekja og skafrenningur er á öðrum leiðum.

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja og éljagangur og víða éljagangur og skafrenningur. Á Austurlandi er hálka öllum vegum og einnig með suðausturströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×