Tilkynning Nintendo hefur vakið gríðarlega athygli enda hafa margir velt því fyrir sér afhverju þetta þekkta leikjafyrirtæki hefur ekki enn hafið framleiðslu á leikjum fyrir snjalltæki.
Á vef Bloomberg segir að þrátt fyrir góðar móttökur sé mögulegt að erfitt verði fyrir Nintendo að hagnast á framleiðslu slíkra leikja. Samkeppni á markaðinum er gífurlega mikil.
Þar ætlar Nintendo að treysta á vel þekkt vörumerki sín eins og Mario og Zelda, til að ná góðri stöðu á markaðinum.
Hér fyrir neðan má sjá tvo tölvuleikjasérfræðinga IGN ræða áætlanir Nintendo.