ASÍ segir utanríkisráðherra hafa hunsað leikreglurnar Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2015 15:32 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Miðstjórn Alþjóðusambands Íslands segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa með einbeittum ásetningi sínum að slíta aðildarviðræðum Íslands við ESB hafa hunsað leikreglurnar. „[H]ann hunsaði sjálft Alþingi Íslendinga sem hóf þessa vegferð á sínum tíma. Ráðherrann og ríkisstjórnin hunsa líka vilja meirihluta þjóðarinnar sem vill ljúka viðræðum og fá að kjósa um aðildarsamning,“ segir í ályktun miðstjórnar ASÍ. „Frá árinu 2008 hafa ársfundir og þing Alþýðusamband Íslands ítrekað ályktað um Evrópumál. Í þeim ályktunum hefur meginstefið verið að aðildarviðræðum verði lokið og aðildarsamningur lagður í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi ríkisstjórn komst m.a. til valda vegna loforða fyrir kosningarnar 2013 um að þjóðin yrði spurð hvort halda ætti aðildarviðræðum við ESB áfram. Það loforð var svikið. Utanríkisráðherra reyndi að ýta málinu út af borðinu í febrúar í fyrra þegar hann setti fram þingsályktunartillögu um að viðræðum yrði slitið en uppskar ekki annað en reiðiöldu og mótmæli í samfélaginu, m.a. miðstjórnar ASÍ sem sendi frá sér harðorðaða ályktun af þessu tilefni. Nýjasta útspil utanríkisráðherrans í samskiptum við Evrópusambandið er með slíkum ólíkindum að undrun sætir. Í þeim einbeitta ásetningi sínum að slíta aðildarviðræðum Íslands við ESB hunsaði hann leikreglurnar, hann hunsaði sjálft Alþingi Íslendinga sem hóf þessa vegferð á sínum tíma. Ráðherrann og ríkisstjórnin hunsa líka vilja meirihluta þjóðarinnar sem vill ljúka viðræðum og fá að kjósa um aðildarsamning. Þetta er svo risavaxið álitamál um framtíðarmöguleika okkar þjóðar, að það hlýtur að vera réttmæt krafa að þjóðin sjálf fái að segja sitt álit. Það hlýtur einnig að vera lágmarkskrafa til ráðherra í ríkisstjórn að þeir standi við loforð sem þeir marg endurtóku fyrir kosningar. Við hvað er ríkisstjórnin hrædd? Leyfið fólkinu að segja sitt álit á því hvort aðildarviðræðum við ESB verði framhaldið með þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir í ályktuninni. Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39 Stjórnarandstaðan segir aðildarumsókn enn í fullu gildi Ný ríkisstjórn geti haldið áfram viðræðum. 17. mars 2015 19:48 Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15 Mótmæla yfirgangi stjórnvalda Um 300 manns mættu á mótmæli gegn bréfaskrifum utanríkisráðherra. 17. mars 2015 09:15 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Sjá meira
Miðstjórn Alþjóðusambands Íslands segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa með einbeittum ásetningi sínum að slíta aðildarviðræðum Íslands við ESB hafa hunsað leikreglurnar. „[H]ann hunsaði sjálft Alþingi Íslendinga sem hóf þessa vegferð á sínum tíma. Ráðherrann og ríkisstjórnin hunsa líka vilja meirihluta þjóðarinnar sem vill ljúka viðræðum og fá að kjósa um aðildarsamning,“ segir í ályktun miðstjórnar ASÍ. „Frá árinu 2008 hafa ársfundir og þing Alþýðusamband Íslands ítrekað ályktað um Evrópumál. Í þeim ályktunum hefur meginstefið verið að aðildarviðræðum verði lokið og aðildarsamningur lagður í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi ríkisstjórn komst m.a. til valda vegna loforða fyrir kosningarnar 2013 um að þjóðin yrði spurð hvort halda ætti aðildarviðræðum við ESB áfram. Það loforð var svikið. Utanríkisráðherra reyndi að ýta málinu út af borðinu í febrúar í fyrra þegar hann setti fram þingsályktunartillögu um að viðræðum yrði slitið en uppskar ekki annað en reiðiöldu og mótmæli í samfélaginu, m.a. miðstjórnar ASÍ sem sendi frá sér harðorðaða ályktun af þessu tilefni. Nýjasta útspil utanríkisráðherrans í samskiptum við Evrópusambandið er með slíkum ólíkindum að undrun sætir. Í þeim einbeitta ásetningi sínum að slíta aðildarviðræðum Íslands við ESB hunsaði hann leikreglurnar, hann hunsaði sjálft Alþingi Íslendinga sem hóf þessa vegferð á sínum tíma. Ráðherrann og ríkisstjórnin hunsa líka vilja meirihluta þjóðarinnar sem vill ljúka viðræðum og fá að kjósa um aðildarsamning. Þetta er svo risavaxið álitamál um framtíðarmöguleika okkar þjóðar, að það hlýtur að vera réttmæt krafa að þjóðin sjálf fái að segja sitt álit. Það hlýtur einnig að vera lágmarkskrafa til ráðherra í ríkisstjórn að þeir standi við loforð sem þeir marg endurtóku fyrir kosningar. Við hvað er ríkisstjórnin hrædd? Leyfið fólkinu að segja sitt álit á því hvort aðildarviðræðum við ESB verði framhaldið með þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir í ályktuninni.
Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39 Stjórnarandstaðan segir aðildarumsókn enn í fullu gildi Ný ríkisstjórn geti haldið áfram viðræðum. 17. mars 2015 19:48 Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15 Mótmæla yfirgangi stjórnvalda Um 300 manns mættu á mótmæli gegn bréfaskrifum utanríkisráðherra. 17. mars 2015 09:15 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Sjá meira
Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39
Stjórnarandstaðan segir aðildarumsókn enn í fullu gildi Ný ríkisstjórn geti haldið áfram viðræðum. 17. mars 2015 19:48
Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15
Mótmæla yfirgangi stjórnvalda Um 300 manns mættu á mótmæli gegn bréfaskrifum utanríkisráðherra. 17. mars 2015 09:15