Viðskipti erlent

Taka ákvörðun um björgunarpakka Grikkja

Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja og Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja og Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. vísir/EPA
Fjármálaráðherrar ríkjanna 19 á evrusvæðinu hittast í Aþenu á mánudag til að taka ákvörðun um hvort það eigi að framlengja eða enda 172 milljarða evra björgunarpakka fyrir Grikkland, að því er fram kemur í Financial Times.

Teymi sérfræðinga frá alþjóðlegum kröfuhöfum gríska ríkisins, þ.e.  framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Evrópska Seðlabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum munu um helgina fara yfir skilyrði núverandi björgunaráætlunar fyrir Grikkland og krafna nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Syriza flokksins.

Forystumenn ríkisstjórnar Grikklands hafa sagt að skuldastaða ríkisins sé ekki sjálfbær. Gríska ríkið skuldar 315 milljarða evra eða sem nemur 175 prósentum af vergri landsframleiðslu Grikklands. Það er Evrópumet.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×