Innlent

Stormur stefnir á landið

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Stormur, allt að 20-25 metrar á sekúndu með dimmum éljum.
Stormur, allt að 20-25 metrar á sekúndu með dimmum éljum. vísir/auðunn
Óveðurslægð stefnir nú á Snæfellsnes og mun veður versna mjög suðvestanlands undir hádegið. Stormur, allt að 20-25 metrar á sekúndu með dimmum éljum.

Á vef Vegagerðarinnar segir að á vegum vestanlands, s.s á Vatnaleið, Bröttubrekku og Holtavörðuheiði verði einnig mjög hvasst frá því skömmu eftir hádegi. Skyggni verður mjög takmarkað í hryðjunum og skafrenningur þegar frá líður. Lagast mikið í kvöld.

Færð og aðstæður

Hálkublettir eru á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Hálkublettir eða krapasnjór er í uppsveitum á Suðurlandi. Hálkublettir eru á Mosfellsheiði en þungfært á Lyngdalsheiði.

Ófært er á Fróðárheiði og í Svínadal en flughálka er á Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Þæfingsfærð er á Heydal en þungfært frá Arnarstapa að Fróðárheiði. Hálka eða krapasnjór er á öðrum leiðum á Vesturlandi.

Á Vestfjörðum ófært á Steingrímsfjarðarheiði og Kleifarheiði en þungfært á Þröskuldum en snjóþekja á Klettsháls. Flughálka er í Súgandafirði. Þæfingsfærð er á láglendi á sunnanverðum Vestfjörðum og á Innstrandarvegi. Annars er hálka eða snjóþekja. Raknadalshlíð er lokuð vegna snjóflóð og beðið með mokstur.

Á Norðurlandi vestra eru hálkublettir eða krapasnjór á flestum leiðum. Flughálka er á Öxnadalsheiði og á Möðrudalsöræfum en hálka eða krapasnjór á öðrum leiðum.

Á Austurlandi er flughálka á öllum leiðum í kringum Egilsstaði en hálka á Fjarðarheiði, Fagradal og Oddskarði.

Hálkublettir eða krapasnjór er með Suðausturströndinni.

Veðurvefur Vísis




Fleiri fréttir

Sjá meira


×