Mesti samdráttur í neysluútgjöldum Bandaríkjamanna frá því í september 2009 varð í desember síðastliðnum. Neysluútgjöldin skruppu saman um 0,3 prósent eftir talsverðan vöxt mánuðina á undan.
Hinsvegar jukust bæði tekjur og sparnaður Bandaríkjamanna í desember.
Samdráttur neysluútgjalda í desember skýrist af því að neytendur nýttu sér útsölur og tilboð í október og nóvember til þess að gera jólainnkaupin segir í frétt Bloomberg.
Þrátt fyrir samdráttinn í desember ríkir bjartsýni með komandi ár. „Neytendur eru í góðu skapi á árinu 2015 og við búumst við því að haldi áfram,“ sagði Russell Price, hagfræðingur hjá Ameriprise Financial í Detroit sem spáði rétt fyrir um fall neysluútgjalda í desember. „Horfurnar fyrir árið 2015 eru mjög góðar,“ segir Price.
