Amy Pascal, annar stjórnarformaður Sony Pictures, hefur sagt upp störfum í kjölfar tölvuárásar sem gerð var á fyrirtækið á síðasta ári. Þar komust hakkarar yfir þúsundir tölvupósta þar sem meðal annars var að finna samskipti við heimsfræga leikara og óbirt kvikmyndahandrit. BBC greinir frá.
Í kjölfarið frestaði Sony útgáfu myndarinnar The Interview sem fjallar um blaðamenn sem reyna að myrða Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, en talið er að hakkararnir hafi verið á ábyrgð stjórnvalda í Norður-Kóreu.
Ekki er búið að finna arftaka Pascal. Hún sagðist kveðja fyrirtækið sátt í yfirlýsingu en hún mun stofna sitt eigið framleiðslufyrirtæki síðar á þessu ári.
