Innlent

Slapp með skrekkinn þegar jeppi fór niður bratta skriðu og út í fjöru

Kolbeinn Tumi Daðason og Samúel Karl Ólason skrifa
Frá Austfjörðum.
Frá Austfjörðum. Vísir/GVA
Kona var hætt komin þegar stór jeppi fór útaf veginum, niður bratta skriðu og hafnaði í fjörunni við Óseyrarbrekku í Stöðvarfirði snemma í morgun. Konan var ein í bílnum og þótt ótrúlegt megi virðast þá sakaði hana ekki samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Fjarðarbyggðar.

Sjúkrabílar frá Fáskrúðsfirði og Breiðdal var kallað út auk slökkviliðs og var konan flutt á heilsugæslustöð til athugunar. Ástand hennar var gott en um tuttugu metrar eru frá veginum og niður í fjöruna að sögn fulltrúa slökkviliðsins.

Um klukkustund síðar hafnaði annar bíl utan vegar. Sá bíll fór þó upp fyrir veg. Afar hvasst hefur verið á þessum slóðum auk þess sem hált er á vegum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×