Innlent

Hvetja fólk til að skilja illa búna bíla eftir heima

Veðurstofan gerir ráð fyrir að óveðrið nái hámarki á suðvesturlandi um hádegi.
Veðurstofan gerir ráð fyrir að óveðrið nái hámarki á suðvesturlandi um hádegi. Vísir/Stefán
Veður er tekið að versna suðvestanlands og er til dæmis orðið hvasst á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Það er líka farið að skafa á Hellisheiði, í Þrengslum og á Reykjanesbraut, en spáð er stormi eða roki um allt land í dag. 20 til 28 metra á sekúndu meðalvindi og hvassara í hviðum, með éljagangi eða snjókomu.

Þannig að ljóst er að að samgöngur geta raskast verulega í dag, fyrst suðvestanlands.   Millilandaflugið hefur gengið samkvæmt áætlun í morgun og útlit er fyrir að innanlandsflug hefjist samkvæmt áætlun, en svo fer veður versnandi þegar líður á morguninn.

Björgunarsveitir um allt land hafa undirbúið sig fyrir útköll í dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir að óveðrið nái hámarki á suðvesturlandi um hádegi og svo færist lægðin norður og austur yfir landið með stórviðri í þeim landshlutum síðdegis, en svo á heldur að fara að lægja í kvöld, en á morgun er búist við hvassri norðanátt og mikilli snjókomu vestan til.

Þar gæti því orðið veruleg snjóflóðahætta, en nú þegar er töluverð hætta á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum og utanverðum Tröllaska. Slysavarnafélagið Landsbjörg og Vegagerðin hvetja fólk til að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu og að hreyfa sig ekki nema á vel búnum bílum.

Hægt er að fylgjast með veðrinu á veðurvef Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×