Konan var á vettvangi þegar lögreglu bar að Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. febrúar 2015 12:15 Atvikið átti sér stað í heimahúsi í Hafnarfirði. Vísir/AntonBrink Kona á sextugsaldri er í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði sem talið er að hafi borið að með saknæmum hætti. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni síðar í dag. Talið er að banameinið hafi verið hnífstunga en Kristján Ingi Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að það yrði ekki ljóst fyrr en að lokinni krufningu. Hin grunaða, sem er fædd 1959, og hinn látni, sem er rúmlega fertugur, eru talin hafa verið sambúðarfólk en atvikið átti sér stað í heimahúsi í Hafnarfirði. „Lögreglan fékk tilkynningu um þetta um þrjú leytið í gær og svo tilkynningu um mannslát og fór á vettvang og í ljós kom að hinn látni var með stunguáverka á brjóstkassa,“ sagði Kristján Ingi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Og hvar var hin grunaða á þessum tímapunkti? „Á vettvangi,“ sagði Kristján. Vettvangsrannsókn lauk síðdegis í gær og var hin grunaða yfirheyrð í gærkvöldi. Lögreglunni er einungis heimilt að halda hinni handteknu í allt að sólarhring samkvæmt sakamálalögum nema krafist verði gæsluvarðhalds og það samþykkt. Kristján sagðist ekki geta tjáð sig um hvort ætlað banavopn hefði fundist. „Nú get ég ekki tjáð mig um það á þessari stundu,“ sagði Kristján sem reiknaði með því að krafist yrði gæsluvarðhalds yfir konunni í dag. Frekari fréttir verða sagðar af þessu máli á Vísir.is og Bylgjunni um leið og þær berast og í kvöldfréttum klukkan hálfsjö. Morð í Skúlaskeiði 2015 Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Kona í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði Maðurinn sem er látinn var rúmlega fertugur en talið er að þau hafi verið sambýlisfólk. 14. febrúar 2015 19:10 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Kona á sextugsaldri er í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði sem talið er að hafi borið að með saknæmum hætti. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni síðar í dag. Talið er að banameinið hafi verið hnífstunga en Kristján Ingi Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að það yrði ekki ljóst fyrr en að lokinni krufningu. Hin grunaða, sem er fædd 1959, og hinn látni, sem er rúmlega fertugur, eru talin hafa verið sambúðarfólk en atvikið átti sér stað í heimahúsi í Hafnarfirði. „Lögreglan fékk tilkynningu um þetta um þrjú leytið í gær og svo tilkynningu um mannslát og fór á vettvang og í ljós kom að hinn látni var með stunguáverka á brjóstkassa,“ sagði Kristján Ingi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Og hvar var hin grunaða á þessum tímapunkti? „Á vettvangi,“ sagði Kristján. Vettvangsrannsókn lauk síðdegis í gær og var hin grunaða yfirheyrð í gærkvöldi. Lögreglunni er einungis heimilt að halda hinni handteknu í allt að sólarhring samkvæmt sakamálalögum nema krafist verði gæsluvarðhalds og það samþykkt. Kristján sagðist ekki geta tjáð sig um hvort ætlað banavopn hefði fundist. „Nú get ég ekki tjáð mig um það á þessari stundu,“ sagði Kristján sem reiknaði með því að krafist yrði gæsluvarðhalds yfir konunni í dag. Frekari fréttir verða sagðar af þessu máli á Vísir.is og Bylgjunni um leið og þær berast og í kvöldfréttum klukkan hálfsjö.
Morð í Skúlaskeiði 2015 Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Kona í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði Maðurinn sem er látinn var rúmlega fertugur en talið er að þau hafi verið sambýlisfólk. 14. febrúar 2015 19:10 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Kona í haldi lögreglu vegna mannsláts í Hafnarfirði Maðurinn sem er látinn var rúmlega fertugur en talið er að þau hafi verið sambýlisfólk. 14. febrúar 2015 19:10