Kalla þurfti eftir þyrlu til að fljúga osti og deigi þegar stefndi í að uppselt yrði á nýjum veitingastað Dominos í Þelamörk í Suður-Noregi. Yfir 800 pítsur seldust á staðnum daginn sem opnaði og allt að tveggja klukkustundar bið var eftir pítsu.
Hálft ár er síðan fyrsti Dominos staðurinn í Noregi opnaði en staðirnir eru að hluta til reknir af Íslendingum. Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri Dominos í Noregi, að reksturinn hafi gegnið vonum framar.
„Við erum búin að sjá ótrúlegan vöxt hjá Dominos í Noregi á mjög stuttum tíma. Viðskiptavinir okkar í Þelamörk tóku opnun staðarins afar vel og starfsmennirnir stóðu sig vonum framar í ösinni sem myndaðist. Við vorum ekki vissir hvernig Norðmenn myndu taka okkur til að byrja með, en salan í kringum opnunina á hverjum stað hingað til hefur verið á pari við það sem best þekkist hjá Dominos í heiminum. Mér sýnist þetta stefna í heimsmet,“ er haft eftir Magnúsi í tilkynningu.
Þyrla kom Dominos óðum Norðmönnum til bjargar

Tengdar fréttir

Dominos hagnast meira á hráefnissölu en pizzum
Sala hráefnis til annarra Dominos veitingastaða skilaði 56% hagnaðarins.

Domino's leitar að fólki til að smakka nýjan eftirrétt og meðlæti
Fyrirtækið leitar að fimmtán álitsgjöfum til þess að smakka nýja rétt sem stefnt er að setja á matseðil.

Björgunarsveitir báðu Domino's að hætta heimsendingum
Þegar blaðamaður hringdi inn til fyrirtækisins fengust þau svör að viðskiptin hefðu verið svipuð og önnur sunnudagskvöld og að bílstjórar hefðu ekki lent í neinum skakkaföllum í dag.